Fréttablaðið - 20.06.2008, Síða 72

Fréttablaðið - 20.06.2008, Síða 72
36 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 12.10 Píanóleikarinn Håkon Austbø heldur fyrirlestur um tónskáldið Edvard Grieg í Bryggjusal Edinborgarhúss- ins á Ísafirði í dag kl. 12.10. Grieg reyndi að færa norsku þjóðlagahefð- ina í evrópskt tónamál allt sitt líf og var þar með langt á undan sinni samtíð. Austbø leikur jafnframt úr op. 66 og 72 eftir Grieg. Viðburðurinn er á vegum tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið. Inga Huld Tryggvadóttir mynd- listar kona opnar sýninguna Heim- sókn í sal íslenskrar grafíkur hafn- armegin í Hafnarhúsinu á morgun kl. 16. Í fréttatilkynningu frá lista- konunni segir að sýningin fjalli einmitt um heimsóknir. „Hvort sem það er heimsókn til nýs vinar eða heimsókn í nýjar lægðir í hug- anum þá urðu þessi verk til þegar ég stóð frammi fyrir nýrri reynslu, góðri eða slæmri. Fiskar og fuglar komu sér vel þegar kom að því að sýna tvo ólíka heima sem sjaldan blanda sér saman. Þegar samskipti verða á milli þessara tveggja heima eru þau yfirleitt á neikvæðu nótun- um: einhver verður kvöldmatur. Vesen fyrir dýrin, gaman fyrir mig.“ Inga Huld Tryggvadóttir býr og starfar í New York-borg. Hún lauk meistaragráðu í grafík frá Pratt Institute árið 2007 og hefur sýnt verk víða í hópsýningum í Banda- ríkjunum og Evrópu. Heimsókn er fyrsta einkasýning hennar á Íslandi. - vþ Vesen fyrir dýrin HEIMSÓKN Verk eftir Ingu Huld Tryggva- dóttur. Myndlistarmennirnir Huginn Þór Arason og Jóna Hlíf Halldórsdóttir opna sýninguna Gloría í DaLí Gallerýi, Brekkugötu 9 á Akureyri, á morgun kl. 17. Verkin á sýningunni eru ekki af verri endanum; þar má berja augum texta- verk sem hafa birst hér í Fréttablaðinu frá 11. júní síðastliðnum. Að auki hafa listamennirnir fengið aðstoð frá pitsuframleiðandanum Domino‘s við að baka stærsta Dalí baguette-brauð á Íslandi og kannski víðar. Á sýningunni verður gestum að auki boðið upp á skegg og heitt kakó. Ljóst er að um er að ræða sannkallaða veislu fyrir flest, ef ekki öll, skilningarvitin. Huginn Þór Arason býr og starfar í Reykjavík. Í myndlist sinni hefur hann lagt stund á afar fjölbreytta efnisnotkun og ýmsa miðla. Sem dæmi hefur hann gert gjörninga, málverk, teikningar og skúlptúra úr pitsum, barnaleir og bómull. Í verkum sínum hefur Huginn skapað eigin heim, þar sem fléttast saman barnsleg form, sem líkjast hlutum úr daglega lífinu, skærir litir og gjörningar, sem varpa ljósi á atferli fólks, persónulegan smekk og ákvarðanir. Jóna Hlíf Halldórsdóttir býr og starfar á Akureyri. Í verkum sínum rásar hún um fortíð, nútíð og framtíð. Mótífin sem endurtaka sig í inn- setningunum hennar, skúlptúrum, ljósmyndum og málverkum koma úr djúpum sálarinnar og tilfinningalífsins. Verkin fást gjarnan við hinar sígildu sögur sem búa yfir táknum, frásögn og einfaldleika, sjónrænt séð og bókstaflega. Ljóst er að nálgun þeirra Hugins og Jónu á viðfangsefni sín er um margt ólík og því verður spennandi að sjá hvað samstarf þeirra getur af sér. - vþ Risabrauð og skegg í DaLí Gallerý HUGINN