Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 30
fréttir „Ég ætla að syngja bakraddir með henni Bryndísi, Dísu, á útgáfutónleikunum hennar í Iðnó í kvöld. Strax á laugar- dagsmorguninn fer ég svo til Kaup- mannahafnar. Ég er að fara með Hamrahlíðarkórnum, þetta er svona alheimskóraþing,“ segir Sigríður. Hamrahlíðarkórinn er einn af 29 kórum frá öllum heimshornum sem boðið er á þingið. „Þannig að ég geri ráð fyrir því að á laugardaginn verði ég bara að æfa með kórnum og svo bara syngjum við strax á sunnu- daginn. Inn á milli ætla ég að reyna að drekka eins og einn góðan kaffibolla í Kaupmannahöfn.“ Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Spútnikparið Addi Fannar og Yesmine Olson ætla að ganga í það heilaga í ágúst. Parið kynntist fyrir sjö árum þegar bróðir Adda Fannars, Einar Bárðarson, kynnti þau í líkamræktarstöðinni Planet Pulse. Þau byrjuðu á því að vera vinir í þrjú ár áður en þau urðu ástfangin. „Hann bað mín á sama tíma og við skírðum dóttur okkar,“ segir Yesmine full tilhlökkunar fyrir stóra daginn. Þegar hún er spurð að því hvernig brúðkaupið verði þá segir hún að það verði óhefðbundið. „Þetta verður ekkert venju- legt brúðkaup en ég verð þó að játa að þetta verður ekki í Bollywood- brúðkaups-stíl. Ég hef aldrei séð mig fyrir mér í stórum rjómatertukjól og því verð- ur kjóllinn með öðruvísi sniði,“ segir hún. Í brúðkaupinu ætla þau að sameina ólíkan bakgrunn þannig að þemað ætti að vera blanda af indverskum og ís- lenskum straumum. Spurð um matinn segir Yesmine að hann verði með indversku ívafi. Það kemur svo sem ekki á óvart þar sem hún er með mat- reiðslubók í smíðum með „gourmet“-réttum frá þess- ari heimsálfu. -MMJ Ekkert Bollywood-brúðkaup Yesmine og Addi Fannar ætla að ganga að eiga hvort annað í ágúst. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Alma Guðmundsdóttir alma@365.is Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@365.is Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR Sjónvarpskonan Þóra Tómas- dóttir, einn af umsjónarmönn- um Kastljóssins, hefur sjald- an litið betur út. Þeir sem til þekkja segja að góða út- litið megi rekja til þess að Þóra sé farin að hlaupa. Hlaupagleðin er svo mikil að þær stöllur, Ragn- hildur Steinunn og Þóra, hafa jafnvel farið út í hádeginu til að anda að sér fersku lofti á meðan þær þeytast um hverfið í kring- um Útvarpshúsið. Þegar Föstudagur hafði sam- band við Þóru sagði hún að þetta væri ekkert merkilegt en við- urkenndi þó að hún ætlaði að reyna við 10 km hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu seinna í sumar. Stefnir á 10 km Þóra Tómasdóttir er búin að gera hlaup að sínum lífsstíl og hleypur stundum í hádeg- inu með Ragnhildi Steinunni. „Þetta er bara fyrsti parturinn af mörgum því nú er Byr að fara að kenna Íslendingum að fara með peninga,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tón- listarmaður. Í dag verður tekin upp sjónvarpsauglýsing fyrir sparisjóð- inn Byr, sem Páll Óskar er orðinn talsmaður fyrir. „Byr ætlar að reyna að efla fjárhagslega heilsu Íslendinga, og átakið heitir einmitt fjárhags- leg heilsa,“ segir Páll Óskar og bætir því við að honum hafi litist ofboðs- lega vel á þá hugmynd Byrs. Páll Óskar segir átakið koma upp á hárréttum tíma, því ástandið sé ekki sem best. „En kreppur eru ekkert alslæmar, þær verða til þess að við förum að skoða neysluvenjurnar okkar. Ef átakið verður til þess að fólk hugs- ar sig tvisvar um áður en það framkvæmir eða splæsir í eitthvert dót þá er takmark- inu náð.“ Auglýsingin sem tekin verður upp í dag er upphafið að átakinu. „Í þessari auglýsingu erum við að reyna að fanga sólríkan íslenskan sumardag, við erum að búa til götustemningu og skrúðgöngu. Reynir Lyngdal mun leikstýra og kvik- myndafyrirtækið Pegasus tekur upp og ég hlakka mikið til.“ Páll Óskar segir að hátt í tuttugu dansarar muni dansa með honum í auglýsingunni og á annað hundrað statista hafi boðið sig fram til að taka þátt í gerð auglýs- ingarinnar, sem verður tekin upp í Hafnarfirði. „Dansinn er ekkert sá erfiðasti í heimi svo ef fólk lærir hann þá er því guðvelkomið að dansa með okkur.“ Auglýsingin er þó langt í frá það eina sem Páll Óskar er að gera þessa dagana, en í gær var fyrsta smáskífan af væntanlegri safnplötu hans frumflutt á FM 957. - þeb Páll Óskar ætlar að hjálpa Íslendingum að laga fjárhagslegu heilsuna Kreppur eru ekki alslæmarÁRNI ÞÓR FARINN TIL SVÍÞJÓÐAR Hugmyndasmiðurinn og fyrrum sjónvarpsstjóri Skjás eins og Sirk- uss er floginn af landi brott í leit að ævintýrum. Árni Þór og eiginkona hana, Maríkó Margrét Ragnars- dóttir, eru flutt til Svíþjóðar þar sem hann ætlar að hasla sér völl í leikhúsbransan- um. Í tilefni af flutn- ingnum skvetti Árni Þór ærlega úr klauf- unum ásamt vinum sínum á La primavera á föstudagskvöldið. 2 • FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.