Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 37
komin með fullmótaða hugmynd
um hvernig tónlist ég vildi gera,“
útskýrir Dísa og minnist þess að
hafa sjaldan fundist hún vera við
stjórnvölinn.
„Þegar maður er ekki með full-
mótaðar skoðanir og vinnur með
eldra og reyndara fólki er mjög
auðvelt að láta stjórna sér. Ég lenti
oft í því að stjórnast af hugmynd-
um annarra sem voru síbreyti-
legar eftir einstaklingum, en það
getur oft verið tilhneigingin þegar
ungt fólk byrjar með svona mikið
af stórlöxum í kringum sig. Fyrstu
tvö árin mín af tónlistargrúskinu
fóru því eiginlega bara í að upp-
götva hvað ég vildi ekki gera,“ út-
skýrir Dísa, en segir þann tíma
hafa verið mjög dýrmæta reynslu.
52 lögum síðar
Eftir tveggja ára vinnu kom það
flatt upp á marga þegar Dísa sagð-
ist ætla að venda kvæði sínu í kross
og breyta algjörlega um tónlistar-
stefnu, en þá var hún búin að semja
um 52 lög.
„Það var auðvitað mikið sjokk
þegar ég tilkynnti umboðsmönnum
mínum og útgefendum innan fyr-
irtækisins að ég væri ekki ánægð
og vildi breyta um stefnu eftir alla
þessa vinnu. Ég held samt að eng-
inn hefði verið fyllilega ánægð-
ur, því það heyrist alltaf í gegn-
um tónlistina ef tónlistarmaður-
inn er ekki heiðarlegur,“ segir Dísa
sem útskrifaðist af náttúrufræði-
braut Menntaskólans við Hamra-
hlíð vorið 2006. Sumarið eftir að
hún útskrifaðist fékk hún mikinn
innblástur þegar hún heyrði í söng-
konu sem heitir Anne Brun. „Ég
heyrði í henni á netinu og ákvað
að fara að læra á gítar. Ég hrífst
af svona þenkjandi tónlistarkonum
og ákvað að fara á gítarnámskeið
yfir sumartímann. Það sumar tók
ég alveg í að æfa mig að semja ein.
Það var án efa eitt það erfiðasta en
í leiðinni áhrifaríkasta sumar sem
ég hef upplifað. Ég skiptist bara
á að æfa mig á gítarinn, hlusta á
tónlist, og lesa texta og ljóðabæk-
ur til að fá innblástur,“ segir Dísa
sem tók sér nokkurra mánaða frí
frá tónlistinni í kjölfarið. „Eftir að
hafa fengið smá fjarlægð frá tón-
listinni og unnið með krökkum í fé-
lagsmiðstöð og á smíðanámskeiði í
nokkra mánuði fór mig að hungra
aftur í að semja. Hjólin fóru að snú-
ast á ný og loksins fannst mér ég
vera tilbúin að gefa út það sem var
komin með,“ segir Dísa.
Hún var kvíðin yfir því að gefa
út plötuna því hún hafði ekki einu
sinni leyft vinkonunum að heyra
það sem hún hafði samið. „Ég var
viss um að platan yrði skotin í
kaf út af mínum bakgrunni, sama
hversu góð hún yrði. Ég vildi að
þetta yrði ný byrjun svo ég ákvað
að taka upp Dísu-nafnið og hugs-
aði svo bara með sjálfri mér að ég
gæti ekki orðið betri lagahöfundur
en ég var á þessum tímapunkti. Ég
gaf mér góðan tíma í plötuumslag-
ið og saumaði til dæmis út lagalist-
ann sem er aftan á umslaginu og
mamma heklaði kraga sem sjá má
á einni myndinni í textabókinni
sem ég dundaði mér við að föndra,“
bætir hún við og segist ekki hafa
trúað sínum eigin augum þegar já-
kvæð gagnrýni birtist um plötuna.
