Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 62
38 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Myndlistardúóið Eagle vs Raven opnar yfirlitssýningu í Gallerí Ibiza Bunker í dag. Teymið samanstend- ur af Örnu Óttarsdóttur, þriðja árs myndlistarnema við LHÍ og Hrafn- hildi Helgadóttur, annars árs mynd- listarnema við Gerrit Rietveld Aka- demíuna í Hollandi. Þær hafa starfað saman síðan 2004. Með yfir- litssýningunni kveðja þær samstarf sitt. „Þetta byrjaði í FB, þegar við kynntumst þar. Við tölum rosalega mikið og borðum saman, höfum það skemmtilegt. Þetta er mjög skemmtilegt samstarf. En núna ætlum við að hætta því. En það er ekkert ákveðið. Við gætum snúið aftur eins og Jet Black Joe, jafnvel alveg tíu sinnum. Við erum ekkert búin að vinna saman í tvö ár, eftir að ég hætti í FB. Okkur langaði þess vegna að halda yfirlitssýningu með verk frá 2005-2006,“ sagði Arna. Talandi um að snúa aftur. Hljóm- sveitin We painted the Walls gera einmitt það á opnuninni, en hún var valin áhugaverðasta hljómsveit Músíktilrauna 2005 og hafa skotið upp kollinum við og við síðan. Sveit- ina skipa þau Logi Höskuldsson og Júlía Hermannsdóttir, en þar sem Júlía er í námi í Bandaríkjunum hefur sveitin lagt upp laupana. „Þau eru ótrúlega góðir vinir okkar. Ég hef samið einn texta við eitt lag og Hrafnhildur einn texta og okkur fannst það skemmtileg tenging. Við fengum þau til að spila þessa einu tónleika, en ég held að þau ætla ekkert að snúa meira aftur en það,“ sagði Arna. Haldið verður upp á samstarfs- lokin með garðpartý. „Það verður engin athöfn sérstaklega heldur viljum við bara hafa það gaman.“ Sýning Eagle vs Raven er einungis opin í dag milli fimm og átta í húsa- kynnum Ibiza Bunker á Þingholts- stræti 31. Þetta er fyrsta sýning nemanna af þessarri stærðargráðu. -kbs Örn gegn Hrafni kveðja Íslenskir plötusnúðar spila á tónlistarhátíð í Færeyjum um helgina. Færeyska tónlistarhátíðin G-festi- val verður haldin nú um helgina. Í ár mun hátíðin bera yfirskriftina G-mini og verður hún eitthvað minni í sniðum en fyrri hátíðir. Með þessu móti búast skipuleggj- endur hátíðarinnar við því að geta boðið gestum upp á enn stærri og betri hátíð að ári liðnu. Íslenska plötusnúðatvíkeykið Karíus & Baktus eru á meðal þeirra sem munu spila á hátíðinni um helgina, en tvíeykið skipa þeir Heimir Héð- insson og Raffaele Manna og eru þeir einu Íslendingarnir sem spila á hátíðinni í ár. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem þeir félagar spila saman á erlendri grundu. „Ég hef spilað bæði í Gvatemala og í Boston í Bandaríkjunum og Raffi bjó lengi á Ítalíu þannig að hann hefur mikið spilað á skemmti- stöðum þar,“ segir Heimir, annar helmingur tvíeykisins. Heimir og Raffaele hafa spilað saman frá árinu 2005 og hófu ferilinn á Kaffi Cultura. „Við byrjuðum þar en fórum svo fljótlega að spila á öðrum stöðum eins og Sirkús og Barnum. Þessa dagana spilum við helst á Qbar þar sem bæði Sirkús og Barinn eru horfnir.“ Að öllu jöfnu spila Heimir og Raffaele svokallaða drak electro-tónlist en segjast hafa fært sig yfir í ögn glaðværari tóna þegar sól tók að hækka. „Í sumar höfum við mikið verið að spila tónlist sem kallast latino minimal sem er ekki jafn hörð,“ segir Heimir. Þeir félagar hafa einnig verið iðnir við að skipuleggja þemakvöld á skemmti- staðnum Qbar. „Markmiðið með þeim kvöldum er bara það að halda góð partý. Við leggjum mikinn metnað í þetta og höfum til dæmis oft þurft að gjörbreyta staðnum til þess eins að ná fram réttri stemn- ingu. Við höfum meðal annars haldið strandpartý og galakvöld á Qbar og þann 26.07. verðum við með Studio 54-partý.“ Aðspurður segir Heimir mikinn tíma fara í tónlistina, „Það fer mikill tími í að grúska og fylgjast með því sem er að gerast innan danstónlistar. oft eru þetta nokkrir klukkutímar á dag sem fara í það eitt að finna ný lög fyrir komandi helgi,“ segir Heimir, en til gamans má geta að hann er yngri bróðir Baldurs Héð- inssonar sem fyrr í vetur var val- inn besti plötusnúðurinn í Boston annað árið í röð. Í haust er svo stefnan tekin á London þar sem þeir félagar hyggjast skemmta Londonbúum, „Þetta er allt í bígerð en ætti að skýrast á næstu vikum. Við höfum líka verið að semja sjálfir í nokkur ár en verið latir við að reyna að gefa það út þannig við stefnum á að fara að vinna í því líka í haust,“ segir Heimir að lokum. sara@frettabladid.is Fá Færeyinga til að dansa SKEMMTA FÆREYINGUM UM HELGINA Heimir og Raffaelle skipa saman plötusnúða- tvíeykið