Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 64
40 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Dómarinn Kristinn Jakobsson sá sér renna blóðið til
skyldunnar þegar KSÍ sendi bréf á dómara í vikunni.
Leitað var eftir dómara á þriðjudeildarslag Augnabliks og
KB, Knattspyrnufélags Breiðholts. Slík bréf eru tíð þegar
dómara vantar í verkefni.
Milliríkjadómarinn kvaðst laus og tók verkefnið að sér.
Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn í þriðju deildinni
fá dómara á borð við Kristinn á leiki hjá sér en hann
dæmdir reyndar í öllum deildum á hverju ári.
„Mér finnst skemmtilegra að hlaupa á grasi en malbiki.
Ég var laus og maður má ekki gleyma uppruna sínum,
ég byrjaði auðvitað að dæma í neðri deildunum,“ sagði
Kristinn sem valdi leikinn sem er steinsnar frá heimili hans
í Kópavogi.
Kristinn dæmdi leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í 1.
deildinni í gær og á mánudag dæmir hann leik Fjölnis og
Þróttar í Landsbankadeildinni. Hann dæmdi á Símamót-
inu um síðustu helgi auk EM-verkefnisins fyrr í sumar.
Það er því skammt stórra högga á milli hjá Kristni sem
finnst gaman að dæma í öllum deildum.
„Menn átta sig kannski ekki á því en það er oft krefjandi að
vera dómari í þriðju deild. Eins og eðlilegt er eru menn í deildinni
kannski hægari og grófari en úrvalsdeildarleikmenn. Það koma því
upp atvik sem eru oft ekki í efri deildunum sem gaman getur
verið að glíma við,“ segir Kristinn sem stefnir jafnframt á að
nýta reynslu sína í að leiðbeina ungum og upprennandi
aðstoðardómurum í neðri deildunum.
„Allir leikir eru mikilvægir,“ segir Kristinn sem játar að
óbilandi dómaraáhugi ráði fyrst og fremst ferðinni. „Fyrst og
fremst er þetta áhuginn. Mér finnst eðlilegt að dæma svipað
marga leiki og leikmenn eru að spila á viku sem oft eru
tveir til þrír.“
Kristinn fylgir einnig æfingaáætlun dómara frá UEFA sem
felur í sér hreyfingu á hverjum degi. „Partur af því er að hjóla
og synda og slíkt. Það er betra að æfa á grasi en hlaupa á
malbikinu eða inni á hlaupabretti. Maður gerir það bara á
veturna,“ sagði Kristinn sem vill helst dæma sem flesta leiki
yfir sumarið.
KRISTINN JAKOBSSON: RANN BLÓÐIÐ TIL SKYLDUNNAR OG DÆMIR Í ÞRIÐJU DEILDINNI Í KVÖLD
Skemmtilegra að hlaupa á grasi en malbiki
GANGA.IS
Ungmennafélag Íslands
>Frítt á landsleikina gegn Spáni
Vodafone og Bylgjan munu bjóða á landsleikina gegn
Spáni í handbolta sem fara fram í Vodafone-höllinni að
Hlíðarenda í kvöld og á morgun. Leikurinn í kvöld hefst
kl. 19.30 og verða miðar á þann leik afhentir í verslunum
Vodafone á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, vitanlega
gegn góðu stuðningsópi við íslenska liðið. Síðari leikurinn
fer svo fram kl. 16.00 á morgun og þá mun
Bylgjan annast dreifingu miða á leikinn. Leik-
irnir tveir gegn geysisterku liði Spánverja eru
síðustu heimaleikir íslenska landsliðsins
í handbolta fyrir Ólympíuleikana í
Peking sem hefjast í ágúst.
FÓTBOLTI Jóhann B. Guðmundsson
hefur ákveðið að snúa aftur á
fornar slóðir og leika með
Keflavík í Landsbankadeildinni
eftir að Suðurnesjaliðið náði
samkomulagi við sænska liðið
GAIS um að fá kappann í sínar
raðir. Jóhann mun fá sig lausan á
allra næstu dögum.
„Það liggur ekki alveg fyrir
hversu fljótt það verður en ég
mun alla vega leika með GAIS um
helgina og svo kemur í ljós hvort
liðið þurfi á mér að halda í leik
sem fram fer 28. júlí. Ef ekki, þá
gæti ég náð leik Keflavíkur og
Breiðabliks í 8-liða úrslitum
VISA-bikarsins þann 24. júlí,“
sagði Jóhann sem er fullur
tilhlökkunnar að snúa
aftur til Keflavíkur.
