Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 8
8 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL Áhugi er fyrir því
innan utanríkisráðuneytisins og
Land læknisembættisins að
sótt varna læknir fái aðstöðu í
NATO-mannvirkjum á gamla
varnar svæðinu á Miðnesheiði,
sem unnt væri að nýta sem sóttkví
og geymslur undir lyf og aðrar
neyðarbirgðir ef upp kæmu skæð-
ar og óvæntar farsóttir.
„Við höfum áhuga á að nýta
þetta,“ segir Guðrún Sig-
munds dóttir, yfirlæknir á sótt-
varnasviði hjá Landlækni. „Þetta
er vel staðsett, alveg við flugvöll-
inn þar sem fólk kemur til lands-
ins og við þyrftum auðvitað að
geta sorterað úr. Ef það koma flug-
vélar frá löndum þar sem farsótt-
in geisar þá þarf aðstöðu til að átta
sig á því hverjir geta verið smit-
andi, hverjir eru hugsanlega veik-
ir og þess háttar.“
Fulltrúar utanríkisráðuneyt-
is ins, Landlæknis, almannavarna -
deildar Ríkislögreglustjóra og
heil brigðisráðuneytisins hafa
farið í vettvangsferð á svæðið til
að skoða aðstæður. Guðrún segir
mat manna hafa verið að NATO-
mann virkin gætu verið „ágætis-
lausn“.
Slík sóttkví yrði notuð til að
seinka því að farsóttir bærust til
landsins og hefta útbreiðslu sótta
ef þær bærust hingað. Guðrún
tekur bráðalungnabólgu (HABL)
sem dæmi um slíka farsótt, en hún
geisaði um heiminn fyrir fimm
árum. Guðrún tekur þó fram að
aldrei yrði hægt að stöðva fólk og
kanna ástand þess að ástæðu-
lausu.
Guðrún segir að umrædd
mann virki hafi verið nýtt þegar
viðbrögð við heimsfaraldri inflú-
ensu voru æfð í desember síðast-
liðnum. Þau hafi gefist vel.
Pétur Ásgeirsson, skrifstofu -
stjóri rekstar- og þjónustu-
skrif stofu utanríkisráðuneytisins,
fór í umrædda skoðunarferð. Hann
tekur einnig vel í hugmyndina.
„Þarna er um að ræða málefni sem
varðar almannahagsmuni og
öryggis hagsmuni sem við teljum
að fari mjög vel með þeirri starf-
semi sem er þarna á svæðinu,“
segir hann.
Pétur vill ekki tjá sig um málið
að öðru leyti og áréttar að málið sé
enn í undirbúningsferli. Ekkert
hafi enn verið ákveðið. Hann vill
ekki gefa upp um hvaða NATO-
mannvirki ræðir, en einkum séu
það þó alls kyns geymslurými.
Atlantshafsbandalagið hefur
óskoraðan afnotarétt af eignum
sem eru á eignaskrá (e. asset
inventory) bandalagsins. Því þurfa
íslensk yfirvöld að láta afskrá
mannvirki af eignaskránni til að
ráðstafa þeim að vild, eða þá að
vinna málið í samráði við NATO.
stigur@frettabladid.is
Áhugi fyrir sóttkví í
NATO-mannvirkjum
Viðræður hafa átt sér stað um möguleikann á því að koma upp aðstöðu fyrir
sóttvarnalækni í NATO-mannvirkjum á gamla varnarsvæðinu. Þar yrði sóttkví
og lyfjageymslur. Áhugi til staðar jafnt hjá utanríkisráðuneytinu sem Landlækni.
MIÐNESHEIÐI Ekki er ljóst um hvaða mannvirki ræðir, en einkum munu það vera
geymslurými. NATO hefur afnotarétt af eignunum eins og sakir standa.
FRÉTTABLAÐIÐ / TEITUR
1. Hvað er mikil verðbólga á
Evrusvæðinu?
2. Hvað heitir kvótalausi sjó-
maðurinn sem fiskar samt?
