Fréttablaðið - 06.07.2008, Side 52

Fréttablaðið - 06.07.2008, Side 52
20 6. júlí 2008 SUNNUDAGUR Þar sem bensín- verð fer hækk- andi og Iceland Express ákvað að lenda í Kefla- vík einmitt á miðjum vinnu- degi ákvað ég að taka flugrútuna frá Keflavíkurflug- velli í vikunni. Það var greinilegt strax að það voru ekki margir Íslendingar á leiðinni til höfuðborgarinnar í þessari til- teknu rútu. Fyrsta vísbendingin um það kom þegar út var komið. Ég ætlaði auðvitað að labba beint að farang- ursgeymslunni og skutla töskunni minni þangað inn, en komst ekki að fyrir fólki. Það var ekki fyrr en ég leit í kringum mig að ég fattaði að ástæða þess var einföld: fólkið stóð í einfaldri röð og beið þess rólegt í hávaðarokinu að komast að geymslunni og setja töskurnar inn. Svo var önnur einföld röð til að komast upp í rútuna. Ekki beint íslenska leiðin. Þegar ég settist upp í rútuna fann ég mér fínt gluggasæti og horfði út um gluggann, eins og ég hafði gert í annarri rútu á leiðinni á flugvöll í Þýskalandi nokkrum klukkutímum fyrr. Munurinn var bara sá að þar var blankalogn, 25 stiga hiti og sól, en í Keflavík var rok og rigning. Ég ákvað að það tæki því ekki að reyna að sofna, en horfði þess í stað bara út um gluggann á landið mitt og hlustaði í leiðinni á túristana í sætunum í kringum mig. Á leiðinni í bæinn bar margt merkilegt fyrir augu túristanna. Þeim þótti merkilegt að sjá bragga og landslagið var auðvitað umtals- efni. Álverið í Straumsvík, sem mögulega stingur ekki eins í augu í sólskini og blíðu var hrikalegt í rigningunni. En túristunum brá langmest þegar þeir voru rétt að komast á leiðarenda. „Bíddu nú við, hér er annar flugvöllur, en skrýtið,“ sagði einn og annars staðar í rútunni heyrðist „hvers vegna í ósköpunum er eiginlega flugvöllur hér?“ Ég vildi að ég hefði getað svarað því, en ég skil bara ekkert í því sjálf. STUÐ MILLI STRÍÐA Hvers vegna er eiginlega flugvöllur hérna? ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR FERÐAÐIST MEÐ FLUGRÚTUNNI Í BÆINN ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Rúna! Halló Ragna, er allt í lagi hér? Ragga og ég höfðum það huggulegt áður en þú mættir hingað. Af hverju ertu búinn að hlamma feitum afturendanum á þér í stólinn? Af því að við erum trúlofuð? Það skiptir engu máli. Þú ættir bara að snáfa burt! Snáfaðu! Haraldur, ekki ... Ég hélt kannski að hann myndi ekki vilja slást við mann með gleraugu ... Flestir vilja nú helst slást við menn með gleraugu. Langflestir! Það er verið að sækja mig. Sjáumst. Haldið matn- um heitum. Ég verð seint á ferðinni. Ég þarf að hitta ráðgjafann minn. Það mikilvægasta er að þú haldir kúlinu. Sara er nálægt því að verða skotin í þér, en þá máttu ekki vera of venjulegur. Mínar heimildir herma að það sem henni finnist best við þig sé hárið, brosið og tónlistin þín. En við þurfum aðeins að ræða klæðaburðinn á þér ... Hvernig á að lækna svefn sýk i? Bú! Hver bað hann að segja sína skoðun? Því miður, litli, þú ert ekki nógu stór fyrir þetta tæki. Rólegur, Hannes, ég er með hug- mynd. Þegar ég var barn settum við pappír í skóna til að vera nógu stórir fyrir tækin. Ertu þetta öruggt Meinarðu tækið, eða hvað? Gestir verða að vera svona háir fyrir tækið Allra síðustu sætin! Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 6. og 13. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið! Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.