„Þetta er mjög
spenn-
andi
dæmi og
það er
náttúrulega best að
vera í Keflavík,“
sagði Jóhann sem
gerir samning við
Keflavík út tímabilið í
sumar og svo þrjú ár til
viðbótar. - óþ
Jóhann B. snýr heim á leið:
Best að vera
í Keflavík
UEFA bikarinn:
FH-Grevenmacher 3-2
0-1 Steinmetz (20.), 0-2 Maric (25.), 1-2 Tryggvi
Guðmundsson, víti (40.), 2-2 Arnar Gunnlaugs-
son (50.), 3-2 Tryggvi Guðmundsson (66.).
Honka Espoo-ÍA 3-0
1. deild karla:
Leiknir-ÍBV 1-1
Jakob Spangsberg - Bjarni Rúnar Einarsson.
Selfoss-Víkingur R. 1-0
Boban Jovic.
Víkingur Ó.-Haukar 2-1
Josip Marosevic, Jón Pétursson - Marco Kirsch.
KS/Leiftur-Þór 0-0
Fjarðabyggð-KA 2-2
Vilberg Marinó Jónasson, Guðmundur Steinþórs-
son - Arnar Guðjónsson, Steinn Gunnarsson.
Stjarnan-Njarðvík 4-2
Halldór Orri Björnsson 2, Grétar Atli Grétarsson,
Ellert Hreinsson - Vignir Benediktsson, sjm.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Skagamenn eiga litla von um að kom-
ast áfram í UEFA-bikarnum eftir 3-0 tap gegn
Honka í Finnlandi. ÍA hefði hæglega getað
tapað stærra en Esben Madsen varði víti frá
finnska liðinu í síðari hálfleik.
„Þetta var ekkert sérstakur leikur af okkar
hálfu. Það verður að viðurkennast. Þetta
finnska lið var hörkugott og er hörkugott fót-
boltalið,“ sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði ÍA,
við Fréttablaðið eftir leikinn. Skagamenn lögðu
eðlilega upp með að verjast og stilltu upp mjög
varnarsinnuðu liði. Vopnin voru þó slegin úr
höndunum á þeim eftir aðeins 28 mínútur er
Honka komst í 2-0.
„Þessi taktík gekk mjög vel upp hjá okkur í
20 mínútur og þeir voru farnir að pirrast sem
var nákvæmlega það sem við vildum. Fyrsta
markið þeirra kemur í raun eftir að við höfðum
átt ágætt færi, þeir keyrðu hratt upp og náðu
að setja á okkur. Annað markið þeirra kemur
svo úr ódýru víti sem Esben var ekki fjarri því
að verja. Við breyttum engu í síðari hálfleik
sem var skárri af okkar hálfu. Héldum
boltanum betur, áttum nokkra krossa en það
gekk lítið að binda endahnútinn á sóknirnar,“
sagði Bjarni en hann segir finnska liðið hafa
verið betra en Skagamenn hafi átt von á þó svo
ekkert vanmat hafi verið í gangi af þeirra
hálfu.
„Við höfðum heyrt af vanmati hjá þeim
og ætluðum að nýta okkur það. Ann-
ars er það víst þannig að annað hvort
eru liðin hér mjög líkamleg eða
spila flottan fótbolta og þetta lið
spilar hörkufótbolta,“ sagði
Bjarni sem viðurkennir að bar-
áttan sé svo gott sem búin.
„Auðvitað verður þetta erf-
itt í seinni leiknum. Annars
ákváðum við að líta á þennan
leik sem smá frí frá vandræð-
unum heima og vorum ákveðn-
ir í að svekkja okkur ekki sama
hvernig færi. Engu að síður ætluð-
um við að leggja allt í leikinn sem við
og gerðum. Tap samt staðreynd og
við munum ekki svekkja okkur á
því,“ sagði Bjarni, en athygli vakti
að leikurinn fór fram á gervigrasi.
„Ég sagði við strákana þegar við
nálguðumst völlinn „sjáiði hvað
þetta er flottur völlur, strákar.“ Svo
þegar við komum nær áttuðum við
okkur á því að þetta væri gervi-
gras. Við höfðum ekki hug-
mynd um það og það mættu
ekki allir með réttan skóbúnað
til þess að spila á gervigrasi en
það hafði engin endanleg áhrif
samt á úrslit leiksins,“ sagði
Bjarni. - hbg
Skagamenn í erfiðum málum í UEFA-bikarnum eftir tap, 3-0, gegn finnska liðinu Honka í gær:
Ætlum ekki að svekkja okkur á þessu tapi
TAP FYRIR GÓÐU LIÐI
Bjarni Guðjónsson
segir að finnska liðið
Honka sé hörkugott og í raun
betra en Skagamenn áttu von
á. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ÞRÍR EFSTIR Bandaríkjamaðurinn Rocco
Mediate, sjá mynd, Norður-Írinn Graeme
McDowell og Ástralinn Robert Allenby
eru efstir á opna breska meistaramótinu
eftir fyrsta dag á einu höggi undir pari.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI FH marði sigur á Greven-
macher frá Lúxemborg, 3-2, í
fyrstu umferð forkeppni Evrópu-
keppni félagsliða á heimavelli
sínum í gærkvöld.
