Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 58
34 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson > Plata vikunnar Paul Weller - 22 Dreams ★★★★ „Fyrrverandi Jam-söngvarinn Paul Weller kemur á óvart með sannkölluðu stórvirki. Yfir tuttugu lög af litskrúðugu bresku poppi.“ TJ > Í SPILARANUM Fleet Foxes - Fleet Foxes Lil Wayne - Tha Carter III Albert Hammond Jr - Como te Llama Andrúm - Andvakar Lykke Li - Youth Novels FLEET FOXES LYKKE LI Um síðustu helgi blés bandaríska plötuútgáfan Sub Pop til mikillar tónlist- arveislu í Redmond í ná- grenni Seattle til að fagna tuttugu ára starfsafmæli út- gáfunnar. Trausti Júlíusson rifjaði upp sögu þessarar merku útgáfu sem m.a. kom Nirvana á framfæri og sem hefur í gegn um öll tuttugu árin haldið áfram að gefa út frábæra tónlist. Bandaríska plötuútgáfan Sub Pop er ein af þessum útgáfum sem auð- velda tónlistaráhugamönnum lífið. Það má treysta því að ef Sub Pop gefur það út þá er það ekki drasl. Þessa dagana er Sub Pop að fagna 20 ára afmælinu sínu. Útgáfan varð reyndar til nokkru fyrr, en það var í apríl 1988 sem þeir Bruce Pavitt og Jonathan Poneman hættu í daglaunavinnunum sínum, leigðu húsnæði og ákváðu að búa til alvöru plötufyrirtæki. Þeir ákváðu að tappa inn á hina öflugu rokksenu sem skók Seattle- borg á þessum tíma. Á meðal fyrstu platna útgáfunnar voru plötur með Green River, Sound- garden, Nirvana, TAD, Screaming Trees og Mudhoney. Eitt af því sem útgáfan gerði var að stofna smáskífuklúbb. Ný smáskífa var send heim til áskrifenda í hverjum mánuði. Fyrsta platan í klúbbnum var fyrsta smáskífa Nirvana Love Buzz, Big Cheese. Eftir að Nirvana sló í gegn gerðu flestar grunge- sveitirnar samninga við stórfyrir- tæki, en Sub Pop hélt áfram að ein- beita sér að góðri tónlist. Hefur þróast með tímanum Eins og allar þær plötuútgáfur sem hafa staðist tímans tönn þá hefur Sub Pop þróast mikið og lagað sig að tíðarandanum. En hún hefur aldrei slegið neitt af gæða- kröfunum. Á meðal listamanna sem hafa gefið út hjá Sub Pop í gegnum árin má nefna Afghan Wigs, Flaming Lips, L7, Fugazi, Dinosaur Jr, Lubricated Goat, The Postal Service, Sebadoh, The Rapt- ure, The Shins, Low, St. Etienne, Sleater Kinney og Iron & Wine. Í dag eru útgáfurnar að nálgast 800 og Sub Pop hefur á sínum snærum mörg af heitustu rokk- böndunum, t.d. Comets on Fire, Band of Horses, Wolf Parade, The Gutter Twins, popp-ljúfmennin í Fleet Foxes og hávaðaseggina í No Age. Að ógleymdri brasilísku sveitinni CSS sem er einmitt að senda frá sér plötu númer tvö, Donkey, í næstu viku. Endurvakinn smáskífuklúbbur Auk fyrrnefndra afmælistónleika er ýmislegt annað við haft vegna afmælis Sub Pop. Tímaritið Mojo er með mikla umfjöllun og safn- disk, smáskífuklúbburinn verður endurvakinn í ágúst og röð af end- urútgáfum er fyrirhuguð. Sú fyrsta er tvöföld viðhafnarútgáfa af Superfuzz Bigmuff með Mud- honey, en á henni eru fyrstu smá- skífur sveitarinnar ásamt EP- plötu, hellingi af aukalögum og tónleikum. Frábær plata sem hljómar enn fersk og kraftmikil í dag, 20 árum eftir að hún kom fyrst út. Að lokum má geta þess að hin nýja plötubúð Smekkleysu á Laugaveginum er með afmælistil- boð á plötum Sub Pop þessa dag- ana. Ennþá óháð, ennþá fersk CSS Eitt af heitustu nöfnunum hjá Sub Pop í dag ásamt No Age, Fleet Foxes, Band of Horses, Wolf Parade, Comets on Fire o.m.fl. KLASSÍK Meistaraverkið Superfuzz Bigmuff með Mudhoney er nýkomið út í viðhafn- arútgáfu. Frægur