Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 65
FÖSTUDAGUR 18. júlí 2008 41
FÓTBOLTI Heiðar Helguson er kom-
inn á fulla ferð eftir að hafa jafnað
sig af meiðslum og kveðst ekkert
vera á förum frá Bolton eins og
staðan er í dag þrátt fyrir þrátlát-
an orðróm í breskum fjölmiðlum
um annað.
Sögusagnir þess efnis að Heiðar
væri á förum frá Bolton fengu byr
undir báða vængi eftir að enska
félagið gekk frá kaupum á sænska
framherjanum Johan Elmander á
ellefu milljónir punda og Dalvík-
ingurinn knái hefur verið orðaður
við fjöldan allan af liðum síðustu
daga. Coventry, Nottingham For-
est, Sheffield United, Cardiff og
nú síðast Charlton eru öll talin
vera að fylgjast með stöðu mála
hjá Heiðari sem er sjálfur poll-
rólegur og lætur sér fátt um finn-
ast.
„Nú, hvert er eiginlega ég á leið-
inni í dag? Ég veit ekki til hversu
margra félaga ég á að hafa verið
farinn á síðustu vikum samkvæmt
breskum fjölmiðlum. En verður
maður ekki bara taka því sem
hrósi, að maður sé að gera eitt-
hvað rétt. Það er annað hvort það
eða þá að umboðsmaðurinn minn
hafi verið svona duglegur að
hringja í dagblöðin,“ sagði Heiðar
í gamansömum tón og hélt áfram:
„Ég hef reyndar ekkert verið í
sambandi við umboðsmann minn
upp á síðkastið og veit ekkert hvað
Bolton ætla sér að gera, hvort ein-
hver annar framherji eigi eftir að
bætast í hópinn eða hvað. Það
kemur bara í ljós, en mér skilst að
einhver nýr leikmaður sé í læknis-
skoðun hjá Bolton núna en ég veit
ekki hver það er. Það kemur fljót-
lega í ljós,“ sagði Heiðar sem ein-
beitir sér bara að því að komast í
toppform að nýju eftir að hafa náð
sér af meiðslum sem upphaflega
var talið að myndu halda honum
utan vallar í fjóra mánuði.
„Ég er staddur í Austurríki í
æfingaferð með Bolton og er orð-
inn fínn af meiðslunum tveimur
mánuðum fyrr en áætlað var
þannig að ég einbeiti mér bara að
því að æfa vel og koma mér í topp-
form. Ég er samningsbundinn
Bolton til ársins 2010 og er ekkert
á förum frá félaginu og mun bara
halda mínu striki og sjá hvernig
þetta spilast allt saman,“ sagði
Heiðar vongóður. - óþ
Framherjinn Heiðar Helguson hjá Bolton er stöðugt orðaður við önnur félög:
Hvert er ég á leiðinni í dag?
HARÐJAXL Heiðar er orðinn góður af
meiðslunum sem upphaflega áttu að
halda honum utan vallar þangað til um
miðjan september. Á myndinni er hann
í leik með Bolton gegn sínum gömlu
félögum í Fulham. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Íslendingafélagið West
Ham United í eigu Björgólfs
Guðmundssonar seldi í vikunni þá
Bobby Zamora og John Pantsil á
6,3 milljónir punda til nágranna
sinna í Fulham. Zamora lét í
kjölfarið að því liggja, í viðtali við
götublaðið The Sun, að fjárhags-
staða West Ham væri bág og það
væri ástæðan fyrir sölunni og að
hann ætti von á því að talsvert
fleiri leikmenn myndu verða
seldir frá félaginu.
BBC Sports hafði það hins
vegar eftir ónafngreindum
heimildarmanni sínum innan raða
West Ham að félagið væri ekki í
neinum fjárhagskröggum heldur
væri leikmannahópur félagsins
einfaldlega alltof stór, sem og
reyndar launareikningur þess.
„Við munum kaupa leikmenn í
sumar og þurfum ekki að selja
leikmenn gagngert til að eiga
pening fyrir nýjum í staðinn.
Þetta snýst frekar um hagræð-
ingu þar sem við erum með alltof
stóran leikmannahóp eins og er
og launakostnaðurinn samkvæmt
því of hár,“ sagði heimildarmað-
urinn við BBC Sports.
West Ham hefur til þessa
aðeins fengið tvo
unga leikmenn til
félagsins, þá
Hólmar Örn
Eyjólfsson og
Balint Bajner. - óþ
Heimildarmaður BBC Sports:
West Ham ekki
í fjárhagsvanda
FAST SKOT Zamora
lét hafa eftir sér að
hann hefði verið
seldur vegna slæmrar
fjárhagsstöðu West
Ham.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri Manchester
United, staðfesti í viðtali við Sky
Sports-fréttastofuna í gær að
Englandsmeistararnir væru búnir
að leggja á borðið kauptilboð í
leikmann sem hann væri vongóð-
ur um að fá til félagsins.
„Við erum með boð í gangi í
einn leikmann sem við erum
vongóðir um að fá og ef það
gengur eftir þá myndi hann
styrkja liðið gríðarlega,“ sagði
Ferguson en breskir fjölmiðlar
telja líklegast að Dimitar Berbat-
ov, framherji Tottenham, sé
leikmaðurinn sem um ræðir. - óþ
Man. Utd að landa leikmanni:
Berbatov á leið
til Man. Utd?
VONGÓÐUR Ferguson vonast til þess
að United sé að fara að klófesta nýjan
leikmann á næstunni. NORDIC PHOTOS/GETTY