ÞÓR ARASON Með glæsilegt yfirvaraskegg. Myndhöggvarinn Sólveig Birgisdóttir opnar á sunnu- dag sýningu í forsal Hall- grímskirkju. Á sýningunni má sjá verk sem Sólveig hefur unnið í marmara. Sýningin ber yfirskriftina Vor. „Titill sýningarinnar vísar til þeirrar sköpunar sem á sér stað á vorin, þegar náttúran birtist að nýju. Þetta ferli minnir um margt á það þegar hugmyndir fæðast formlausar í huga okkar og taka svo form í efni eða framkvæmd,“ útskýrir Sólveig. Sýningin er unnin sérstaklega fyrir forsal Hallgrímskirkju og segist Sólveig hafa tekið tillit til möguleika rýmisins við vinnslu verkanna. „Ég vann sýninguna þó ekki aðeins út frá sýningar- rýminu heldur líka út frá tíman- um. Þegar ég hóf vinnu við sýn- inguna fór ég að velta því fyrir mér hvaða árstíð höfðar mest til mín og komst að þeirri niður- stöðu að það er vorið og sá sköp- unarkraftur sem í því býr. Ég vann að sýningunni nú í vor og því heitir sýningin eftir þessari árstíð þar sem hún var svo mikill áhrifavaldur.“ Það vekur athygli blaðamanns að Sólveig vinnur höggmyndirnar á sýningunni í marmara, en sá efniviður er tiltölulega sjaldséður á íslenskum myndlistarsýningum. „Ég hef unnið mikið með marmara allt frá því að ég bjó í borginni Carrara á Ítalíu, en hún er sannar- lega Mekka marmarans enda umkringd marmarafjöllum. Marmarinn er alveg einstakt efni; hann er tær og sterkur en er þó líka mjúkur og vinnur með manni. Ég vinn líka talsvert með íslenska blágrýtið sem er afar ólíkur efni- viður; mun harðara og ósveigjan- legra en marmarinn.“ Þegar kom að því að velja efni- við fyrir sýninguna Vor þótti Sól- veigu því ljóst hvað hentaði henni best. „Ég valdi marmarann þar sem hugmyndin að baki sýning- unni snýst um sköpunina sem er alls staðar. Mér þótti marmarinn henta mér afar vel til að koma til skila þeirri hugmyndalegu breidd sem sýningin býr yfir, enda fjöl- hæft og meðfærilegt efni.“ Sýning Sólveigar verður opnuð á sunnudag kl. 12. 30 og stendur til 10. september. vigdis@frettabladid.is Sköpunarkraftur vorsins VORIÐ Í LISTINNI Sólveig Baldursdóttir við eitt verka sinna á sýningunni Vor í Hall- grímskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Alþjóðadagur flóttamanna 20. júní 2008 Miedzynarodow UchodzcówDzien 20 czerwca 2008 Ein leið til stuðnings er skilningur Day World Refugee th20 of June 2008 Akranes er heimabær næsta hóps flóttamanna sem kemur til Íslands. Þar verður haldin dagskrá kl. 16.00 í dag við kaffihúsið Skrúðgarðurinn. Fulltrúi frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður sérstakur gestur í tilefni samkomunnar. Allir velkomnir. Um 40 milljónir manna um allan heim hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna átaka. Í dag er vakin sérstök athygli á aðstæðum þessa fólks. ein stærstu myndlistarver©laun heims kynna 26 norræna myndlistarmenn í listasafni kópavogs – ger©arsafni hamraborg 4 | kópavogi 19. júní – 10. ágúst opi© alla daga nema mánudaga kl 11 – 17 lei©sögn mi©vikud. kl. 12 og sunnud. kl. 15 www.gerdarsafn.is | www.carnegieartaward.com
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.