3. Hvað var Björn Bjarnason
að banna á Þingvöllum?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46
BORGARMÁL „Fólki líst mjög vel á
þetta innan samtakanna,“ segir
Snorri Freyr Hilmarsson, for-
maður Torfusamtakanna. Nýja
tillagan að Laugavegi 4 og 6 var
samþykkt á borgarráðsfundi 9.
júlí síðastliðinn.
Við gerð tillögunnar var götu-
mynd neðri hluta Laugavegar frá
fyrri hluta 20. aldar höfð að leið-
ar ljósi. Gert er ráð fyrir góðu
verslunar- og þjónustuhúsnæði í
húsunum og milli húsanna verð-
ur tengibygging sem tengir húsin
saman.
„Þessi tillaga gengur mun
lengra en við hefðum þorað að
vona í þá átt að varðveita húsin,“
segir Snorri og hann segist fagna
því að töluvert meira verslunar-
rými verði þarna. Hann segir
Torfusamtökin hafa lagt fram
sína eigin hugmynd á sínum
tíma.
„Við lögðum fram ákveðnar
hugmyndir um að halda í þessi
hús og gera verslunarrými á
sama tíma. Hugmyndin var eins
konar málamiðlun og nýja skipu-
lagið gengur lengra en við þorð-
um að setja fram. Við erum því
mjög ánægð með það,“ segir
Snorri.
Þegar rífa átti gömlu húsin við
Laugaveg 4 og 6 sköpuðust mikl-
ar umræður um friðun húsanna.
Torfusamtökin voru þar í farar-
broddi þeirrar fylkingar. -vsp
Tillaga skipulagsráðs um uppbyggingu á umdeildum lóðum við Laugaveg 4 og 6:
Torfusamtökin fagna nýjum tillögum
NÝJA SKIPULAGIÐ Hér sést nýja skipu-
lagið á Laugavegi 4 og 6. Varðveisla
gömlu ásýndar húsanna er höfð að
leiðarljósi.
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
safnaði 52 milljónum Bandaríkja-
dala í kosningasjóði sína í júní og
hefur aðeins einu sinni náð að afla
meira fés í einum mánuði. Þetta er
meira en helmingi hærri upphæð
en John McCain fékk í sína sjóði, en
samt var þetta metmánuður í söfn-
uninni hjá McCain.
Fjáröflun forsetaframbjóðenda í
Bandaríkjunum er lykilatriði í
kosningabaráttu þeirra og virðist
skipta meira máli nú en nokkru
sinni fyrr.
Obama hefur hafnað opinberum
fjárstuðningi til framboðs síns, en
honum hefðu, rétt eins og McCain,
staðið til boða 84 milljónir dala úr
opinberum sjóðum eftir að Demó-
krataflokkurinn hefur formlega
útnefnt hann forsetaefni sitt.
Obama er fyrstur forseta-
frambjóðenda í Bandaríkjunum til
að hafna þessum styrk, sem fyrst
var byrjað að veita eftir að Water-
gate-hneykslið hafði hrakið Richard
Nixon úr forsetastólnum árið 1974.
Báðir hafa þeir Obama og McCain
á síðustu viku lagt áherslu á að afla
sér fylgis meðal Bandaríkjamanna
af rómönskum uppruna. Obama
hefur einnig lagt sérstaka áherslu á
að sanna sig í utanríkismálum.
Obama er á leiðinni til Evrópu og
Mið-Austurlanda í næstu viku og
hefur í aðdraganda þeirrar ferðar
óspart beint spjótum sínum að bæði
George W. Bush forseta og McCain
vegna stefnu þeirra gagnvart Íraks-
stríðinu. -gb
Obama og McCain halda kosningabaráttu sinni áfram í Bandaríkjunum:
Sjóðir gildna meira hjá Obama
Á KJÓSENDAVEIÐUM Sjálfboðaliðar á
vegum Obama aðstoða konu fyrir utan
kjörbúð í Durham í Norður-Karólínu
við að fylla út skráningareyðublöð fyrir
kosningarnar í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÁSTRALÍA, AP Áströlsk stjórnvöld
ætla að gera fyrirtækjum að
kaupa mengunarheimildir losi
þau gróðurhúsalofttegundir yfir
ákveðnu marki.
