Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 1

Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 24. júlí 2008 — 200. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÚTIVIST OG FERÐALÖG Leyndir fjársjóðir Sérblað um útivist og ferðalög FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR Alltaf haft skoðanir á augabrúnum fólks • tíska • sumar • heimili • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN SUMAR FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Þórhildur Jónsdóttir snyrtifræðingur hefur lengi haft mikinn áhuga á snyrtingu og förðun. „Ég hef alltaf haft áhuga á snyrtingu og förðun almennt. Bara frá því að ég var unglingur og barn í rauninni,“ segir Tóta, eins og húfór mjög mitt.“ Tóta ákvað að leggja snyrtifræðina fyrir sig þegar mamma hennar sá auglýsingu um námið. „Mamma var að hugsa um að fara sjálf Svo á við okkur á því að það ák Stíll Þórhildar er breytilegur og fer eftir aðstæðum og skapi hennar.Farðaði vinkonur ung FRÉTTAB LAÐ IÐ /ARN ÞÓ R ÍSLENSKT Í VETURÍslenskir hönnuðir eru farnir að leggja línurnar fyrir veturinn en margir þeirra eru með vinnustofur og verslanir í miðbænum. TÍSKA 2 SKIPALAGT ELDHÚSÍ litlum eldhúsum skiptir skipulagið máli og mikil-vægt er að öll vinnutæki séu rétt staðsett svo rýmið nýtist sem best. HEIMILI 4 útivist og ferðalög FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 Landsmót skáta Aðalsteinn Þorvalds- son varð skáti á full- orðins aldri. Hann er nú á landsmóti. TÍMAMÓT 48 VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja STJÓRNMÁL „Ekki hefur verið hætt við Bitruvirkjun heldur undirbún- ingi hætt meðan málið er skoðað betur,“ segir Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum í maí að hætta undir- búningi Bitruvirkjunar og fresta frekari framkvæmdum á svæðinu. Borgarstjóri óskaði borgarbúum þá til hamingju með að Bitruvirkj- un hefði verið slegin af. Kjartan sagði við það tilefni að rétt hefði verið hjá borgarstjóra að þessar framkvæmdir hefðu verið slegnar af, hvað sem yrði í framtíðinni. Nú segir Kjartan alls ekki fallið frá öllum áformum um virkjunina. „Við brugðumst við mjög ein- dregnu áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum virkj- unarinnar og samþykktum því að fresta framkvæmdum.“ Hann segir spurningar um, hvort hlut- verk Skipulagsstofnunar sé að taka afstöðu gegn virkjunum eins og þar var gert, hafi komið fram í kjölfarið og verði skoðaðar. „Ákvarðanir um framhald verk- efnisins verða teknar í samráði við eigendasveitarfélög Orkuveitunn- ar og sveitarfélagið Ölfus sem stýrir skipulagi svæðisins.“ Kjart- an bendir einnig á að þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að doka við með Bitruvirkjun sé unnið að miklum framkvæmdum á Hellisheiði. Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, gagnrýna í Markaðn- um í gær að meirihlutinn í borg- inni virðist hafa tekið Bitruvirkjun út af borðinu. Bjarni kveðst telja menn þar hafa hlaupið á sig. „Ég trúi því að áður en mjög langt um líður muni menn átta sig á því og vinda ofan af þeirri ákvörðun og taka aftur til við virkjanir á Hellisheiðinni,“ segir Bjarni. - ht Kjartan ekki hættur við Bitruvirkjun Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir að ekki hafi verið fallið frá öll- um áformum um Bitruvirkjun. Virkjunin var slegin af fyrir tveimur mánuðum. HLÝTT Í VEÐRI Í dag verður víða suðaustan 3-8 m/s en 5-10 SV- og V-til. Bjart með köflum norðan- og austanlands en dálítil væta