gítar rokkarans Jimis Hendrix verð- ur seldur á uppboði í haust. Búist er við því að yfir 75 milljónir króna fáist fyrir gripinn, þrátt fyrir að hann sé skemmdur eftir elds- voða. Umræddur gítar er Fender Stratocaster sem Jimi notaði á frægum tónleikum í Fins- bury Astoria í London 31. mars árið 1967. Þar kveikti hann í gítarnum og var í kjölfar- ið fluttur á sjúkrahús með minniháttar brunasár á höndunum. Lengi var talið að gítarinn væri týndur og tröllum gefinn. Hann fannst nýlega á heimili Noel Redding, bassaleikara The Jimi Hendr- ix Experience. Gítarinn verður boðinn upp í London í september. Á meðal annarra muna á uppboðinu verða bók með síðustu ljóðum Jims Morrison og síðasta Ludwig-trommu- settið sem John Bonham, trommari Led Zeppelin, átti fyrir dauða sinn. Árið 1993 seldist gítarinn sem Hendrix notaði á Woodstock fyrir tæpar 150 milljónir króna, miðað við gengi dagsins í dag. Rándýr gítar Jimis Hendrix JIMI HENDRIX Minningarnar lifa enn. Sendu SMS s keytið BT UB T á númerið 1 900. Þú færð spur ningu og svar ar með því að senda SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 19 00. TAKTU ÞÁTT! ÞÚ GÆ TIR UNNIÐ! 10. HVER VINNUR! *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum þann 8. ágúst 2008. Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Leik líkur 8.ágúst 2008 SMS LEIKUR Aðalvinningur er MEDION tölva ásamt 19“ LG skjá! Geggjaðir aukavinningar PANASONIC MINIDV · iPod Nano · Playstation 3 · GARMIN GPS · HP Prentarar Olympus myndavélar · SonyEricsson gsm símar · PSP tölvur · Gjafabréf á Tónlist.is Kippur af Gosi, Guitar Hero bolir og enn meira af DVD myndum, geisladiskum og tölvuleikjum! Ekki er mikið meira en eitt eða tvö ár síðan að litagleðin var allsráð- andi í tónlistarheiminum. 90’s partí voru út um allt, Klaxons þótti besta hljómsveit í heimi, allir voru í skærlituðum hettupeysum og á skemmtistöðunum dundi dynjandi taktur frá Kitsune og Ed Banger- plötufyrirtækjunum. Nú virðist hins vegar allt loftið í oflofsbólunni á þrotum. Almenningur er orðinn bæði jarðlitaðri og jarðtengdari. Fyrir stuttu kom út þriðja safnplata franska Ed Banger-plötufyrir- tækisins. Fyrirtækið hefur haft á sínum snærum helstu stjörnur neu- ravesins á borð við Uffie, Justice, Busy P, Dj Mehdi og fleiri. Síðustu tvær safnskífur Ed Banger þóttu nær byltingarkenndar og settu viðmiðin fyrir hina. Sömu sögu er hins vegar ekki hægt að segja um nýju plötuna. Í stað þess að leiða bylgjuna áfram er staldrað við og rembst eins og rjúpan við staurinn á sama stað. Kitsune gaf líka út sanfplötu fyrir örfáum mánuðum síðan og hún var jafnvel enn meiri afturför en plata Ed Banger. Menn eru víst farnir að biðja um meira „minimal”. Á Kitsune-plötunni var meira að segja lag með Does It Offend You, Yeah?, krónprinsum neu-rave(rokk)sins. Gagnrýnendur hafa hins vegar farið létt með að taka þá ágætu sveit af lífi og þykir sveitin ekkert sérstaklega fínn pappír. Maður fær það jafnvel á tilfinning- una að neu-raveið muni mæta sömu örlögum og nu-metallinn hér forðum daga. Guð forði neu-raveinu frá því. Kannski endar þetta með því að velunnarar neu-ravesins þurfi að stóla á Steed Lord. Sveitin hyggst einmitt leggja land undir fót og sigra Bandaríkin á næstu vikum. Það er vonandi að þeim vegni vel. Ef ekki þá endar þetta með því að Nakti apinn fer á hausinn, þá er neu-raveinu öllu lokið. Neu-raveið að þrotum komið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.