Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 6
6 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is SAMGÖNGUR Við viljum ekki að gerð sé krafa um að allir séu pakkaðir inn eins og spýtukarl- ar,“ segir Jakob Jakobsson, gjaldkeri Harley- Davidson-klúbbsins á Íslandi. Mikill kvíði og reiði ríkir að sögn Jakobs meðal bifhjólamanna vegna breytinga á umferðarlögum sem skylda þá til að klæðast viðurkenndum lágmarkshlífðarfatnaði við aksturinn eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Jakob er einnig ósáttur við að meðlimir klúbbsins hafi ekki fengið að koma að reglugerð, sem nú er í smíðum í samgöngu- ráðuneytinu og ákvarðar hvað teljist viður- kenndur búnaður, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið eftir því leitað. „Skrifum okkar til ráðuneytisins hefur ekki verið svarað og nefndir á okkar vegum hafa ekki fengið að ganga á fund ráðherra,“ segir Jakob. „Það er ómögulegt að setja íþyngjandi ólög á okkur öll án þess að ræða fyrst við þver- skurð af bifhjólanotendum.“ Jakob gagnrýnir að einungis Sniglarnir hafi verið með í ráðum við undirbúning frumvarps að lögunum og reglugerðinni vegna þeirra. „Bifhjólaklúbbar í landinu skipta tugum og fjöldi þátttakenda í mörgum þeirra slagar hátt upp í fjölda virkra félagsmanna Snigl- anna.“ Jakob segir mikilvægt að greina á milli mismunandi bifhjólanotenda. „Við erum alls ekki að segja að menn eigi að hjóla hlífðarlausir en viljum að okkar búnaður verði viðurkenndur. Við hjólum í ýmsum fötum, sumir í leðurfötum, með opna hjálma og létta hanska og við teljum það full- nægjandi fyrir okkar akstursstíl.“ „Við teljum að menn eigi að klæðast göllum sem standast öryggiskröfur,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá umferðar- deild lögreglunnar í Reykjavík. „Það gæti hins vegar reynst erfitt að fylgja lögunum eftir þar sem til eru gallar af mörgum tegundum og ómögulegt að sjá á þeim hverjir uppfylla ákveðnar kröfur.“ Árni segir lögregluna að sjálfsögðu leggja áherslu á að menn séu vel búnir. „Bifhjóla- menn eru mjög illa varðir og í raun er búnað- urinn það eina sem getur bjargað þeim ef að til slyss kæmi.“ helgat@frettabladid.is Vilja ekki klæðast eins og spýtukarlar á bifhjólum Meðlimir Harley-Davidson-klúbbsins á Íslandi hafa án árangurs leitað eftir að koma að reglugerð um hlífðarfatnað bifhjólafólks. Lögregluvarðstjóri segir erfitt að fylgja nýju lögunum eftir. ÁRNI FRIÐLEIFSSON Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík segir lögreglumenn aka um á bifhjóli klædda leðurfatnaði með öryggisbrynju innan undir. LÍFSSTÍLL Meðlimir Harley-Davidson-klúbbsins á Íslandi eru á annað hundrað talsins og líta á iðkunina sem lífsstíl. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMDEILDAR BREYTINGAR Á LÖGUM ■ Bifhjólamönnum er samkvæmt frumvarpinu gert skylt að nota viðurkenndan lágmarkshlífðar- fatnað. ■ Með hlífðarfatnaði er átt við jakka, buxur, hanska og skó en í staðinn fyrir buxur og jakka getur komið heill samfestingur úr leðri eða öðru slitsterku efni sem er framleiddur fyrir notkun á bifhjólum. ■ Gert er ráð fyrir að ráðherra setji reglur um hvaða kröfur eru gerðar til hlífðarfatnaðar. Verið er að vinna að reglugerð þess efnis í samgöngu- ráðuneytinu. Telur þú skynsamlegt hjá sveit- ar félögum á höfuðborgarsvæð- inu að semja við einkafyrirtæki um hverfisgæslu? Já 47% Nei 53% SPURNING DAGSINS Í DAG Styður þú aðgerðir Ásmundar Jóhannssonar sem veitt hefur án veiðileyfa? Segðu skoðun þína á vísir.is Fjallað var um hátt verð á 80 gígabæta iPod-spilurum í fríhöfninni í Fréttablaðinu í gær vegna bréfs sem barst frá Baldri J. Baldurssyni. Tækin í verslun Elko í fríhöfninni kosta 31.999. Hinsvegar má fá sama spilara í Dixons-versluninni í fríhöfnum á Englandi fyrir 21.133 krónur. Forsvarsmenn Elko sögðu ástæðuna vera hátt innkaupsverð. Baldur sendi Neytendavaktinni annað bréf: Ef fullyrðing Elkó um hátt innkaups- verð hjá Apple á Íslandi er rétt, standast ekki fullyrðingar Apple- umboðsins á Íslandi þess efnis að hátt verð á iPod-spil- urum í verslunum hérlendis sé ein- ungis vegna hárra tolla og gjalda hins opin- bera. Engin slík gjöld eru lögð á fríhafn- arverslun og því spyr Baldur: Hver er raunverulega valdur að háu verði á iPod-spilurum á Íslandi? Apple- umboðið eða Elkó? Sigríður Olgeirs- dóttir, framkvæmdastjóri Apple á Íslandi, segir einmitt tolla hefta Apple í verðlagningu í sínum versl- unum. „Það er ekki mikil álagning hjá okkur og við erum að reyna að vinna í því að fá flokkun iPod-spil- ara breytt en þeir eru skilgreindir sem upptökutæki en ekki afspilunartæki.