Leikurinn var aðeins 19 mínútna
gamall þegar Grevenmacher
komst yfir. Thierry Steinmetz
skoraði gott mark af stuttu færi
eftir laglega skyndisókn upp
hægri kantinn. Aðeins sex mínút-
um síðar var staðan orðin 2-0 fyrir
gestina frá Lúxemborg þegar
Dario Maric skoraði með hnitmið-
uðu skoti úr teignum eftir horn-
spyrnu. Óvænt en sanngjörn for-
ysta gestanna staðreynd.
Það var ekki margt sem benti til
þess að FH næði að minnka mun-
inn þegar Tryggvi Guðmundsson
féll í vítateignum á 40. mínútu og
víti dæmt. Tryggvi skoraði sjálfur
af miklu öryggi úr vítaspyrnunni
og staðan 1-2 í leikhlé.
Tryggvi viðurkenndi eftir leik
að um lítið brot hefði verið að
ræða. „Ég missi jafnvægið hvort
sem það er hann sem er þess vald-
andi eða bara ég sjálfur. Ég hefði
ekkert farið að væla ef hann hefði
ekki dæmt víti. Ég þakkaði bara
kærlega fyrir það og setti hann í
vinkilinn.“
Síðari hálfleikur var aðeins
fimm mínútna gamall þegar Arnar
Gunnlaugsson jafnaði metin eftir
frábæran undirbúning Hjartar
Loga Valgarðssonar. „Við ræddum
saman í hálfleik og börðum hver
annan og sögðum að þetta gengi
ekki lengur. Við sýndum það í
seinni hálfleik að við erum mun
betra lið en þetta lið. Við gefum
þeim gott veganesti með tveimur
útimörkum. Þetta gæti orðið erfitt
í Lúx,“ sagið Tryggvi.
Yfirburðir FH voru miklir í síð-
ari hálfleik og virtist lið Greven-
macher springa á limminu en
deildarkeppnin í Lúxemborg hefst
í ágúst og liðið því ekki í mikilli
leikæfingu.
„Þetta er ágætisspilandi lið og
nokkrir snöggir þarna fram á við.
Maður sér það í seinni hálfleik að
það dregur aðeins úr þeim og við
keyrum á þá og áttum að gera
aðeins betur. Við erum heilt yfir
betra lið þegar við erum ekki sof-
andi eins og fyrstu 25,“ sagði
Tryggvi Guðmundsson sem kom
FH í 3-2 á 66. mínútu en þrátt fyrir
urmul af færum náðu FH-ingar
ekki að setja fleiri mörk og fara
því með aðeins eins marks forystu
til Lúxemborgar.
Heimir Guðjónsson þjálfari var
að vonum sáttur við sigurinn og að
liðið hefði náð að snúa vonlausri
stöðu sér í vil.
„Við byrjuðum ekki nógu vel og
byrjunin var kannski í framhaldi
af því sem við höfum verið að
gera. Eftir 25 mínútna leik tóku
menn sig saman í andlitinu og spil-
uðu frábærlega eftir það, sýndu
gríðarlega mikinn karakter að
koma til baka. Það hefur gengið
illa að snúa taflinu við eftir mót-
læti.
Maður fann það inni í klefa í
hálfleik að menn voru staðráðnir í
að bæta fyrir þennan fyrri hálf-
leik og sýna fólki það að við erum
með gott fótboltalið. Þessi leikur
var gríðarlega mikilvægur fyrir
framhaldið og sjálfstraustið hjá
liðinu. Úr því sem komið var þá
sleppur þetta. Við verðum að
mæta jafnvel stemmdir í seinni
leikinn eins og við gerðum síðasta
klukkutímann í leiknum. Við verð-
um að halda þessu áfram og taka
þetta með okkur í næsta leik á
móti HK,“ sagði Heimir - gmi
Naumur sigur gegn Grevenmacher
FH reif sig hressilega upp eftir að hafa lent 0-2 undir gegn Grevenmacher frá Lúxemborg. FH kom til baka
og náði að lokum að landa 3-2 sigri. Kærkominn sigur fyrir FH-inga sem hafa ekki spilað vel síðustu vikur.
VÍTI? FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson fiskar hér víti gegn Grevenmacher. Hann skoraði sjálfur úr spyrnunni og bætti öðru marki
við í síðari hálfleik. FH fékk fjölda færa í leiknum en varð að sætta sig við 3-2 sigur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON