Fréttablaðið - 20.06.2008, Síða 75

Fréttablaðið - 20.06.2008, Síða 75
FÖSTUDAGUR 20. júní 2008 39 „Ég er aðallega í viðgerðum en smíða einnig fiðlur og viola da gamba, sem er gamalt strengja- hljóðfæri frá 14. öld og önnur stærri hljóðfæri úr fiðlufjölskyld- unni,“ segir Jóhann Gunnarsson fiðlusmiður. Jóhann stundaði nám við West Dean College í Suður- Englandi í þrjú ár en sneri aftur til heimahaganna árið 2006 og rekur nú lítið verkstæði á horni Lauga- vegar og Bergstaðastrætis. Hann segir viðskiptin ganga ágætlega og að hann hafi iðulega nóg fyrir stafni þó að bransinn sé oft á tíðum erfiður. Viðskiptavinir Jóhanns eru að mestu tónlistarfólk og tón- listarskólar. „Stundum finnst mér erfitt að rukka listamennina fyrir viðgerðirnar, en ég neyðist víst til þess,“ segir Jóhann. Spurður út í valið á skólanum svarar Jóhann: „Ég var að leita mér að skólum á netinu og rakst þannig á West Dean College. Ég hafði heyrt góða hluti bæði um skólann sjálfan og um kennarana.“ Hann segir að skólabyggingin sjálf hafi eitt sinn verið sumarhús Englandsdrottningar. Jóhann segist hafa selt eitthvað af hljóðfærum síðan hann lauk námi. Þegar hann er inntur eftir því hvort mikill munur sé á hljómi handsmíðaðs hljóðfæris og verk- smiðjusmíðaðs segir hann svo vera. „Það er stór munur og maður heyrir hann held ég best þegar atvinnumaður leikur á hljóðfærið. Það er mjög gaman að verða vitni að því.“ Jóhann kveðst óviss um fram- tíðaráform sín: „Það er smá hugur í mér að fara aftur út, jafnvel í frekara tónlistarnám. Þangað til held ég bara áfram því sem ég er að gera.“ Þeir sem hafa áhuga á kynna sér vinnu Jóhanns er bent á síðuna www.myspace.com/johann- joinskyg. - sm Lærði fiðlusmíði í gömlum kastala HLJÓÐFÆRASMIÐUR Jóhann gerir við gamalt hljóðfæri frá 16. öld á verkstæði sínu á Laugaveginum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Alla daga frá10 til 22 800 5555 WWW.COD.IS TIL HAMINGJU Fréttablaðið Morgunblaðið Monitor 83% 24 stundir „Frábær frumraun og stórskemmtileg plata. Bjartasta vonin 2008“ Óli Palli Rás 2. „Dísa er frábær söngkona og stútfull af hæfileikum til tónsmíða“ Ívar Guðmundsson Bylgjunni. „...sannkallaður Dísudraumur - í guðanna bænum kaupið þessa plötu“ Trausti Kristjánsson 24 Stundum. „Frumburður Dísu er heilt yfir afar faglega unninn og framúrskarandi vel sunginn“ Orri Harðarsson Morgunblaðið. „Hún hefur greinilega mikla hæfileika og er hér mætt með eina af bestu plötum ársins til þessa“ Trausti Júlíusson Fréttablaðið. Cod Music óskar Dísu til hamingju með þá frábæru dóma sem hún hefur fengið fyrir fyrstu plötu sína.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.