Fréttablaðið - 20.06.2008, Page 83

Fréttablaðið - 20.06.2008, Page 83
FÖSTUDAGUR 20. júní 2008 47 EM 2008 Holland og Rússland mæt- ast annað kvöld í átta liða úrslitum EM. Hinn 25. júní fyrir tuttugu árum skoraði þjálfari Hollands í dag, Marco van Basten, eitt fræg- asta og besta mark knattspyrnu- sögunnar. Þrumuskot hans í úrslita- leiknum gegn Sovétríkjunum tryggði Hollandi gullið á EM 1988. Eftir níu mínútna leik í síðari hálfleik var Holland yfir með einu marki þegar Arnold Mühren sendi háan kross inn í teiginn frá vinstri kanti. Basten stóð rétt við enda- markslínuna utarlega í teignum, varnarmaður sótti stíft á hann og einn besti markmaður þess tíma á milli stanganna. Flestir hefðu reynt að koma boltanum fyrir en ekki framherjinn. Hann þrumaði bolt- anum á lofti yfir Rinat Dasajev í fjærhornið og allt varð vitlaust. „Ég man að þetta var í síðari hálf- leiknum og ég var orðinn nokkuð þreyttur,“ rifjar van Basten upp. „Ég fékk sendingu frá Mühren og hugsaði með mér að ég gæti tekið hann niður eða tekið áhættuna og skotið. Það þarf mikla heppni við svona skot en allt gekk vel. Þetta er eitt af því sem gerist bara,“ sagði van Basten, hógværðin uppmáluð. Hann viðurkenndi þó að þetta hefði verið sérstakt augnablik en hann gerði sér enga grein fyrir því hversu mikið mark á knatt- spyrnusögunna hann setti. „Ég skildi ekki spennuna í kringum markið og hvað ég gerði. Það sást á viðbrögðum mínum við mark- inu, ég spurði liðsfélaga mína bara: „Hvað er að gerast?“ Leiksins á morgun er beðið með mikilli eftirvæntingu enda hafa bæði lið sýnt skemmtilega takta á mótinu. Hollendingar eru af flest- um taldir líklegri til að fara áfram eftir öruggan sigur í riðli sínum. Rússar töpuðu þó aðeins fyrir Spánverjum í riðlinum og sýndu leiftrandi skemmtilegan fótbolta gegn Svíum, sem þeir unnu 2-0. - hþh Hollendingar mæta Rússum í kvöld, tuttugu árum eftir stórbrotið mark van Basten: Marco van Basten tók áhættuna MEISTARI Van Basten með bikar inn árið 1988. Hann skoraði stórbrotið mark í úrslitaleiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY EM 2008 Khalid Boulahrouz ætlar að spila áfram með á EM þrátt fyrir áfall sitt í gær. Dóttir hans lést á miðvikudag en hún fæddist fyrir tímann. Holland mætir Rússlandi á morgun. „Ég skil að þetta sé mjög erfitt fyrir Khalid og við styðjum hann eins og við getum,“ sagði Marco van Basten, þjálfari Hollendinga. „Hvað sem öllu líður einbeitum við okkur að Rússum og það er einmitt það sem Khalid vill.“ Boulahrouz hefur átt góða leiki í vörn Hollands, sem fékk aðeins á sig eitt mark í riðlakeppninni. Hann fór af æfingu liðsins á miðvikudag til að vera með konu sinni og hefur fengið leyfi til að heimsækja hana að vild. - hþh Khalid Boulahrouz: Spilar áfram eftir barnsmissi KHALID OG FRÚ Missir þeirra er ólýsan- legur, líkt og harka leikmannsins að spila áfram á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP EM 2008 Slaven Bilic, þjálfari Króata, segir að sínir menn þurfi að gera enn betur til að komast í undanúrslitin á EM. Þeir mæta Tyrkjum í kvöld og hafa unnið alla leiki sína á mótinu til þessa. „Við höfum ekki áorkað neitt enn. Margir sjá okkur sem eitthvert spútnikklið en það erum við ekki. Markmiðið okkar fyrir mótið var að komast upp úr riðlinum en við þurfum að gera betur til að komast alla leið,“ sagði Bilic. „Okkar helsti kostur er að við gefumst aldrei upp,“ segir Fatih Terim, þjálfari Tyrkja, sem komust áfram með ótrúlegum sigri á Tékkum. „Við getum unnið alla, það hefur sýnt sig,“ bætti hann við. - hþh Króatar mæta Tyrkjum í dag: Erum ekkert spútnikklið HVOR FER ÁFRAM? Slaven Bilic og Fatih Terim mætast í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Marc Ingla, varaforseti Barcelona, hefur staðfest að félagið í sé í viðræðum við Hvít- Rússann Alexander Hleb sem leikur með Arsenal. „Þó svo að hann sé sérstakur leikmaður sem við höfum áhuga á þá eigum við aðra valmöguleika ef Arsenal vill ekki selja hann,“ sagði Ingla en Hleb hefur verið orðaður við Barcelona í margar vikur. Hann var einnig orðaður við Inter á Ítalíu en José Mourinho hefur ekki áhuga á honum. - hbg Alexander Hleb: Í viðræðum við Barcelona H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2 0 3 - A c ta v is 8 0 6 0 3 1 Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004. Höfuð, herðar…

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.