Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 40
útlit
smáatriðin skipta öllu máli
Hver kannast ekki við það að vera næstum því búinn
að keyra á þegar andlitið er sett upp í bílnum á leið-
inni í vinnuna? Hin ameríska Bobbi Brown veit hvernig
lífi konur lifa og hefur komið með sniðugan kremaugn-
skugga á markað sem er
borinn á augnalokin
með puttunum.
Það tekur innan
við mínútu að
maka honum á
og útkoman getur
ekki klikkað. Augnskugginn
getur þó þjónað fleiri hlutverk-
um því það er ekkert að því
að skella honum á varirnar á
sér ef kona er í slíku skapi. Lit-
urinn er í mildum sveppatón
sem hentar hverri konu.
Glamúrinn er mikill í nýjasta útlitinu frá MAC sem
er sveipað stemningu frá áttunda áratugnum með
smá diskóívafi. Ferskjulitaður kemur sterkur inn,
hvort sem er í augnskuggum eða varalit. Til
þess að ná útlitinu sem best er nauðsynlegt
að húðin sé í góðu jafnvægi og geisli af feg-
urð. Þegar húðin er orðin gyllt vegna sumars-
ins er kannski ekki lífsnauðsynlegt að nota
meik heldur dúppa sólarpúðri á andlitið,
helst með perluáferð. Varirnar eiga að vera
neonlitaðar helst í appelsínugulum tónum
eða ferskjulitaðar, annaðhvort mattar eða
háglansandi. Augnförðunin er létt og sum-
arleg. Augnskuggarnir eru með perluáferð
í ferskjulituðum tónum og svo fara litirnir
út í gulllitað. Ekki er mikið um skyggingar
heldur eiga augun að vera sem náttúruleg-
ust þótt það megi glitra á þau. Augun eru
römmuð inn með maskara sem á að vera í svörtum
eða brúnum tónum. Fallegt er að bera gráan blýant
alveg upp við augnhárin til að forma þau
ennþá betur. Þegar förðunin er klár er ekk-
ert annað í stöðunni en að skella sér í app-
elsínugula sumarkjólinn og njóta þess að
vera til.
martamaria@365.is
Nýjasta línan frá MAC er sveipuð stemningu frá áttunda áratugnum
Ferskjulituð förðun
NÝR MASKARI FRÁ NIVEA
Túrkislitaðar og sumarlegar umbúðir segja allt um nýja maskarann frá NIVEA sem nefnist
Extreme Resist. Hann mótar augnhárin og hefur þann eiginleika að geta haldið sér í 24 tíma
samfleytt. Eins og nafnið gefur til kynna gerir hann sitt gagn og meira til.
Gott er að setja svolítinn
augnblýant alveg við augna-
hárin til að fullkomna augn-
umgjörðina.
Kynþokkafull-
ar varir. Pink
Grapefruit er lit-
urinn.
Augnskugginn „Orange
Tangent“ er ómissandi til
að framkalla glamúrútlit
sumarsins.
Fyrir þær sem eru
meira fyrir vara-
lit er liturinn Mor-
ange málið.
Ertu tímabundin?
K
venpeningurinn dettur oft í þann pytt að
kvarta yfir hinu kyninu. Þær karlmannslausu
harma karlmannsleysið og þær ráðsettu eiga
það til að setja endalaust út á betri helming-
inn. Kvartanir kvenna eru þó oft á tíðum keimlík-
ar og snúast oftar en ekki um hvað karlpeningur-
inn sé óspontant og hugmyndasnauður. Allavega
þegar kemur að því að koma eiginkonum og kær-
ustum á óvart.
Um daginn sagði ég manninum mínum frá
uppákomu í fjölskyldunni sem snerist um að koma
fjölskyldumeðlimum á óvart. Þegar ég var búin að
segja honum söguna leit hann á mig með bros á
vör og sagði: „Þú þarft nú ekki að hafa áhyggj-
ur af þessu, ég er alltaf að gera eitthvað óvænt
fyrir þig.“ Ég svitnaði þegar ég fattaði að hann var
ekki að grínast enda minnist ég þess ekki að hafa verið sótt í þyrlu og boðið upp
á pulsu í Borgarnesi eða verið leidd að glæsivillu sem væri pökkuð inn í bleikar
slaufur með merkimiða sem á stæði „Til hamingju með daginn, elskan.“
Eftir nokkrar umræður um hvað það táknar að koma á óvart komst ég að því að
í hans huga kallast það að koma á óvart þegar hann gefur mér jólagjöf sem ég hef
ekki fyrirfram valið sjálf.
Í mínum huga flokkast þetta ekki alveg undir að koma á óvart því mér finnst
jafn sjálfsagt að að fá afmælis- eða jólagjöf sem ég hef ekki valið sjálf eins og að
kaupa í matinn eða fara út með ruslið.
Maðurinn minn varð þó óneitanlega spældur yfir þessu. Hann hafði líka lifað í
blekkingu því hann hélt í alvörunni að hann væri ótrúlega spontant, uppátækja-
samur og léki af fingrum fram þegar kæmi að því að koma mér á óvart. Samt verð
ég að viðurkenna að hann kom mér svolítið á óvart með þessum hugsunargangi
og var enn ein staðfestingin á því hvað kynin eru ólík.
Þegar vinir okkar komu í heimsókn nokkrum dögum síðar opnaði ég þessa um-
ræðu og komst að því að fyrirkomulagið var nánast með sama sniði og heima hjá
mér. Konan framkvæmdi en maðurinn naut góðs af. Reyndar höfðu þeir það sér
til málsbóta að eiga svo kröftugar konur að við værum alltaf búnar að græja og
gera allt þegar þeir rönkuðu við sér. Í leiðinni minntu þeir á að þetta væri alls ekki
illur ásetningur, þeir kæmust hreinlega ekki að fyrir frumkvöðlakraftinum og fram-
kvæmdagleðinni sem ríkti í brjóstum eiginkvenna þeirra. Þá mundi ég eftir atvik-
inu úr sjónvarpsþáttunum Stelpunum þar sem það „að koma á óvart“ snerist um
að karlinn öskraði BÖÖÖ með þeim afleiðingum kærastan datt út úr sófanum. Svo
leit hann á hana og sagði: „Þú bjóst ekki við þessu, elskan.“
Það er kannski ekki mín hugmynd um „að koma á óvart“ og auðvitað yrði ég
hundleið ef ég missti stjórnina á heimilinu í skjóli óvæntra uppákoma. Þar fyrir
utan eru óvæntar þyrluferðir í Borgarnes heldur ekki mín hug-
mynd um skemmtun. Mér finnst mikilvæg-
ara að eiga mann sem slær blettinn, ryk-
sugar, múrar heilu herbergin, skiptir á kúka-
bleium, eldar ofan í mig, þvær fötin mín og segir
að ég væri flott tíu kílóum þyngri. Eru það ekki
bara góðærisstælar að heimta óvæntar uppák-
omur í gríð og erg þegar kaffibollinn kostar
meira í París en Reykjavík?
Marta María Jónasdóttir
martamaria@365.is
Góðærisstælar
og
12 • FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008