Fréttablaðið - 18.07.2008, Síða 61

Fréttablaðið - 18.07.2008, Síða 61
FÖSTUDAGUR 18. júlí 2008 37 Ronnie Wood er kominn í meðferð, í sjöunda skiptið. Hann vill enn halda sam- bandi við hina rússnesku Ekaterinu Ivanovu, fjöl- skyldu sinni og móður Ekat- erinu til mikils ama. Rolling Stones-rokkarinn Ronnie Wood hefur tékkað sig inn í með- ferð á Prioary-meðferðarheimilinu. Hann sneri aftur heim til Englands fyrr í vikunni eftir að hafa dvalist á Írlandi og stundað stífa drykkju í félagsskap Ekaterinu Ivanovu, sem hann mun vera hugfanginn af. Aldur Ekaterinu virðist vera nokk- uð á reiki í fregnum að utan, en hún er sögð á bilinu átján til tuttugu ára gömul. Vinir hennar segja hana yfir sig ástfangna af Wood, en þau hafa þekkst síðan í apríl og hefur Ekater- ina meðal annars setið fyrir fyrir rokkarann. „Ronnie er mjög ringlaður nákvæmlega núna. Áfengið hefur náð tökum á honum. Hann er algjör- lega hugfanginn af Ekaterinu og sagði henni að hann ætlaði að reyna að smygla farsíma með sér svo þau gætu verið í sambandi áfram,“ segir vinur rokkarans. Eiginkona Woods, Jo, hefur hins vegar flúið land og haldið til Barcelona, en hún mun vera eyðilögð manneskja yfir fregn- unum af sambandi Ronnies og Ekat- erinu. Jo og Ronnie hafa verið gift í 23 ár og hefur samband þeirra yfir- leitt verið talið traust. Ronnie sneri aftur til Englands fyrr í vikunni eftir að sonur hans, Jesse, flaug til Írlands til að sann- færa föður sinn um að leita sér hjálpar. Það virðist hafa borið árangur og er Wood nú kominn í meðferð í sjöunda skipti á ævinni. Sjötta skiptið átti sér stað í júní og þá mun Ekaterina hafa heimsótt prinsinn sinn tvisvar sinnum. Ekaterina hefur líka snúið heim frá Írlandi og er nú í felum, að sögn móður hennar, Irinu. Sú er ekki heldur hrifin af sambandinu. „Ég vissi að þau áttu eitthvað sérstakt samband, en ég áttaði mig ekki á því hversu langt það gekk. Ég hélt að þau ynnu bara saman. Hún sagði að Ronnie hefði beðið hana um að sitja fyrir. Hann vildi teikna hana,“ segir Irina, sem er ekki hrifin af Wood. „Hvað heldur hann að hann sé að gera? Hann er nógu gamall til að vera afi hennar. Hann þarf að senda hana til baka áður en þetta fer úr böndunum og annaðhvort hún eða fjölskylda hans verða særð,“ segir Irina. Ronnie Wood kominn í meðferð SJÖUNDA MEÐFERÐIN Ronnie Wood er kominn í meðferð á Priory-heimilinu, eftir að sonur hans sannfærði hann um að það væri hið eina rétta í stöðunni. NORDICPHOTOS/GETTY HUGFANGIN Ekaterina Ivanova er komin í felur, en hún ku vera yfir sig ástfangin af rokkaranum sem er rúmum 40 árum eldri en hún. Á meðan heimsbyggðin bíður þess að fyrstu myndirnar af tvíburum Angelinu Jolie og Brads Pitt komi fyrir augu hennar hafa margir velt vöngum yfir nafngiftunum. Tvíburarnir hafa, eins og áður hefur komið fram, hlotið nöfnin Vivienne Marcheline og Knox Leon. Það þótti ekki beinlínis vera í takt við aðrar nafngiftir í fjöl- skyldunni, en í fjölmennum Jolie- Pitt hópnum eru fyrir börnin Maddox, Pax, Zahara og Shiloh. Fjölmiðlar greina nú frá því að Knox-nafnið sé komið frá afa Pitts, sem hét Hal Knox Hillhouse. Nafn- ið sjálft ku vera komið úr forn- ensku og tengjast hlíðum og hæðum, svipað og eftirnafn afans. Leon á ættir sínar hins vegar að rekja til grísku, og þýðir, mikið rétt, ljón, eða ljónshjarta. Systirin Vivienne Marcheline fær seinna nafn sitt frá móður Angelinu, sem lést snemma á síðasta ári. Vivienne á rætur sínar að rekja til latínu, og þýðir sú sem lifir, eða lífleg. Hin nöfnin fjögur hafa einnig einhverja merkingu sem liggur kannski ekki í augum uppi. Maddox er gamalt velskt nafn, sem þýðir góður og örlátur. Pax fær nafn sitt frá latneska orðinu fyrir frið, Zahara þýðir skínandi á arabísku, og nafnið Shiloh er komið úr hebresku og þýðir „gjöf hans“. Nefnd eftir ömmu og langafa VELJA NÖFNIN VEL Börn Angelinu Jolie og Brad Pitt hafa öll nöfn sem merkja eitt- hvað fallegt, en tvíburarnir eru þar að auki nefndir eftir ömmu og langafa sínum. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.