Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 63
FÖSTUDAGUR 18. júlí 2008 39 Orðrómur er á kreiki þess efnis að írski leikarinn Colin Farrell sé að verða pabbi í annað sinn, eftir að hann og kærasta hans, Emma Forrest, sáust kaupa þungunar- próf í Los Angeles á dögunum. Skötuhjúin opinberuðu samband sitt fyrir rétt um mánuði síðan en hafa verið óaðskiljanleg síðustu vikur, og ku Far- rell nú vera að undirbúa flutning til Holly- wood til að búa með kærustu sinni. Farrell á fyrir soninn James, fjögurra ára, með fyrrver- andi kærustu sinni, Kim Bordenave. Samband Orlando Bloom og áströlsku fyrirsætunnar Miröndu Kerr virðist vera á hálum ís. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá því að þau væru hætt saman eftir að til Miröndu sást í félagsskap fyrrverandi kærasta síns, olíuerfingjans Brandon Davis, og sögðu sjónarvottar þau hafa kært sig kollótt um hver yrði vitni að kossaflensinu þeirra á milli. Tals- maður Miröndu neitar því hins vegar að hún og Bloom hafi skilið að skiptum. Madonna rær nú að því öllum árum að ná Britney Spears og Justin Timberlake saman á svið fyrir væntanlegt tónleikaferðalag hennar, Sticky and Sweet. Spears og Timberlake gætu þurft dálitlar fortölur til að fallast á það, en þau hafa lítið sem ekkert sést saman síðan þau slitu sambandi sínu árið 2002. Talið er líklegra að þau fallist á að koma fram hvort í sínu lagi, en þau hafa bæði unnið með Mad- onnu í gegnum tíðina. American Beauty-leikkonan Mena Suvari hefur trúlofað sig. Kærasti hennar er tónlistarframleiðandinn Simone Sestito, en þau hafa verið saman í tæpt ár. Mena mun þó vilja fara hægt í sakirnar, en hún var áður gift hinum átján árum eldri Robert Brinkmann í fimm ár. Þau skildu árið 2005. Mena hefur ekki verið mjög áberandi á hvíta tjaldinu síðustu ár, en hún leikur næst í sjónvarpsmyndinni Murder in Sin City á móti Matthew Modine. FRÉTTIR AF FÓLKI Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðar- innar sem haldin verður í Sví- þjóð í haust. Hátíðin er sérstak- lega ætluð heimildar- og stuttmyndum og komust tvær íslenskar stuttmyndir inn í aðal- keppnina í ár. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Örn Mar- inó Arnarson og Þorkell Harðar- son sem saman reka fyrirtækið Merkell. „Við funduðum með Benedikt í fyrra og ætluðum að framleiða fyrstu myndina hans, Takk fyrir hjálpið, en hún endaði hjá öðrum framleiðanda. Við fengum svo veður af Naglanum og leist ljóm- andi vel á handritið og ákváðum að framleiða hana,“ segir Þorkell um upphafið á samstarfinu við Benedikt. „Það eru stórleikarar í næstum öllum hlutverkum mynd- arinnar og tónlistarkonan vin- sæla, Ragnhildur Gísladóttir, semur tónlistina fyrir hana.“ Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar, segir að hægt sé að skilja myndina á marga vegu en að í stuttu máli fjalli hún um dauða og kynlíf eins og allar góðar sögur. „Ég vil helst ekki segja of mikið, en sagan er um mann sem verður fyrir slysi og í kjölfar þess leys- ast úr læðingi innra með honum áður óþekkt öfl,“ segir Benedikt, en hann er jafnframt höfundur handritsins. Þrjár íslenskar heimildar- myndir voru einnig valdar til að taka þátt í hátíðinni og er heim- ildarmyndin Kjötborg þar á meðal. - sm Nagli Benedikts til Svíþjóðar TIL SVÍÞJÓÐAR Í HAUST Stuttmyndin Naglinn hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama. Elton John hefur aðstoðað ísfram- leiðandann Ben & Jerry‘s við að búa til nýjan ís sem hefur fengið heitið Goodbye Yellow Brickle Road. Ísinn verður til í takmörkuðu upplagi og verður aðeins fáanleg- ur í ísbúðum framleiðandans í Vermont frá 18.-25. júlí. John réði sjálfur innihaldi og bragði íssins sem er blanda af hnetusmjörs- og súkkulaðiís með hvítum súkku- laðibitum í. Allur ágóði af sölu íssins mun renna til Alnæmissamtakanna. Ís með Eltonbragði REYNIR FYRIR SÉR Á NÝJUM VETTVANGI Elton John hefur aðstoðað ísframleið- anda með nýja bragðtegund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.