„Ég get ekki lýst því nógu vel
hversu þakklát ég var fyrir þessa
jákvæðu gagnrýni sem platan hefur
fengið. Eftir á að hyggja fer maður
svo að hugsa um allt sem betur
hefði mátt fara, en það gefur manni
líka drifkraft til að halda áfram og
þá veit maður hvað maður vill gera
næst,“ segir Dísa, en í tilefni af út-
gáfu plötunnar ætlar hún að bregða
örlítið út af vananum og halda partí
sem sameinar nokkrar listgreinar í
Iðnó klukkan níu í kvöld.
„Ég ætla að syngja með band-
inu mínu, Mosez Hightower, og það
verða nokkrir vinklar af list í þessu
útgáfupartíi, en þeir sem koma að
listsýningunni eru Marínó Thorl-
acius, Sunna, Togga og raftón-
listarmaðurinn Klive. Í tilefni af
kreppunni mun aðeins kosta 500
krónur inn,“ segir Dísa og vonast
til að geta komið gestum kvöldsins
skemmtilega á óvart. Fram undan
eru ekki síður annasamir tímar hjá
Dísu því hún er að fara í tónleika-
ferðalag um landið. „Fyrst mun ég
koma fram á Seyðisfirði á tónlist-
arhátíðinni LungA 19. júlí, en held
svo tónleika á Akureyri, Mývatns-
sveit og í Borgarfirði eystra þar til
ferðalaginu lýkur á innipúkanum á
Nasa 1. ágúst,“ bætir hún við.
Stór fjölskylda og sveitasæla
Nú þegar tónlistarferillinn gengur
eins og í sögu, er þá draumurinn um
að gerast læknir á bak og burt?
„Nei, ég mun alveg pottþétt fara
í læknisfræðina einn daginn, en
fyrst langar mig til að gefa út aðra
plötu. Stefnan er að sérhæfa mig
í óhefðbundnum lækningum eftir
að ég hef lokið hefðbundnu læknis-
fræðiprófi,“ segir Dísa sem starf-
ar í versluninni Gjafir jarðar í Ing-
ólfsstræti þar sem seldir eru ýmsir
munir og þjónusta tengd andleg-
um málefnum. „Fyrir mér eru and-
leg málefni mjög eðlilegur hlutur og
eitthvað sem ég er alin upp við. Mér
finnst náttúrulækningar vera á mik-
illi uppleið og fólk alltaf vera að átta
sig betur á gagnsemi þeirra eftir því
sem árangurinn er betur sannað-
ur,“ útskýrir Dísa sem segist einn-
ig dreyma um að eignast stóra fjöl-
skyldu í framtíðinni.
„Mig langar til að eignast risa
fjölskyldu, fullt af börnum og barna-
börnum. Það er búið að vera draum-
ur frá því að ég var pínulítil og ég
sé fyrir mér jólin í framtíðinni við
stórt langborð með fullt af fólki,“
segir Dísa dreymin og minnist þess
að hafa þráð að eignast yngra syst-
kini þegar hún var barn. „Ég á eina
systur sem er tíu árum eldri en ég
og flutti að heiman þegar ég var enn
mjög ung. Ég leit rosalega upp til
hennar enda er hún mjög músíkölsk
og dansari af guðs náð. Það var svo
ekki fyrr en í fyrra að ég eignaðist
yngri systur sem heitir Jarún Júlía
og er eins árs í dag,“ segir Dísa og
bætir því við að hún gæti alveg hugs-
að sér að eignast hús úti í sveit. „Mér
líður rosalega vel á Íslandi og finnst
það í rauninni eins og að búa í þorpi
þar sem allt er svo heimilislegt. Mér
finnst gaman að þessari þjóðernis-
kennd sem maður finnur meðal Ís-
lendinga og er alveg sérstök. Það er
eitthvað sem maður finnur til dæmis
ekki í London. Að geta sameinað tón-
listina, læknisfræðina og allt það
sem mig langar að gera væri svo al-
gjör draumur út af fyrir sig,“ segir
Dísa að lokum og brosir.
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646
Útsala
Útsala
20 -70%
afsláttur
18. JÚLÍ 2008 FÖSTUDAGUR • 9