Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 66
42 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Það var líklega fagnað vel í Neðra-Breiðholtinu þegar Eiður Smári Guðjohnsen fór frá Chelsea til Barcelona fyrir ríflega 8 milljónir punda, um 1,2 millj- arða íslenskra króna. ÍR, Valur og KR skiptu á milli sín svokölluðum uppeldisbótum. ÍR fékk tæpar átta milljónir í sinn hlut, Valur um milljón minna og KR um eina milljón. Þrjár tegundir bóta Útreikningar við bætur fyrir leik- menn eru vægast sagt flóknir. Þær skiptast í þrennt. Uppeldisbætur eru aðeins greiddar þegar leik- maður skrifar undir sinn fyrsta leikmannasamning, eða við sölu á leikmanninum sem atvinnumanni þar til hann verður 23 ára. Eftir 23 ára aldur eru því engar bætur greiddar. Þá eru einnig greiddar svokall- aðar Samstöðubætur. Þær eru 5% að kaupverði leikmanns sem greiðist aðeins ef hann er seldur á milli landa. ÍBV hefur til að mynda aldrei fengið uppeldisbætur fyrir Hermann Hreiðarsson sem hefur fimm sinnum skipt um félag, en alltaf innan Englands. Þriðja tegundin er svo hlutdeild í félagaskiptagjaldi. Ef leikmaður hefur spilað með fleiri en einu félagi á þremur síðustu heilu keppnistímabilum eiga öll félögin rétt á hlutdeild í kaupverðinu. Dæmi um bæturnar eru í kassan- um hér fyrir neðan þar sem Pálmi Rafn Pálmason, nýjasti atvinnu- maður Íslands, er tekinn sem dæmi. Félög þurfa að vera vakandi Gísli Gíslason er formaður for- manna í Landsbankadeild karla. Hann er einnig formaður knatt- spyrnudeildar ÍA sem fékk bætur fyrir Grétar Rafn Steinsson. Hann segir að félög þurfi að vera vakandi fyrir sínum rétti. Á fundi formannanna nýverið voru bæt- urnar ræddar. „Við ræddum um að það þyrfti að upplýsa félög um meginregl- urnar sem gilda í þessu á einfald- an hátt. KSÍ tók mjög vel í að fara í það með okkur. Við höfum mest- ar áhyggjur af því að félög séu ekki meðvituð um það regluverk sem er í gildi. Eins og gengur er áhugasamt fólk í stjórnum félaga en það hefur ekki endilega þann bakgrunn sem þarf til að þekkja regluverkið,“ sagði Gísli sem er lögfræðingur að mennt. Hann segir einnig að KSÍ hafi tekið jákvætt í að hafa trúnaðar- lögræðing á sínum snærum. „Hann gæti beitt sér fyrir þess- um málum ef eftir því er óskað,“ segir Gísli sem er nokkuð viss um að félög hafi misst af tekjum vegna vanþekkingar á reglunum. „Við höfum ekki nein staðfest dæmi en það er mjög líklegt. Svo getur þetta líka verið öfugt, félög telja sig eiga rétt á bótum en eiga það ekki,“ sagði Gísli. Erlend félög treg Dæmi eru um að erlend félagslið séu mjög treg í að borga slíkar bætur. Sumir höfðu heyrt dæmi um að félög fölsuðu hreinlega samninga til að sleppa við að borga bæturnar. „Það getur tekið óra- tíma að fá þetta greitt,“ segir Pétur Stephensen, fram- kvæmdastjóri FH. Hann segir þó að FH fylg- ist vel með sínum máli og gefi ekkert eftir. „Við erum mjög harðir á að fá bætur fyrir okkar menn. Ég held að ekkert félagslið á Íslandi gefi þetta eftir,“ sagði Pétur sem sagðist hafa unnið vel með KSÍ í þess- um málum. Hann benti á, líkt og flestir viðmælendur, að hver einasta króna í kassann skipti mál, sér í lagi á þessum síðustu og verstu tímum í þjóðfélaginu. ÍR græðir