Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 42
díana mist bland í gær og á morgun ... FÖSTUDAGUR Trentemøller, einn fremsti raftónlistarmaður seinni tíma, kemur fram sem plötusnúður í Tungl- inu í kvöld. Hann hefur hlotið mikla athygli fyrir endurhljóðblandanir sínar og ber þar helst að nefna verk fyrir þekkta listamenn á borð við Moby, The Knife og Röyksopp. LAUGARDAGUR Hljómsveitin Singapore Sling heldur tónleika á Organ Hafnarstræti þann 19. júlí. Þetta verða síðustu tón- leikar hljómsveitarinnar áður en hún heldur í tón- leikaferðalag um Bandaríkin, Þýskaland og Pól- land. Það er mikilvægt að missa ekki af þessu tækifæri. FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ Eftir vinnu ákvað ég að fá mér göngu- túr um miðbæinn og áður en ég vissi var var ég lent inni á 101. Eftir að hafa fundið sæti og komið mér vel fyrir ásamt vinkonu minni tók ég eftir því að staðurinn var fullur af hressu fólki. Þar voru Hildur Aðalsteins og stelp- urnar í Boutique Bellu á Skólavörðu- stíg, Jakob Frímann Magnússon og Birna Rún Gísladóttir, Hulda Pjeturs- dóttir, verðbréfamiðlari og Mont Blanc- fari, og Erla Andrea í Applicon. Þórður Friðjónsson var töffaralegur í þröngum gallabuxum og leðurjakka og Ari Magg leit við. Eftir miklar detox-samræð- ur, hvað ætti að gera um helgina og hvernig maður ætti að verða þveng- mjór á mettíma sá ég að það var kom- inn tími til að drífa sig heim. Á heim- leiðinni sá ég að ég gæti líklega aldrei detoxað því þá þarf maður víst að hætta að drekka … FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ Mitt fyrsta verk var að koma við í heilsubúð og kaupa fulla tösku af alls kyns söfum sem ég átti að innbyrða næstu dag- ana. Ég tók fyrsta skammt- inn í hádeginu og var alveg komin á það að vera heima um helgina þegar vinkona mín hringdi í mig og grát- bað mig um að dansa Bolly- wood-dansa á Óliver. Ég var varla stigin inn um dyrnar á staðnum þegar ég var komin með indverskan kokk- teil í glas og farin að dansa eins og hálfviti. Þarna voru Brynjar og Steinunn úr sjónvarps- þáttunum Hæðin og fullt af öðru fólki. Vegna djúsdrykkjunnar sveif fljótt á mig og ég rankaði ekki við mér fyrr en leigubílstjór- inn sagði mér hvað farið kostaði. LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ Einhvern veginn náði ég að sofa allan dag- inn, eða þangað til vinkonuflotinn var mættur á húninn hjá mér seinni part- inn. Ef ég hefði verið á leið í hjónaband hefði ég haldið að um gæsun væri að ræða en svo var víst ekki, held- ur spontant leið til að láta mig hætta á djúskúrnum. Þær plönt- uðu sér í stofuna og drógu hin ýmsu föng upp úr töskunni og skipuðu mér að fara í bað og taka mig saman í andlit- inu. Áður en ég vissi af var ég komin með blómakrans um hálsinn og farin að dansa við Ace of Bace í dúndrandi stuði. Um miðnætti skelltum við okkur á b5 sem var í miklum blóma þetta kvöld. Þar voru Jón Ásgeir Jóhannes- son og Björgólfur Thor, aðalspað arnir, Orri Hauksson vel greiddur, Guðjón í OZ, Guðmundur Kristjánsson í Brim, Anna Margrét Jónsdóttir fegurðardís, Sif í Pier, Sigrún Pé á Viðskiptablaðinu, skvísurnar í Sævari Karli, Lára og Guð- rún og Árni Sigfússon arkitekt. Þar var líka Þorsteinn Joð og Bergljót Þor- steinsdóttir og Sigurður Ólafsson hjá Novator í banastuði. Þegar ég var farin að drekka kampavín af stút og farin að láta eins og árið 2007 yrði eilíft sá ég að það var kominn tími til að drífa mig heim. Á leiðinni út hnaut ég um gaml- an kærasta og á augabragði vorum við komin hönd í hönd. Næsta skref var að bjóða honum heim og sýna honum að ég hefði engu gleymt … Salóme Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Kastljóssins „Jólagjöf frá mömmu, voða dúllís.“ „Naglalökk eru ómissandi við hvert tækifæri, fer ekki út án þess.“ „Náttborðið er fengið úr Frú fiðrildi, lamp- inn er úr barnadeild IKEA og vekjaraklukk- una fékk ég í Tiger.“ „Ísland über alles!“ „Baukurinn hefur fylgt mér síðan ég var sex ára og mun fylgja mér það sem eftir er. Hefur væmið til- finningalegt gildi.“ „Dorrit og Ólafur eru vernd- arar heimilisins. Þau eru alltaf svo smart.“ „Þessa forláta púnsskál og bolla fékk ég í Fríðu frænku. Nauðsyn á öllum fínni heimilum.“ „Diskó, diskó, diskó … ég elska diskó.“ „Wonderwoman-búningur, ómissandi á djammið.“ „Verð að setja familíuna í topp tíu. Vantar þó örverpið, Melkorku 11 ára, á myndina.“ H E L G IN 14 • FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 TOPP 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.