Karíus & Baktus. Götuleikhús Kópavogs stendur fyrir sýningu í hvíta húsinu fyrir utan Kársnesskóla í kvöld klukkan átta. Frítt er inn og ber hún nafnið Góða nótt. Hópurinn samanstendur af fjórtán 9. og 10. bekkingum. Þau unnu sýninguna í spuna og með gjörningum, svokallað „devised“ og með húsnæðið sem grunn, eða „site-specific“. Hér er því ekki um hefðbundna línulega sýningu að ræða. Leikstjórar eru Árni Kristj- ánsson, sem lauk BA-námi við Fræði og framkvæmd Listaháskól- ans í vor og Benedikt Karl Gröndal, sem leggur stund á leiklistarnám í Danmörku. „Það er búið að ganga vonum framar. Við erum búin að vera með alls konar starfsemi í sumar, höfum farið út á götur og með barnaleikrit í leikskólana. Þetta verkefni hefur tekið þriggja vikna krefjandi vinnu,“ segir Árni. „Krakkarnir komu með drauma og við reyndum að útfæra þá á bæði leikrænan og myndrænan hátt, í þeirra aðstöðu sem okkur var gefin. Það er búið að vera mjög áhugavert að vinna með drauma, því við erum að nota þeirra sögur, þeirra minningar, en gefa samt hugmyndafluginu lausan tauminn. Í ferlinu höfum við kom- ist að því að þetta er mjög skapandi og frjó leið til að virkja það hug- myndaflug sem birtist okkur á hverjum einasta degi. Þá verður listsköpunin eðlileg, eitthvað sem fólk finnur innan í sjálfu sér. Í draumum þessara krakka er aldrei slök stund.“ -kbs Byggja á draumum sínum SLÍTA SAMSTARFI Arna og Hrafnhildur fljúga hvor sína leið. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ALDREI SLÖK STUND Götuleikhús Kópa- vogs lætur sig dreyma. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SparBíó 550kr í dag föstudag NARNIA 2 kl. 5 í Álf., kl. 5:40 á Ak. kl. 5:15 í Kringlunni MEET DAVE kl. 4 í Kringlunni og kl. 6 í Keflavík KUNG FU PANDA kl. 3:40 í Álfabakka með íslensku og kl. 4 með ensku tali kl. 4 í Kringlunni með íslensku tali kl. 6 á Selfossi, Akureyri og í Keflavík með íslensku tali MAMMA MIA kl. 3:40 í Álfabakka kl. 5:40 á Selfossi DECEPTION kl. 3:30 í Álfabakka FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 L KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6 - 8 L THE BANK JOB kl. 10:20 16 HANCOCK kl. 10:20 12 NARNIA 2 kl. 5:40 7 DECEPTION kl. 8 - 10 12 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6 - 8 L WANTED kl. 10 12 HELLBOY 2 kl. 8 - 10:20 12 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6 L MAMMA MÍA kl. 8 L MEET DAVE kl. 6 L BIG STAN kl. 10:20 12 MAMMA MÍA kl. 3:40 - 5:40D - 8D - 10:20D L MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP DECEPTION kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 14 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 3:40D - 6 L KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 L HANCOCK kl. 8 - 10:20 12 WANTED kl. 8 - 10:20 16 NARNIA 2 kl. 5 7 DECEPTION kl. 8:10 - 10:30 14 MEET DAVE kl. 4 - 6 L KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 4D -6D L WANTED kl. 8D - 10:20D 16 NARNIA 2 kl. 5:15 7 INDIANA JONES 4 kl. 8 12 THE BANK JOB kl. 10:20 16 DIGITAL DIGITAL Þau komu langt utan úr geimnum í fullkomnu dulargervi! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI! * * * * Ó.H.T, RÁS 2 * * * T.V, Kvikmyndir.is * * * L.I.B, Topp5.is/FBL STÓRLEIKARARNIR HUGH JACKMAN OG EWAN MCGREGOR FARA HAMFÖRUM Í BESTA BESTA ÞRILLER SUMARSINS Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 L L 7 12 L HELLBOY 2 kl. 6 - 8 - 10.10* MAMMA MIA kl. 6 - 8 - 10.10 * KRAFTSÝNING 12 L HELLBOY 2 kl. 5.30D - 8D - 10.30D MAMMA MIA kl. 5.30D - 8D - 10.30D MAMMA MIA LÚXUS kl. 5.30D - 8D - 10.30D MEET DAVE kl. 3.45 - 8 - 10.10 HANCOCK kl. 5.50 - 8 - 10.10 KUNG FU PANDA ÍSL. TAL kl. 3.45 - 5.50 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 L 12 L 14 HELLBOY 2 kl. 6 - 8.30 - 10.50 MAMMA MIA kl. 6 - 8.30 - 10.50 HANCOCK kl. 10 KUNG FU PANDA ENSKT TAL kl. 6 - 8 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 5% 5% SÍMI 551 9000 12 7 12 12 HANCOCK kl. 6 - 8 - 10 MEET DAVE kl. 6.10 - 8.30 - 10.40 BIG STAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE INCREDIBLE HULK kl. 5.30 - 8 - 10.20 SÍMI 530 1919 FÍNASTA SUMARSKEMMTUN - V.J.V., TOPP5.IS/FBL Þau komu langt utan úr geimnum í fullkomnu dulargervi! - bara lúxus Sími: 553 2075 HELLBOY 2 kl. 5.40, 8 og 10.15 12 MAMMA MIA kl. 3.30, 5.50, 8 og 10.15 L HANCOCK kl. 8 og 10 12 KUNG FU PANDA -DIGITAL kl. 4-D - Íslenskt tal L NARNIA: PRINCE CASPIAN kl. 5 7  - T.V, Kvikmyndir.is  - Ó.H.T, Rás 2  - L.I.B, Topp5.is/FBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.