Mengunargjaldið er liður í
áætlun stjórnvalda til að draga úr
útblæstri gróðurhúsalofttegunda
um fjörutíu prósent fyrir árið
2050 miðað við árið 2000.
Stjórnvöld segja mengunar-
gjaldið skilvirkustu og hagfræði-
lega skynsamlegustu leiðina til að
draga úr menguninni.
Landbúnaður verður í fyrstu
undanþeginn gjöldunum og
eldsneytisskattar verða lækkaðir
til að hindra frekari hækkanir á
eldsneytisverði. - gh
Mengunarskattur í Ástralíu:
Mengendur
skattlagðir
PENNY WONG Loftslagsmálaráðherra
Ástralíu segir áætlunina skref í áttina að
„lítið mengandi hagkerfi framtíðarinnar“.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VINNUMARKAÐUR „Við höfum verið
að tala við stóra verkkaupa um
að þeir verðbæti samninga,“
segir Jón Steindór Valdimars-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins.
Hann segir að í mörgum
tilfellum sé framkvæmdatími
mjög langur og forsendur
verksamninga breytist. Gengi
krónunnar, olíuverðshækkanir
og fleira hafi gert mörgum
verktökum erfitt fyrir með að
standa við gerða samninga.
„Vegagerðin hefur svarað því
ákalli með jákvæðum hætti og
Reykjavíkurborg er að skoða
þetta. Við vonumst til að þetta
gangi eftir því okkur finnst það
ósanngjarnt að verktakinn sé
einn látinn bera ábyrgð á
þessum þáttum.“ -ovd
Verðbætur á eldri samninga:
Verktakar ekki
einir um ábyrgð
BYGGING TÓNLISTARHÚSS Samtök
iðnaðarins beita sér fyrir því að stærri
verkkaupar verðbæti samninga við
verktaka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BANDARÍKIN, AP Mexíkómaðurinn
Manuel Castillo, vörubílstjóri til
tuttugu ára, hefur verið sektaður
um jafnvirði tæplega fjörutíu
þúsunda króna fyrir að tala ekki
nægilega góða ensku.
Samkvæmt lögum í Bandaríkj-
unum, þar sem Castillo býr, verða
bílstjórar að tala ensku nægilega
vel til að geta átt samskipti við
lögregluþjóna.
Umferðaryfirvöld í Bandaríkj-
unum hafa nú lagt til að verklegt
bílpróf þurfi að taka á ensku. Það
myndi einkum hafa þýðingu fyrir
marga atvinnubílstjóra frá
rómönsku Ameríku, sem margir
hverjir hafa reitt sig á aðstoð
túlka við töku bílprófs. - gh
Bílstjórar þurfa að tala ensku:
Sektaður vegna
lélegrar ensku
VÖRUBÍLL Stór hluti atvinnubílstjóra
í Bandaríkjunum er frá rómönsku
Ameríku.
SPÁNN, AP Nú stendur yfir
trúarráðstefna á Spáni sem
konungur Sádi-Arabíu, Abdúlla,
stendur fyrir. Ráðstefnunni er
ætlað að koma saman leiðtogum
múslima, kristinna og gyðinga til
að bæta samskipti trúar-
bragðanna.
Aðeins á að ræða trúarleg
málefni á ráðstefnunni en ekki
stjórnmál, eins og stríðið í Írak
eða deilu Ísraela og Palestínu-
manna.
Gagnrýnt hefur verið að Sádi-
Arabar standi fyrir ráðstefnu um
umburðarlyndi í trúmálum, enda
trúarreglur mjög strangar í Sádi-
Arabíu. - gh
Trúarráðstefna á Spáni:
Sádar sameina
trúarbrögðin
Deilt um forseta
Þrír stærstu flokkar Nepals hafa
ekki getað komið sér saman um
forsetaefni og munu kjósa forseta á
laugardaginn. Konungsveldi var lagt
niður fyrr á árinu í Nepal og vinnur nú
nepalska þingið að því að endurskrifa
stjórnarskrána og koma á starfhæfri
stjórn.
NEPAL
VEISTU SVARIÐ?