á Eiði Smára Bragi Björnsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, segir að félagið hafi fengið tæpar átta milljónir króna þegar Eiður Smári Guðjohnsen hafi verið seldur. Hann taldi að Valur fengi aðeins lægri upphæð og KR um eina milljón. „Þetta skiptir miklu máli fyrir okkur,“ sagði Bragi en ÍR skipti upphæðinni milli allra deilda innan félagsins. „Þetta er auðvitað afar kær- komið,“ segir Bragi. KS á Siglufirði fékk tæpar fjórar milljón- ir þegar Grétar Rafn Steinsson fór frá AZ Alkmaar til Bolton og ÍA líklega um helming þeirr- ar upphæðar. N a u ð s y n - legt að fylgj- ast með Gísli undir- strikar að nauðsynlegt sé að hafa gott bókhald utan um leikmenn sína, allt frá unga aldri. „Það þurfa allir að halda vöku sinni yfir því hverju þeir eiga rétt á. Félög verða að fylgjast með þessu,“ segir Gísli. hjalti@frettabladid.is Misstórir dropar í uppeldisbætur Íslensk félög græða mörg á því að hafa selt sína bestu leikmenn til útlanda. Fyrir sum félög eru þetta þó aðeins dropar í djúpt haf fjármálarekstursins en fyrir minni félög kærkomnar krónur í kassann. Þrjú félög fá uppeldisbætur fyrir Pálma Rafn Pálmason og ÍR fagnar vel þeim milljónum sem koma fyrir Eið Smára. FJÓRAR MILLJÓNIR KS á Siglu- firði fékk tæpar fjórar milljónir þegar Grétar Rafn Steinsson var seldur frá AZ Alkmaar til Bolton á Englandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÍR OG VALUR GRÆÐA VEL Á EIÐI ÍR fær um átta milljónir króna í sinn hlut vegna Eiðs Smára Guðjohnsen sem lék með félaginu á sínum yngri árum. Valur fékk aðeins lægri upphæð, tæpar sjö milljónir. Hér er hann í leik með Val árið 1994 gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli. MYND/BRYNJAR GAUTI Þegar Heiðar Helguson fór út í atvinnumennsku voru ekki til neinar reglur um uppeldis- greiðslur. Heiðar fór frá Dalvík til Þróttar og síðan til Lillestrøm í Noregi. Þaðan var hann seldur til Watford. Hvorugt íslenska félagið fékk krónu fyrir. „Heiðar er mikill heiðurs- maður og þegar hann var seldur til Englands tók hann þá ákvörðun að láta fé af hendi rakna til Dalvíkur,“ sagði Björn Friðþjófsson Dalvíking- ur um Heiðar. Heiðar Helguson: Borgaði Dalvík fyrir sjálfan sig PÁLMI RAFN: FRÁ VÖLSUNGI TIL STABÆK Fréttablaðið tekur sem dæmi um uppeldis- bætur Pálma Rafn Pálmason, nýjasta atvinnu- manni Íslendinga. Heimildir Fréttablaðsins herma að kaupverð Stabæk á Pálma sé tæpar 40 milljónir króna og miðum við við 37 milljónir í þessu tilfelli. Útreikningarnir þurfa ekki að vera 100% réttir en ættu að gefa ágæta mynd af því hvernig greiðslurnar skiptast. SAMSTÖÐUBÆTUR Fimm prósent af söluverði skiptast á milli félaga sem leikmaðurinn hefur verið hjá frá 12 ára aldri til 23 ára aldurs. 12-15 ára: 5% (0,25% af heild) hvert tímabil 16-23 ára: 10% (0,5% af heild) hvert tímabil HLUTDEILD Í FÉLAGASKIPTAGJALDI Hafi leikmaður leikið fyrir annað félag/önnur félög eitthvert af síðustu þremur heilu keppnistímabilum á Íslandi skal það/þau eiga hlutdeild í félagaskiptagjald- inu. Hlutdeildin er í réttu hlutfalli við dvöl hans hjá hverju þeirra innan tímamarka keppnistímabils. SAMSTÖÐUBÆTUR VÖLSUNGS, KA OG VALS 6-17 ára í Völsungi: 935.882 krónur 18 ára til KA: 544.118 