Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 70
46 18. júlí 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. eyja í Asíu, 6. tveir eins, 8. hljóð rjúpunnar, 9. skjön, 11. guð, 12. viðburður, 14. Stefna, 16. málmur, 17. líða vel, 18. haf, 20. ónefndur, 21. traðkaði. LÓÐRÉTT 1. kvísl, 3. rykkorn, 4. aumkunn, 5. herma, 7. litatónn, 10. síðan, 13. svelg, 15. einn milljarðasti, 16. kær- leikur, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. Java, 6. ll, 8. rop, 9. mis, 11. ra, 12. atvik, 14. boðun, 16. ál, 17. una, 18. sær, 20. nn, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. álma, 3. ar, 4. vorkunn, 5. apa, 7. litblær, 10. svo, 13. iðu, 15. nanó, 16. ást, 19. ró. „Já, Charlie Watts er þarna í nokkr- um lögum á plötunni Dawn of the Human Revolution,“ segir Herbert Guðmundsson tónlistarmaður með meiru. Leyndarmál, sem farið hefur verið með sem mannsmorð í tón- listarbransanum nú í kvartöld, er nú gert opinbert. En þannig er að Charlie Watts, trommari Rolling Stones, spilar í nokkrum lögum á plötu Herberts, Dawn of the Human Revoluton, sem kom út árið 1985 meðal annars á megasmelli Hebba Can’t Walk Away. Hvernig má þetta vera? Þannig var að þegar Hebbi vann við að hljóðblanda plötuna í London í október árið 1984 í félagi við íslenskan hljóðmann ónefndan þá fannst þeim sem það vantaði almennilegt trommusánd. Hebba minnir að þetta hafi verið í Tapestry Records og hljóðmaðurinn spurði hvort ekki væri rétt að bæta sum laganna með trommuslætti frá Charlie Watts. „Stones höfðu þá verið að taka þarna upp og snerill- inn hans Charlies hafði orðið eftir í „samplernum“. Hann sagðist eiga þennan rosalega feita og þétta og sneril og sagði hann vera frá þess- um manni kominn. Og við notuðum hann í nokkur lög. Sennilega í Can´t walk away, örugglega í Wild Town og einhver rokklög önnur,“ segir Herbert. Sem jafnframt lofaði því þá að þetta færi ekki lengra. „Ég þorði ekki að tala um þetta svo ég fengi ekki yfir mig málaferli. Eða að ferli hljóðmannsins yrði rústað,“ segir Hebbi og telur ólíklegt að Stones fari í málaferli við sig nú þetta mörgum árum síðar. En þetta var vitanlega ólöglegt og Charlie Watts var aldrei spurður. Þannig var að áður en Stones ætla í stúdíó þá mætir Charlie Watts hálfum mánuði áður til að stilla trommurnar og „sándið“. Og er einmitt fræg- ur fyrir að ná sérstaklega góðu „sneril-sándi“. Hann spilar þá inn takta og sóló sem tekin eru upp á sérstakar rásir. Sé litið til ártalsins þá er þetta reyndar frá niðurlægingarskeiði í sögu Rolling Stones, þegar fátt var með þeim Mick Jagger og Keith Richards og Charlie Watts átti við heróínfíkn að stríða. En líklega eru þetta trommurásir sem Steve Lillywhite tók upp fyrir plöt- una Dirty Work sem kom út árið 1986. Tvö ár liðu en áður höfðu Stones sent frá sér hljóðversplötuna Und- ercover árið 1984 þannig að tæp- lega getur verið um trommurásir af þeirri plötu að ræða. Á Dirty Work er til dæmis lagið Harlem Shuffle og geta rokksögugeggjarar nú borið saman Dirty Work og Dawn of the Human Revolution og hlustað einkum eftir snerilhöggum Watts. „Jújú, auðvitað er það sérstakt að vera með trommuslátt frá Charlie. Og ég hef legið á þessum upplýs- ingum eins og ormur á gulli allan þennan tíma. Og ekki þorað að segja nokkrum manni,“ segir Hebbi sem nú vinnur að nýrri plötu þar sem öllu verður tjaldað til – Spegill sálarinnar – en þó ekki trommara Stones. jakob@frettabladid.is HERBERT GUÐMUNDSSON: EKKI ÞORAÐ AÐ SEGJA NOKKRUM MANNI FRÁ ÞESSU Charlie Watts trommar fyrir Herbert Guðmundsson CHARLIE WATTS Einhver flottasti trymbill sögunnar lagði Hebba til sneril á plötuna Dawn of the Human Revolution. „Ég er að sjálfsögðu himinlifandi með að Snorri Þórisson hafi keypt réttinn. Óhemju flinkur fagmaður. Ég veit að honum er mikil alvara með að gera úr þessu alvöru bíómynd,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, forstjóri Forlagsins, sem er útgefandi Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Kvikmyndafélagið Pegasus hefur undirritað samning við Réttindastofu Forlagsins um kvikmyndarétt á skáldsög- unni Yosoy eftir Guðrúnu Evu. Bókin kom út árið 2005 og hlaut Menningarverðlaun DV. Hún fjallar um óvenjulegt fjölleika- hús sem rekið er í gamalli ullarverk- smiðju við Álafoss og óhugnanlega starfsemi þar. „Sagan er tvímælalaust vel fallin til kvikmyndunar. Jájá, grótesk bók. Mjög. Og ég held að þetta geti orðið gríðarlega spennandi kvikmynd,“ segir Jóhann Páll og sér ekki neitt því til fyrirstöðu að filma óhugnaðinn. Kvikmyndaréttur sem þessi er ekki metinn undir milljón. Og þá sem staðfestingargjald viðkomandi kvik- myndagerðarmanns. Fari myndin í framleiðslu bætist við þá upphæð og eru svo samningsákvæði um frekari greiðslur til samræmis við velgengni myndarinnar. Sem fyrr segir er það Snorri Þórisson hjá Pegasus sem nú hefur tryggt sér kvik- myndaréttinn en það er Marteinn Þórsson sem skrifar handrit upp úr bók Guðrúnar. „Ég hef óbilandi trú á Guðrúnu Evu. Og kannski ekki tímabært um að tala en við verðum með nýja bók eftir hana í haust, bók sem ég held að eigi eftir að vekja gríðarlega athygli. Og ljóst þykir mér að Snorri ætti þá að vera í startholunum með að tryggja sér réttinn á henni líka,“ segir útgefandinn snjalli. - jgb Yosoy Guðrúnar Evu kvikmynduð SAMINGUR UM KVIKMYNDARÉTT UNDIRRITAÐUR Úa Matthí- asdóttir hjá Forlaginu, Snorri Þórisson og Guðrún Eva kát við undirritun samnings. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓHANN PÁLL Glænýr viltur lax Úrval fi skrétta á grillið Óbreytt fi skverð frá áramótum GANGA.IS Ungmennafélag Íslands „Það var einhver flensa að ganga í vinnunni svo ég ákvað bara að taka góðan skammt af vítamínum í forvarnarskyni. Í kjölfarið varð ég svo bara veikur og lá í rúminu í tvo daga,“ segir Guðjón Baldvins- son sem starfar hjá Visa Valitor og leikur knattspyrnu með meistara- flokki KR. Guðjón hefur staðið sig vel með KR í sumar og leist ekki á blikuna fyrst um sinn. „Þegar ég spurði aðila sem þekkir til, sagði hann að þetta væri eflaust vítamíneitrun af völdum of mikillar neyslu á A-vítamíni sem skilst ekki út úr líkamanum líkt og vatnsleysanleg vítamín gera,“ útskýrir Guðjón sem þjáð- ist af miklum höfuðverk í tvo daga. „Mér fannst frekar heimsku- legt að lenda í því að fá eitrun útaf of mikilli vítamínneyslu, en núna er maður bara eiturhress,“ segir Guðjón og hlær. Aðspurður hvað sé framundan segist Guðjón stefna á háskóla- nám. „Ég er að fara að hætta hjá Visa í næsta mánuði og fer í við- skiptafræði í Háskólanum í Reykjavík í haust. Svo er það auð- vitað fótboltinn með KR,“ segir Guðjón að lokum. -ag Fótboltamaður fékk vítamíneitrun ALLT BEST Í HÓFI Guðjón segist framveg- is ætla að taka vítamín í hófi, en hann þjáðist af miklum höfuðverk og slapp- leika eftir að hafa tekið stóran skammt af vítamínum í forvarnarskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Upptökur á myndinni Reykjavík Whale Whatching Massacre munu hefjast í byrjun ágúst. Myndin er í leik- stjórn Júlíusar Kemp en framleiðslu- fyrirtæki hans og Ingvars Þórðarson- ar, Kisi, framleiðir myndina. Leikarar myndarinnar koma víða að, meðal annars frá Japan. Ekki fæst gefið upp hvaða erlendu leikarar leika í myndinni en meðal Íslendinga verða Leðurfésið Gunnar Hansen, Helgi Björnsson, Stefán Jónsson og Guðrún Gísladóttir. Þorvaldur Davíð Kristjánsson ferðast nú um landið ásamt tveimur bandarísk- um leiklistarnemum úr Juiliard og Columbia í New York. Vinna þau að leikgerð upp úr Íslendingasögunum, eins og Fréttablaðið greindi frá á vormánuð- um. Þremenningarnir eru nú staddir á Egilsstöðum þar sem þeir munu skemmta bæjarbúum með örverki eftir þá sjálfa. Herlegheitin munu verða sýnd í Sláturhúsinu þar í bæ en það eru Guðjón Sigvaldason leikstjóri og leikhópurinn Frú Norma sem ráða yfir því húsnæði. Heiðar Austmann, útvarpsmaður- inn geðþekki, lumar oft á ýmsu góð- gæti fyrir hlustendur sem hringja inn. Á dögunum var hann að gefa nýju plötu Merzedes Club, I wanna touch you, sem hlotið hefur prýðis dóma víðast hvar. Einn hlustandi Heiðars kunni þó ekki að meta þessa gjöf Aust- mannsins og fussaði í símann yfir því að hann væri að gefa diskinn. Vildi hlustandi þessi frekar verða sér úti um ókeypis tjald og afþakkaði því geisladiskinn kröftuglega. Kannski hann hafi verið hesta- maður. -shs FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hlusta nú eiginlega mest á útvarp í vinnunni og skipti þá aðallega á milli FM 957 og svo Flass 104,5.“ Jóhann Kröyer rafvirki. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1. Fjögur prósent. 2. Ásmundur Jóhannsson. 3. Þyrluflug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.