Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 10
10 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR JARÐSKJÁLFTI „Við erum að opna móttöku á erindum þar sem fólki er boðið að koma með mál sem eru annars ekki bætt af tryggingum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, verkefnisstjóri þjónustumið- stöðvar vegna Suðurlands- skjálfta. Ólafur segir þetta sambæri- legt við það sem gert var eftir skjálftana árið 2000. Meðal erinda nefnir Ólafur Örn nið- urrif og förgun ónýtra húsa, ótryggð innbú, ótryggðar frárennslis- og rotþær og fleira. „Við erum að hefja kerfisbundna skráningu á þessu. Ríkisstjórnin, í samvinnu við sveitarfélögin á svæðinu ætlar svo að koma til móts við þetta fólk eins og hægt er en hvert mál verður metið fyrir sig. Þetta er náttúruvá sem Íslendingar taka á sameiginlega.“ Í tilkynningu frá Þjónustumið- stöðinni segir að afgreiðslutími hvers erindis velti á umfangi þess og ljóst sé að mörg flókin verkefni bíði úrlausna. Því megi búast við að talsverður tími líði þar til afgreiðslu allra mála er lokið. Þar segir einnig að byrjað verði að taka á móti erindum mánudaginn 21. júlí næstkomandi í þjónustumið- stöðinni í Tryggvaskála á Selfossi. Hjá Viðlagatryggingu fengust þær upplýsingar að íbúar 23 húsa hefðu ekki getað snúið aftur í hús sín þar sem þau væru dæmd óíbúð- arhæf. Segir Ólafur Örn þá ein- staklinga vera komna í nokkuð end- anlegt húsnæði. - ovd UMHVERFISMÁL Orkuveita Reykja- víkur áætlar að eyða um 200 millj- ónum króna í umhverfisbætur á Hellisheiði í sumar og fram á haustið. Stuðst verður við loftmyndir frá sjötta áratugnum til að endur- hlaða gígaröðina efst á heiðinni, meðal annars Gíghnjúk, en úr gígunum hefur verið tekin möl og gjall í áratugi. Eftir standa opin sár og námur. Bæta á fyrir margra ára umhverfisspjöll ýmissa verktaka og mun lagning Suðurlandsvegar eiga stóran hlut í þeim. Talsmenn Orkuveitunnar (OR) leggja áherslu á að ekki sé verið að bæta fyrir syndir hennar, held- ur fyrri tíma skemmdir. Þó megi tala um þetta sem mótvægis- aðgerð við aðrar framkvæmdir fyrirtækisins á svæðinu. „Við komum að málum á heið- inni eitthvað í kringum árið 2000 og byrjuðum með tilraunabor- holur. Þá hafði verið malartekja þarna í áratugi,“ segir Jakob Frið- riksson, framkvæmdastjóri hjá OR. Einnig á að grafa upp vegslóða sem hafa verið lagðir í gegnum tíðina á heiðinni og fækka þeim. Í sár kringum vegina verður sáð ófrjóu „golfvallagrasi“, sem gríp- ur í sig frjó úr plöntum og víkur svo fyrir þeim. Í stuttu máli sagt á að koma yfir- borðinu að mestu leyti til fyrra horfs. En þetta er meðal annars mótvægisaðgerð við stór rör OR, sem verða ekki hulin. Einnig eru stöðvarhús fyrirtækisins áber- andi á svæðinu. „Hellisheiðarvirkjun var byggð svolítið flott og áberandi og er sýnileg í náttúrunni. Næsta kyn- slóð virkjana verður allt öðruvísi. Hverahlíðar- virkjun verður til dæmis með huldum lögnum að hluta til og byggð þannig að hún falli að landslagi,“ segir Jakob. Hjörleifur Kvaran, for- stjóri OR og bætir við að verkefnið sé spennandi. Markmið- ið sé að skila landinu í betra ásig- komulagi en það var áður en OR kom að því. „Og við ætlum að hafa sérstaka ráðstefnu í haust um hvernig farið er að því að endurheimta land eftir framkvæmdir,“ segir Hjörleifur. klemens@frettabladid.is OR setur 200 milljónir í um- hverfisbætur á Hellisheiði Orkuveitan setur 200 milljónir í að lagfæra umhverfi Hellisheiðarvirkjunar. Gígaröðin efst á heiðinni verð- ur endurgerð. Stuðst er við loftmyndir frá árinu 1950. „Mótvægisaðgerðir,“ segir Jakob Friðriksson hjá OR. RASK Á HELLISHEIÐI Nú stendur til að færa umhverfið sem næst því horfi sem það var í á sjötta áratugnum. Rörin verða þó ekki hulin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar OR, segist afar ánægð með aðgerðirnar. „Það þarf að lagfæra skandalinn þarna,“ segir hún og rifjar upp að faðir hennar, Þorleifur Einarsson jarðfræðingur hafi fyrstur manna barist fyrir lagfæring- um á svæðinu: „Og nú dytti engum í hug að taka skóflu úr ósnertum gíg,“ segir hún. PABBI ÁSTU BYRJAÐI VIÐ FORSETAHÖLLINA Í KARTÚM Súdönsk kona gengur fram hjá vopn- uðum verði fyrir utan forsetahöllina í Kartúm, þar sem Bashir