krónur 22 ára til Vals: 370.000 krónur HLUTDEILD KA Í FÉLAGASKIPTAGJALDINU Knattspyrnutímabil á Íslandi er skilgreint frá 1. febrúar til 15. október. Pálmi hefur leikið með tveimur félögum, KA og Val, síðustu þrjú tímabil. Greiðslan skiptist því á milli þeirra í réttu hlutfalli. Ef miðað er við að Pálmi skrifi undir 25. júlí hjá Stabæk eru síðustu þrjú tímabil á Íslandi frá 25. júlí 2005 til 25. júlí 2008. Knattspyrnutímabilið á þremur árum eru 25.5 mánuðir. Pálmi lék því með KA í þrjá mánuði af þessum 25,5 sem uppsker eftir því. KA: 4.135.294 milljónir Valur: 31.014.706 milljónir Samtals: Pálmi Rafn Pálmason Fæddur: 9. nóvember ´84 Uppalinn í Völsungi 21. febrúar 2003 fer hann til KA (18 ára) 1. janúar 2006 fer hann til Vals (21 árs) Júlí 2008 fer til Stabæk í Noregi (23 ára) Völsungur: 935.882 krónur KA: 4.679.412 krónur Valur: 31.384.706 krónur Samtals: 37 milljónir NFL Ameríska íþróttagoðsögnin Brett Favre er hugsanlega hættur við að hætta í boltanum en hann sagði á blaðamannafundi þann 3. mars síðastliðinn að hann hefði leikið sinn síðasta leik á ferlinum. „Ég er sekur um að hætta of snemma og það er ástæða fyrir því. Er ég sagðist vera hættur var ég ekki alveg viss um hvort ég vildi spila,“ sagði hinn 38 ára gamli Favre en blaðamannafund- urinn er hann sagðist vera hættur var dramatískur í meira lagi enda felldi Favre tár á fundinum. Hann átti frábært tímabil á síðustu leiktíð og var ekki fjarri því að koma yngsta liði deildarinnar, Green Bay Packers, í sjálfan SuperBowl-leikinn. Eftir að það kvisaðist út að hann væri að íhuga endurkomu hefur allt farið í loft upp í Green Bay þar sem Favre lék í 16 ár. Þjálfari liðsins var þegar búinn að ákveða að tefla arftaka hans fram næsta vetur en forráða- menn félagsins eru í mikilli krísu og eiga erfitt með að skilja Favre eftir ef hann vill halda áfram. „Mér var tjáð að það væri ekki lengur möguleiki að spila í Green Bay. Seinna heyrist að þeir geti ekki hugsað sér að hafa mig í öðru liði. Ég er því í lausu lofti. Hef ekki ákveðið mig endanlega en það er fiðringur í mér,“ sagði Favre. - hbg Brett Favre: Íhugar endur- komu í NFL FÓTBOLTI Steve Coppell, knatt- spyrnustjóri Reading, skaut föstum skotum að reyndari leikmönnum Reading í viðtali við The Reading Chronicle í gær þar sem hann sagði engan leikmann öruggan um sæti sitt í byrjunar- liðinu á næstu leiktíð í Champ- ionship-deildinni. „Ef einhverjir leikmenn liðsins halda að þeir fái einhverja sérmeðferð fyrir aldur og fyrri störf þá skjátlast þeim hrapal- lega. Eins og staðan er í dag þá er mikil samkeppni um stöður í liðinu og þeir sem leggja sig fram af lífi og sál munu fá tækifærið,“ sagði Coppell og hrósaði nokkrum leikmönnum sérstaklega og þar á meðal hinum 18 ára Gylfa Þór Sigurðssyni. „Ég hef trú á því að leikmenn eins og Jem Karacan, Gylfi Sigurðsson, Jimmy Kebe og Alan Bennett eigi eftir að blanda sér í baráttuna og þeir hafa tækifæri til þess að vinna mig á sitt band á þessu tímabili,“ sagði Coppell. - óþ Steve Coppell, Reading: Bindur vonir við Gylfa Þór AÐVÖRUN Coppell sendir reyndari leikmönnum Reading tóninn og segir að enginn sé öruggur um sæti í liðinu. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.