Fréttablaðið - 18.07.2008, Blaðsíða 63
FÖSTUDAGUR 18. júlí 2008 39
Orðrómur er á kreiki þess efnis
að írski leikarinn Colin Farrell sé
að verða pabbi í annað sinn, eftir
að hann og kærasta hans, Emma
Forrest, sáust kaupa þungunar-
próf í Los Angeles á dögunum.
Skötuhjúin opinberuðu samband
sitt fyrir rétt um mánuði síðan en
hafa verið óaðskiljanleg
síðustu vikur, og ku Far-
rell nú vera að undirbúa
flutning til Holly-
wood til að búa með
kærustu sinni. Farrell á
fyrir soninn James,
fjögurra ára,
með fyrrver-
andi kærustu
sinni, Kim
Bordenave.
Samband
Orlando Bloom og áströlsku
fyrirsætunnar Miröndu Kerr
virðist vera á hálum ís. Fjölmiðlar í
Bandaríkjunum greindu frá því að
þau væru hætt saman eftir að til
Miröndu sást í félagsskap
fyrrverandi kærasta
síns, olíuerfingjans
Brandon Davis, og
sögðu sjónarvottar
þau hafa kært sig
kollótt um hver yrði
vitni að kossaflensinu
þeirra á milli. Tals-
maður Miröndu
neitar því hins
vegar að hún og
Bloom hafi skilið
að skiptum.
Madonna rær nú að því öllum
árum að ná Britney Spears og
Justin Timberlake saman á svið
fyrir væntanlegt tónleikaferðalag
hennar, Sticky and Sweet. Spears
og Timberlake gætu þurft dálitlar
fortölur til að fallast á það, en þau
hafa lítið sem ekkert sést
saman síðan þau slitu
sambandi sínu árið
2002. Talið er líklegra
að þau fallist á að
koma fram hvort
í sínu lagi, en
þau hafa bæði
unnið með
Mad-
onnu í
gegnum
tíðina.
American Beauty-leikkonan Mena
Suvari hefur trúlofað sig. Kærasti
hennar er tónlistarframleiðandinn
Simone Sestito, en þau hafa verið
saman í tæpt ár. Mena mun þó
vilja fara hægt í sakirnar, en hún
var áður gift hinum átján árum
eldri Robert Brinkmann í fimm
ár. Þau skildu árið 2005.
Mena hefur ekki verið
mjög áberandi á hvíta
tjaldinu síðustu ár,
en hún leikur næst í
sjónvarpsmyndinni
Murder in Sin City
á móti Matthew
Modine.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn
Benedikts Erlingssonar, hefur
verið valin í aðalkeppni Nordisk
Panorama-kvikmyndahátíðar-
innar sem haldin verður í Sví-
þjóð í haust. Hátíðin er sérstak-
lega ætluð heimildar- og
stuttmyndum og komust tvær
íslenskar stuttmyndir inn í aðal-
keppnina í ár. Framleiðendur
myndarinnar eru þeir Örn Mar-
inó Arnarson og Þorkell Harðar-
son sem saman reka fyrirtækið
Merkell.
„Við funduðum með Benedikt í
fyrra og ætluðum að framleiða
fyrstu myndina hans, Takk fyrir
hjálpið, en hún endaði hjá öðrum
framleiðanda. Við fengum svo
veður af Naglanum og leist ljóm-
andi vel á handritið og ákváðum
að framleiða hana,“ segir Þorkell
um upphafið á samstarfinu við
Benedikt. „Það eru stórleikarar í
næstum öllum hlutverkum mynd-
arinnar og tónlistarkonan vin-
sæla, Ragnhildur Gísladóttir,
semur tónlistina fyrir hana.“
Benedikt Erlingsson, leikari
og leikstjóri myndarinnar, segir
að hægt sé að skilja myndina á
marga vegu en að í stuttu máli
fjalli hún um dauða og kynlíf
eins og allar góðar sögur. „Ég vil
helst ekki segja of mikið, en
sagan er um mann sem verður
fyrir slysi og í kjölfar þess leys-
ast úr læðingi innra með honum
áður óþekkt öfl,“ segir Benedikt,
en hann er jafnframt höfundur
handritsins.
Þrjár íslenskar heimildar-
myndir voru einnig valdar til að
taka þátt í hátíðinni og er heim-
ildarmyndin Kjötborg þar á
meðal. - sm
Nagli Benedikts til Svíþjóðar
TIL SVÍÞJÓÐAR Í HAUST Stuttmyndin
Naglinn hefur verið valin í aðalkeppni
Nordisk Panorama.
Elton John hefur aðstoðað ísfram-
leiðandann Ben & Jerry‘s við að
búa til nýjan ís sem hefur fengið
heitið Goodbye Yellow Brickle
Road.
Ísinn verður til í takmörkuðu
upplagi og verður aðeins fáanleg-
ur í ísbúðum framleiðandans í
Vermont frá 18.-25. júlí. John réði
sjálfur innihaldi og bragði íssins
sem er blanda af hnetusmjörs- og
súkkulaðiís með hvítum súkku-
laðibitum í.
Allur ágóði af sölu íssins mun
renna til Alnæmissamtakanna.
Ís með Eltonbragði
REYNIR FYRIR SÉR Á NÝJUM VETTVANGI
Elton John hefur aðstoðað ísframleið-
anda með nýja bragðtegund.