Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 57
FÖSTUDAGUR 18. júlí 2008 33
Grímur Helgason klarinettuleik-
ari, Guðrún Dalía Salómonsdótt-
ir píanóleikari og Þórarinn Már
Baldursson víóluleikari leika á
hádegistónleikum Listasumars í
Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl.
12.
Þau flytja tvö afar ólík tríó
fyrir klarinett, víólu og píanó;
Tríó í Es-dúr „Kegelstatt“ KV
498 eftir W. A. Mozart og Mär-
chenerzählungen op. 132 eftir R.
Schumann.
Sagan segir að Mozart hafi
samið Kegelstatt-tríóið á meðan
hann spilaði keiluspil með félög-
um sínum. Það er uppfullt af und-
urfögrum laglínum og leikandi
gáskafullum stefjum. Víólan er í
óvenjustóru hlutverki, enda
uppáhalds strengjahljóðfæri
Mozarts.
Schumann samdi Märchenerz-
ählungen árið 1854, eða tveimur
árum fyrir andlát sitt. Það er
fremur létt yfir tríóinu, jafnvel
þótt Schumann hafi reynt að
drekkja sér í ánni Rín viku eftir
að hann skilaði því til útgefanda.
Grímur Helgason útskrifaðist
frá Listaháskóla Íslands vorið
2007 og stundar nú nám við Cons-
ervatorium van Amsterdam;
kennari hans þar er Hans Col-
bers. Grímur hefur á undanförn-
um árum leikið með margs konar
tónlistarhópum. Má þar nefna
Kammersveitina Ísafold, Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands, Njút-
on, Djangódjass-sveitina Hrafna-
spark og Hjaltalín.
Guðrún Dalía Salómonsdóttir
útskrifaðist frá Tónlistarháskól-
anum í Stuttgart sumarið 2007 og
stundar nú framhaldsnám í París.
Guðrún Dalía hefur haldið fjölda
tónleika á Íslandi og í Þýskalandi
bæði sem einleikari og meðleik-
ari. Þórarinn Már Baldursson
stundaði framhaldsnám í Stutt-
gart og er fastráðinn víóluleikari
við Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Þórarinn er meðlimur í Kammer-
sveitinni Ísafold og Tríó Artis.
Hann hefur einnig leikið með
ýmsum samspilshópum, til að
mynda Hljómsveit Íslensku óper-
unnar og Kammersveit Reykja-
víkur.
- vþ
Ólík tríó í Ketilhúsi
GUÐRÚN DALÍA SALÓMONSDÓTTIR Kemur fram á hádegistónleikum í Ketilhúsi í dag
ásamt Grími Helgasyni og Þórarni Má Baldurssyni.
Á laugardag verður opnaður nýr
sýningarskáli í Hyde Park við
Serpentine-vatnið í garðinum. Þar
verður haldin árleg fjársöfnunar-
hátíð fyrir Galleríið sem kennt er
við vatnið Serpentine. Í fyrra var
það Ólafur Elíasson sem átti skál-
ann en í ár er það Kanadamaður-
inn Frank Gehry, einn frægasti
arkitekt okkar tíma.
Skálanum er best lýst með orðinu
hrófatildur. Hann á ekki að halda
vatni segir Gehry. Ef rignir geta
gestirnir komið með regnhlífar.
Gehry er einn þekktasti arkitekt
okkar tíma og hefur verið áber-
andi nafn í framúrstefnulegum
arkitektúr eftir að Guggenheim-
safnið reis í Bilbao í Baskalandi.
Hann er áttræður og segist ekki
ætla að leggja árar í bát, vinnan
haldi sér lifandi.
Um þessar mundir eru í byggingu
hús eftir hann sem verða kenni-
leiti þeirra borga sem þau prýða:
krabbameinsstöð í Leeds, safn í
Dubai og ný menningarmiðstöð
sem er í undirbúningi í Arles í
Suður-Frakklandi á yfirgefnu
geymslustæði fyrir lestir. Mette
Hoffmann auðkýfingur og listvin-
ur er að koma af fullum krafti inn
í ljósmyndahátíðina sem þar hefur
verið um margra áratuga skeið og
nú á að byggja yfir.
Sjö tíundu af rekstrartekjum
Serpentine koma frá söfnuninni
sem er nú um helgina. Uggur er í
mönnum að eftirtekjan af skála-
byggingunni sem er helsta aðdrátt-
arafl fyrir fjárfesta og listvini
verði rýrari en hin fyrri sex árin
sem ráðist hefur verið í nýstár-
lega byggingu sem stendur fram á
haust.
Þótt Gehry hafi í nær tvo ára-
tugi verið víðkunnur fyrir nýstár-
legar byggingar sínar segir hann
vinnustofu sína ekki fá mörg verk-
efni: Enginn hafi boðið honum að
hanna safn eftir Bilbao og hljóm-
leikahöll hafi hann ekki teiknað
síðan Disney-höllin reis í Los Ang-
eles. Enginn vilji hætta á hið
nýstárlega, óvænta og byltingar-
kennda. Menn vilji fá eitthvað
kunnuglegt. Skálinn í Serpentine
fellur varla undir þá lýsingu.
- pbb
Hrip í Hyde Park
BYGGINGARLIST Skálinn eftir Gehry í
líkani.
Flautuleikararnir Hallfríður
Ólafsdóttir og Magnea Árnadóttir
segja frá þróun flautunnar í tali og
tónum á Gljúfrasteini á sunnudag-
inn kl. 16. Þær munu leika ein-
leiks- og samleiksverk frá fyrstu
dögum þverflautunnar til dagsins
í dag og notast við hljóðfæri frá
ýmsum tímum, barokkflautu og
klassíska flautu auk nútímaflaut-
unnar.
Á meðal verka sem leikin verða
er Fantasía eftir Telemann, Sónata
eftir Stamitz, Menúett og tríó eftir
Beethoven, verkið Samtal tveggja
páfagauka eftir Francaix og verk
Elínar Gunnlaugsdóttur, Spil.
- vþ
Saga flautunnar
HALLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR OG MAGNEA
ÁRNADÓTTIR Koma fram á Gljúfrasteini
á sunnudag.
Lögmál 4: Bikarinn er fullur og froðutoppurinn
rís upp yfir brúnina. Þá er froðusveðjan tekin.
Henni er beint frá líkamanum og strokið lárétt með
45 gráðu halla, hársbreidd yfir brúninni. Stærstu
loftbólurnar hafa leitað efst í froðuna og mistakist
þetta skref munu þær springa þeim afleiðingum að
froðan fellur hratt. Án froðunnar er ölið varnar-
laust og verður flatt á skammri stundu.
Lögmál 5: Að lokum verður að tryggja að froðu-
toppurinn sé af nákvæmlega réttri þykkt.
Fullkomnunin felst í smáatriðunum: Í 33 cl
bikar skal froðan vera nákvæmlega 3 cm. Hvorki
meira né minna. Þetta samsvarar samanlagðri
breidd vísifingurs og löngutangar þess sem
njóta skal.