Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 28
[ ]Kökur og annað góðgæti er tilvalið að eiga inni í eldhús skáp ef gesti ber óvænt að garði. Hægt að galdra fram veislu á augabragði. Just Food to go er nýr staður á Laugarásvegi þar sem hægt er að fá tilbúinn, hollan mat seldan eftir vigt. Matsölustaðurinn Just Food to go á Laugarásvegi 1 var opnaður í síðustu viku. Hann byggist á nýrri hugmynd hér á landi þar sem til- búinn maturinn er seldur eftir vigt. „Við erum búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í tvö ár en þetta er það eina í veitinga- flórunni sem okkur fannst alveg vanta,“ segir Stefán Stefánsson sem á staðinn ásamt eiginkonu sinni, Lindu Arthur. Þau hjónin hafa starfað saman í veitingahúsa- bransanum í rúmlega 30 ár og voru síðasta áratuginn með veit- ingastaðinn Rauðará. „Við bjóðum upp á heimilismat af öllum stærðum og gerðum en einnig veitingahúsamat. Við erum til dæmis með nautasteikur, fyllt- ar kjúklingabringur, lambalæri, grillaðan lax, sjávarrétti og pipar- steik með sérrísósu. Síðan bjóðum við upp á grænmetisrétti ýmiss konar, meðlæti og smurbrauð. Við erum ekki með neinn skyndibita, ekkert djúpsteikt og engar fransk- ar kartöflur,“ segir Stefán sem leggur áherslu á hollan mat. „Við notum engin óæskileg efni og gerum kröfur um alvörumat. Við viljum til dæmis fá kjúklinginn án þess að búið sé að gera nokkuð við hann og borgum vissulega meira fyrir vikið,“ segir Stefán sem kveðst þó hafa gert hagstæða samninga við birgjana og lætur viðskiptavini njóta þess. Ekkert hefur verið til sparað við gerð matsölustaðarins og eru allar innréttingar sérpantaðar frá Ítalíu. Just Food to go er opinn sjö daga vikunnar, frá klukkan níu á morgnana til átta á kvöldin til að byrja með. „Svona stað vantaði alveg í hraða nútímans, stað þar sem fólk getur fengið alvörumat til að taka með sér sem er ekki með neinu brasi eða óæskilegum efnum,“ segir Stefán mariathora@frettabladid.is Gott í hraða nútímans Stefán leggur áherslu á að vera með hollan mat. Stefán Stefánsson stofnaði Just Food to go ásamt eiginkonu sinni. Þau eru fyrst á Íslandi til að bjóða viðskiptavinum tilbúinn mat eftir vigt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Við bjóðum bæði upp á íslenskan mömmumat svo sem plokkfisk en einnig veit- ingahúsamat,“ segir Stefán. VÍNSKÁPAR           Tilboð 39.990 kr 50 % AFSLÁTTUR Ne tv er slu n ish us id .is Sölustaðir: Járn og gler · Garðheimar · Húsasmiðjan Egg · Búsáhöld Kringlunni · Útilegumaðurinn · Motor Max Everest · Seglagerðin Ægir · www.weber.is X E IN N J G W E B Q 2 x2 5 W eb er Q Weber Q gasgrill, frábært í ferðalagið Sumarið er komið! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.