sunnan- og vestanlands. Hiti á bilinu 10-20 stig, hlýjast norðaustan til. VEÐUR 4 14 16 17 13 14 BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON Keppir í siglingum Hefur stundað siglingar frá níu ára aldri FÓLK 50 Besta myndin Heath Ledger þykir stórkostlegur í The Dark Knight, bestu Batman-myndinni frá upphafi. KVIKMYNDIR 36 LANDSMÓT SKÁTA UNDIRBÚIÐ Þessar skátastelpur eru frá Wales og taka þátt í Landsmóti skáta sem fer fram að Hömrum við Akureyri um helgina. Í gær unnu skátarnir hörðum höndum að því að setja upp tjaldbúðir og reisa hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR EFNAHAGSMÁL Gjalddagi krónu- bréfa mun hugsanlega hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrismarkað, segir Lúðvík Elíasson, hagfræð- ingur hjá Landsbankanum. „Líklegt er að áhrifin verði að einhverju leyti jákvæð þar sem hugsanlegt er að aðgengi almennings og fyrirtækja að fjármögnun í erlendri mynt batni í kjölfarið,“ segir Lúðvík Hann telur að gengið komi ekki til með að veikjast meira þrátt fyrir stóran gjalddaga í haust. Landsbankinn gaf í gær út stýrivaxtaspá þar sem gert er ráð fyrir lækkun í nóvember. -bþa/ sjá síðu 22 Stýrivaxtalækkun í nóvember: Gjaldagi krónu- bréfa losar fé Valdmörk og mótvægi „Lýðræðið er flókið gangverk. Það útheimtir bæði frjálsar kosningar og styrkar stofnanir til að veita kjörnum stjórnvöldum aðhald, svo að þau virði valdmörk sín,“ skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 24 Íslandsmótið í höggleik Birgir Leifur tekur út völlinn í Eyjum. ÍÞRÓTTIR 46 RÚSSLAND, AP Flokkur um þrjátíu stórra bjarna drap og át í gær tvo menn sem stóðu vörð við platínu- námu á Kamtjatkaskaga í Rússlandi. Um fjögur hundruð starfsmenn námunnar neita að fara til vinnu af ótta við birnina. Birnirnir eru þriggja metra langir og vega allt að sjö hundruð kíló. Yfirvöld segja að veiðimenn verði sendir til að hrekja burt eða drepa birnina. Bjarnaárásir eru tíðar á hinum afskekkta Kamt- jatka-skaga í Austur-Rússlandi. - gh Náma á Kamtjatkaskaga: Hópur bjarna átu tvo menn KAMTJATKA-BJÖRN Kamtjatka-birnir eru stórir og ógnvænlegir. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, FBL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir það ekki hafa verið erfiða ákvörð- un að vera viðstaddur Ólympíu- leikana í Kína í samtali við blaða- mann Fréttablaðsins í New York. Ólafur segir Íþrótta- og Ólympíu- samband Íslands hafa boðið sér að verða viðstaddan leikana fyrir tveimur árum. Þá segir Ólafur að Hu Jintao, forseti Kína, hafi boðið honum formlega á viðburðinn þegar hann var staddur í Kína fyrir tveimur árum. Hu Jintao hafi svo ítrekað boð sitt þegar þeir hittust í fyrra. Ólafur segir einnig að í stjórnar- setu sinni í Ólympíuleikum fatl- aðra hafi sér orðið ljóst að íþróttir geti verið öflugt tæki til að auka skilning á milli þjóða. „Þar að auki hef ég sannfærst um það á undanförnum árum, eftir að hafa setið fjölda viðræðu funda með kínverskum áhrifamönnum að vænlegasta leiðin til að styrkja mannréttindi og lýðræðisþróun í Kína er að eiga jákvæðar viðræð- ur við kínverska ráðamenn, sýna þeim virðingu og sóma en um leið tengja þá inn í hina alþjóðlegu umræðu. Aðrar aðferðir, sem ein- kennast fremur af fjandskap og gagnrýni, skila ekki jafn miklum árangri eins og dæmin sanna.“ - kdk, - sh Forsetinn segir það ekki erfiða ákvörðun að vera viðstaddur Ólympíuleikana: Virðing skilar meiru en fjandskapur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.