forseti hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð í Darfúr héraði. NORDICPHOTOS/AFP Ríkið bætir tjón vegna Suðurlandsskjálfta sem tryggingar bæta annars ekki: Flókin verkefni bíða úrlausnar EFTIR SKJÁLFTANN Miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsnæði eftir jarðskjálftann á Suð- urlandi. Á Selfossi og í Hveragerði hrundu lausir munir úr hillum og mátti litlu muna að fólk slasaðist í hamaganginum. SPÁNN, AP Hæstiréttur Spánar staðfesti í gær sýknudóm yfir einum sakborninganna sem grun- aðir voru um sprengjuárásirnar í Madrid vorið 2004. Auk þess sýkn- aði rétturinn fjóra aðra menn af öllum ákærum, en þyngdi dóma yfir nokkrum og dæmdi einn sekan sem áður hafði hlotið sýknu- dóm. Egyptinn Rabei Osman var í upphafi talinn einn þriggja höfuð- paura málsins. Hann var ásamt Marokkómönnunum Jamal Zoug- man og Othman el Gnaoui grunað- ur um að hafa skipulagt árásirnar á neðanjarðarlestir í Madríd, sem urðu nærri 200 manns að bana. Osman var í gær sýknaður af einu ákærunni sem á endanum var lögð fram á hendur honum, nefni- lega fyrir að tilheyra hryðjuverka- samtökum. Hann hafði áður hlotið átta ára fangelsisdóm á Ítalíu fyrir sömu sakir og hæstiréttur úrskurð- aði því að ekki mætti dæma hann tvisvar fyrir sama afbrotið. Niðurstaðan er því sú að sautján menn af alls 28 sakborningum hlutu dóma fyrir aðild að árásun- um. Réttarhöldunum er þar með væntanlega lokið, þótt fjarlægur möguleiki sé enn á því að einhverj- um málanna verði vísað til stjórn- ar skrárdómstóls. - gb Réttarhöldin á Spáni vegna sprengjuárásanna í Madríd vorið 2004 á enda: Sýknudómur staðfestur RABEI OSMAN Var talinn einn þeirra sem skipulögðu árásirnar þann 11. mars 2004, en sýknudómur hans var staðfest- ur í hæstarétti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAKOB SIGURÐUR FRIÐRIKSSON LONDON, AP Bretinn Robert Murat hefur tekið boði ellefu breskra dagblaða um greiðslu að jafn- virði rúmlega níutíu milljóna króna skaðabóta. Dagblöðin, þar á meðal Sun, Daily Mirror og Daily Mail, birtu sögur þar sem Murat var ranglega bendlaður við hvarf stúlkunnar Madeleine McCann í Portúgal á síðasta ári. Auk greiðslu skaðabótanna munu þau birta afsökunarbeiðnir. Foreldrar McCann höfðu áður fengið miklar skaðabætur vegna umfjöllunar breskra fjölmiðla þar sem þau voru bendluð við hvarf stúlkunnar. Madeleine er enn saknað og enginn hefur verið ákærður í málinu. - gh Bendlaður við hvarf Madeleine: Murat fær skaðabætur ROBERT MURAT Murat var grunaður um tengsl við hvarf Madeleine. NORDICPHOTOS/AFP ÚTLENDINGAR 24 ára reglunni svokölluðu hefur ekki verið fylgt eftir hér á landi. Sú umræða sem nú fer fram í Danmörku, á því ekki við hér á landi, segir staðgengill forstjóra Útlendinga- stofnunar. Danska útlendingaeftirlitið er sakað um að upplýsa ekki um undanþágu frá því að útlendingar þurfi að vera 24 ára, þegar þeir giftast dönskum ríkisborgurum, vilji þeir flytja til landsins. „Þetta var sett inn í okkar lög 2004, en var ekki fylgt í framkvæmd,“ segir Ragnheiður Böðvarsdóttir hjá Útlendingastofnuninni. Reglan hafi þótt of altæk. - kóþ Útlendingastofnun: 24 ára reglunni ekki framfylgt STYRKIR Iðnaðarráðuneytið hefur veitt fjórtán styrki, samtals að upphæð 25,1 milljón króna, til rannsókna og kynningar á innlendum orkugjöfum og hagkvæmri orkunotkun. Hæsti styrkurinn var fjórar milljónir og rann til fyrirtækisins Alice á Íslandi ehf. Fyrirtækið rannsakar nýtingu fallorku vatns í fiskeldi með svokölluðum jektorum í stað rafknúinnar vatnsdælu. Alls bárust 26 umsóknir um samtals 147,3 milljónir króna. -vsp Fjórtán orkustyrkir veittir: Styrkir rúmlega 25 milljónir LANDGRÆÐSLA Landsnet og Landgræðsla ríkisins halda áfram samstarfi um uppgræðslu sunnan Langjökuls. Dreift verður áburði og sáð í 240 hektara í sumar, samkvæmt fréttatilkynningu. Landsnet hefur unnið með Landgræðslunni að uppgræðslu og stöðvun jarðvegseyðingar í nágrenni háspennulína á afréttin- um sunnan Langjökuls síðan 2006. Nú í sumar verður kröftun- um beint að brýnum verkefnum við Tjaldafell og nýju svæði til móts við vegamót línuvegar og Kaldadalsvegar. - kg Landsnet og Landgræðslan: Samstarf um uppgræðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.