Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 18. júlí 2008 35
útsala
Enn
meiri
íþróttaskór sundföt sportfatnaður barnafatnaður útivistarfatnaður
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
43
00
5
07
/0
8
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Hljómsveitin Bang Gang verður
mikið á ferð og flugi næstu daga. Í
gær var hún stödd í Frakklandi til
að spila á rokktónlistarhátíðinni
Plage de Rock sem haldin er rétt
fyrir utan St. Tropez. Bang Gang
heldur svo til Parísar í dag þar
sem hljómsveitin verður með
útgáfutónleika og að þeim loknum
er ferðinni heitið alla leið austur á
land þar sem hljómsveitin spilar á
LungA á Seyðisfirði.
Tónleikarnir á Seyðisfirði verða
jafnframt þeir fyrstu sem hljóm-
sveitin heldur hér á landi í rúm
tvö ár. „Bang Gang kom fram með
Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir
stuttu en þetta er í fyrsta sinn í
langan tíma sem hljómsveitin
kemur fram ein og óstudd. Það er
gaman að þessir fyrstu tónleikar
verði á Seyðisfirði þar sem ég er
hálfur Seyðfirðingur og löngu
orðið tímabært að ég haldi tón-
leika fyrir austan,“ segir Barði
Jóhannsson tónlistarmaður. Barði
mun ekki sitja auðum höndum í
sumar því eftir tónleikana á Seyð-
is firði mun hann taka að sér að
semja tónlistina fyrir nýjustu
kvikmynd Óskars Jónassonar,
Reykjavík/Rotterdam og því næst
heldur hann út á ný í tónleika-
ferðalag um Evrópu.
„Ég er með bókara úti sem sér
um að bóka mig á tónleika. Ég mun
spila á milli tuttugu til þrjátíu tón-
leikum í september og október,
þannig að þetta er nokkuð strangt
prógram sem er framundan,“
segir Barði áður en hann rýkur í
hljóðprufu. - sm
Nóg að gera hjá Bang Gang
BARÐI Á FLEYGIFERÐ Í SUMAR
Bang Gang spilar á laugardaginn á
LungA.
Egill Sæbjörnsson og hljómsveit-
in Flís spila á tíu ára afmæli
„Warm Up“, sem nýlistasafnið P.
S.1 MoMA í New York stendur
fyrir um helgina. „Warm Up“ var
valið besti klúbbur New York í
tímaritinu Time out 2005 og er
viðburður sem beðið er eftir.
Þúsundir gesta mæta ár hvert.
Tónleikar eru haldnir alla
laugardaga frá 5. júlí til 6.
september í sex klukkustundir í
senn. Meðal annarra hljómsveita
sem fram koma má nefna Au
Revoir Simone og James Murphy
og Pat Mahoney úr LCD Sounds-
ystem. Egill og Flís koma fram
næsta laugardag, ásamt Au
Revoir Simone. Egill Sæbjörns-
son hefur starfað um árabil sem
myndlistarmaður en margir
muna þó eftir hljómplötu hans
Tonk of the Lawn frá árinu 2000
og sumarsmellum eins og I love
you so. Flís eru þekktastir fyrir
tónlist við Leg, eftir Hugleik
Dagsson, sem sýnt var í Þjóðleik-
húsinu síðustu tvö leikár. -kbs
Egill og Flís
í New York
Amy Winehouse, Razorlight og
Bloc Party leika í nýrri sjón-
varpsseríu á netinu. Þá má sjá
Duffy, Girls Aloud og The Feeling
í aukahlutverkum. Sápan heitir
‘The Secret World Of Sam King’
og verður aðeins aðgengileg þeim
sem nota Bebo-vefsvæðið. Á hún
að eiga sér stað innan Universal
Records, sem standa að fram-
leiðslu þáttarins ásamt Bebo og
framleiðslufyrirtækinu Monkey
Kingdom. Sápan á að snúast um
ungling sem vinnur hjá Universal
en setur upp eigin skrifstofu inni
í skrifstofuskáp. Ekki hefur verið
gefið upp hvaða hlutverk falla til
stjarnanna.
Tónlistarfólk
í stjörnusápu
LEIKARAR Bloc Party leika í nýrri sápu.
Stórpródúsentinn Timbaland segir
þá Jay-Z stefna á samstarf við
næstu plötu rapparans. Hafa þeir
kappar áður starfað saman, til
dæmis við „Big Pimpin“ sem sló í
gegn á heimsvísu árið 2000. Timba-
land tjáði áhuga
sinn á samstarfi
við MTV, þótt
ekkert hafi
verið staðfest í þeim efnum. Það
stendur þó ekki í vegi fyrir því að
Timbaland tali um málið eins og
um staðreynd væri að ræða.
„Hann vill að ég sjái um þetta allt
saman núna. Ég er að gera handa
honum algjöran klassíker. Ég segi
það satt, þetta verður algjört
skrímsli. Við viljum ná heiminum.
Þetta verða tíu Big Pimpin.“ Jay-Z
er á tónleikaferðalagi og hefur
ekki tjáð sig um málið.
Timbaland og Jay-Z
saman í hljóðveri
Í HÖRKU STUÐI Egill Sæbjörnsson og Flís
spila fyrir þúsundir í New York. MYND/EGILL
SANNFÆRÐUR UM SAMSTARF
Timbaland segist ætla að
pródúsera Jay-Z.