“ Sig- ríður segir fyrirtækið vera með ýmis mál hjá lögfræðingum hvað þetta varðar. „Þegar okkur verð- ur kleift að flytja inn iPhone þá verður síminn ódýrari en iPod með snertiskjá þrátt fyrir að síminn sé í raun mun veigameira tæki.“ Sigríður bætir því við að Apple í Bandaríkjunum selji umboðsaðilum tækin á mismunandi verði vegna ólíkrar markaðsstærð- ar. Samkvæmt upplýsingum frá Apple eru iPod-spilarar í Dixons- versluninni á lægra verði en inn- kaupsverð umboðsins er. Verð á iPod-spilurum: Smæðin hækkar verðið Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is HELGA ÞÓREY JÓNS- DÓTTIR Staðgengill dr. Gunna sem er í fríi. IPHONE OG IPOD TOUCH iPhone-síminn, til vinstri, verður ódýrari en iPod með snerti- skjá þegar hann kemur á íslenskan markað vegna tollaflokkunar. DÓMSMÁL Ákæra hefur verið þing- fest á hendur hálfþrítugum karl- manni, Ragnari Davíð Bjarn- a syni, fyrir vörslu fíkniefna. Ragnar hefur hins vegar ekki mætt fyrir dóm og tekið afstöðu til sakar efnisins þar sem ekki hefur tekist að hafa uppi á honum. Málið snýst um vörslu á um fimmtíu grömmum af amfetamíni og fimmtán grömmum af kókaíni, sem Ragnar hafði í fórum sínum við handtöku. Ragnar hefur tvívegis ratað í fjölmiðla á árinu. Í fyrra skiptið var sagt frá því að hann hefði verið stunginn sjö sinnum í versl- un í Kaupmannahöfn. Árásar mað- urinn var ekki hnepptur í gæslu- varðhald þar sem lögregla taldi Ragnar hafa ögrað honum með ítrekuðu kynþáttaníði. Fyrir skömmu var síðan sagt frá því í DV að Ragnar hefði ráð- ist í annarlegu ástandi vopnaður hnífi inn á heimili Sæmundar Pálssonar og veist að honum. Sæmundi hafi tekist að snúa hann niður og handjárna með aðstoð lögreglu. Að sögn Drafnar Kærnested, fulltrúa hjá lögreglunni á höf- uð borgarsvæðinu, hefur ekki tek- ist að hafa uppi á Ragnari til að láta hann mæta fyrir dóm. Hann sé þó talinn vera á Íslandi. - sh Maður sem stunginn var í Danmörku mætir ekki fyrir dóm í fíkniefnamáli: Ragnar Davíð finnst ekki BUBBABÚÐ Ragnar Davíð var stunginn sjö sinnum af starfsmanni Bobbys Kiosk í Kaupmannahöfn í maí. MYND / ÓLAFUR RAGNAR ÓLAFSSON SAMGÖNGUR Strætisvagn á leið upp á Akranes ók fram hjá Sigríði Magnúsdóttur og fjögurra ára syni hennar við Esjuna í gær. „Vagninn ók ekki einu sinni í innkeyrsluna að skýlinu,“ sagði Sigríður. „Þegar ég hringdi í Strætó fékk ég þau svör að vagnstjórinn hefði stoppað við skýlið og að farþegi gæti vottað frásögn hans.“ Sjálf sá hún aðeins einn farþega í vagninum en að sögn vagnstjóra voru þeir fimm. Sigríður, sem var á leið í fjölskylduboð á Akranesi, varð að láta sækja sig í skýlið þar sem næsti vagn átti ekki að koma fyrr en tveimur tímum síðar. - hþj Strætisvagn á leið á Akraness: Keyrði fram hjá konu og barni STRÆTÓ Vagnstjóri segist hafa stað- næmst en engan séð í skýlinu. AFGANISTAN, AP Hamid Karsaí Afganistansforseti hefur látið reka ríkissaksóknara Afganist- ans, Abdúl Jabal Sabet, eftir að Sabet tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram í forsetakosning- unum á næsta ári. Karsaí stefnir einnig á framboð. Skrifstofa forsetans segir að hlutleysi í stjórnmálum sé saksóknara mikilvægt og að tilkynning Sabets hafi í raun jafngilt uppsögn. Sabet varð ríkissaksóknari fyrir tveimur árum. Hann lofaði að berjast gegn spillingu, en lítið hefur gengið í þeim efnum. - gh Ríkissaksóknari Afganistans: Sagt upp fyrir forsetaframboð RÚSSLAND, AP Tugir þúsunda Rússa tóku þátt í göngu í gær í tilefni þess að níutíu ár eru liðin síðan rússneska keisarafjölskyldan var myrt af bolsévikum. Keisarinn Nikulás annar var skotinn í leynd í borginni Jekatirinburg í Úralfjöllum ásamt eiginkonu sinni, systur og fjórum börnum. Bolsévikar höfðu fáeinum mánuðum áður steypt keisaranum í byltingu sem markaði upphaf áratuga stjórnar kommúnista í Rússlandi. Pílagrímar og prestar voru áberandi í göngunni. Rússneska kirkjan gerði keisarafjölskylduna að dýrlingum árið 2000. - gh Þúsundir pílagríma ganga: Rússar minnast keisarans KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.