Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 8

Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 8
 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR BELGRAD, AP Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, ætlar að verja sig sjálfur við stríðsglæparéttarhöldin í Haag. Hann verður líklega framseldur til stríðsglæpadómstólsins þar í byrjun næstu viku. Síðustu mánuði hafði Karadzic búið í Belgrad þar sem hann rak óhefðbundna lækningastofu fyrir opnum tjöldum. Hann var nánast óþekkjanlegur orðinn, með sítt hvítt skegg og hvítt hár, gekk undir öðru nafni en fór ekki í felur að öðru leyti. Hann átti þar kærustu sem hann kynnti jafnan sem aðstoðarkonu sína, þóttist eiga fjölskyldu í Bandaríkjunum og skrifaði reglu- lega í heilsutímarit og kom fram opinberlega á fundum. Hann var fastagestur á knæpu skammt frá heimili sínu í Belgrad, þar sem hann pantaði jafnan rauð- vín. Knæpan heitir Vitfirringa- hælið og þar hanga á veggjum myndir af honum og Ratko Mladic herforingja, sem enn er ófundinn. „Ég er mjög stoltur af því að hann kom á krána mína, en ég er mjög leiður yfir því að hann var handtekinn,“ segir kráareigand- inn, Misko Kovijanic. Karadzic hafði verið í felum í áratug og gengu ýmsar sögur um staði sem hann átti að hafa sést á, meðal annars í klaustri og í hellum í Bosníu. Í gær upplýsti Sveta Vuj- acic, lögmaður Karadzic, að hann hefði látið raka hár sitt og skegg. Hann hafi beðið um að fá rakara til sín í fangelsið í Belgrad og núna liti hann út „alveg eins og fyrir fjórtán árum, nema bara eldri“. Eiginkona hans og börn segjast ekkert hafa frétt af honum allan þennan tíma og vilja nú að aflétt verði ferðabanni á þau. Serbnesk stjórnvöld hafa lofað fjárhags- stuðningi til fjölskyldunnar, nú þegar Karadzic hefur verið hand- tekinn. Þeir Karadzic og Mladic eru báðir sakaðir um fjölmarga stríðs- glæpi í Bosníustríðinu, sem kost- aði meira en hundrað þúsund manns lífið árin 1992-95. Svo virðist sem breytt afstaða serbneskra stjórnvalda hafi átt sinn þátt í að hann var handtekinn nú. Nýja stjórnin vill bæta tengsl- in við Vesturlönd og ganga í Evr- ópusambandið, en fyrri ríkis- stjórn, sem vildi fremur styrkja tengslin við Rússland, var sökuð um að hafa haft takmarkaðan vilja til að handtaka Karadzic. gudsteinn@frettabladid.is Karadzic ráðgerir að verja sig sjálfur Radovan Karadzic rakaði hár sitt og skegg í fangelsinu í Belgrad og hefur fengið aftur fyrra útlit. Hann var nánast óþekkjanlegur í gervi sínu og sótti reglulega knæpu þar sem mynd af honum hékk uppi á vegg. Þar mátti líka sjá Mladic. ÓEIRÐIR Í BELGRAD Stuðningsmenn Radovans Karadzic létu ófriðlega á þriðjudagskvöld í Belgrad til að sýna óánægju sína með handtöku hans. NORDICPHOTOS/AFP Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn um mál frá fyrrum Júgóslavíu var stofnaður árið 1993 og hefur aðset- ur í Haag. Dómstóllinn hefur lagt fram ákærur á hendur 161 einstakl- ingi fyrir alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum framin á því land- svæði sem áður tilheyrði Júgóslavíu. Málum 46 sakborninga er ólokið. Aðeins tveir þessara sakborninga eru enn á flótta undan réttvísinni, en sá þriðji, nefnilega Radovan Karadzic, bíður framsals frá Bosníu. Fimm sakborningar bíða úrskurðar í Haag um hvort réttarhöld fari fram. Alls 27 réttarhöld eru mislangt á veg komin, en einn sakborningur bíður dómsúrskurðar að loknum réttar- höldum. Tveir hafa hlotið dóm sem enn er hægt að áfrýja, en átta mál bíða afgreiðslu áfrýjunardómstóls. Málum 115 sakborninga er lokið. Tíu þeirra voru sýknaðir, 20 málum var vísað frá, 30 sakborningar létust áður en máli þeirra lauk, 13 voru framseldir til dómsmeðferðar í öðru landi, en 56 hafa hlotið dóm. Af þeim 56 sakborningum sem dæmdir voru hafa 29 verið fluttir til afplánunar í öðru landi, þrír bíða flutnings, 22 hafa lokið afplánun og tveir létust í fangelsi. JÚGÓSLAVÍUDÓMSTÓLLINN Í HAAG FYRRVERANDI LEIÐTOGI SERBÍU Kar- adzic hefur nú látið klippa sig og raka af sér skeggið. NORDICPHOTOS/AFP UMFERÐIN Fjölda ungmenna, á aldrinum 17 til 21 árs sem aðild áttu að umferðarslysum, hefur fækkað milli ára frá árinu 1999. Þannig fækkaði ökumönnum sem aðild áttu að slysum og voru 21 árs um 18,5 prósent frá árinu 2006 til 2007. Æfingaakstur var hækk- aður úr sex mánuðum í tólf árið 1998. „Hækkun æfingaaksturstímans hefur gefið ungum ökumönnum aukna þjálfun,“ segir Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. „Tekið hefur verið á allri ökukennslu og hún sett í skýrari skorður og ökupróf- in hafa verið hert.“ Á línuritinu táknar rauða línan fjölgun og fækkun aðildar öku- manna að umferðarslysum í heild sinni en bláu línurnar eru eftir aldursflokkum frá 17-21 árs. Línuritið tekur einungis til fjölda ökumanna sem aðild áttu að umferðarslysum með eða án meiðsla og hvort sem þeir voru taldir vera valdir að slysi eða ekki. Ekki er fjallað um fjölda umferðarslysa eða fjölda slas- aðra í umferðinni. Tölurnar byggja á slysaskráningu Umferð- arstofu sem aftur byggjast á lög- regluskýrslum úr gagnagrunni dómsmálaráðuneytisins. - vsp Aukinn æfingaakstur skilar sér í betri ungum ökumönnum sýna tölurnar: Færri ungmenni lenda í slysum FJÖLDI ÖKUMANNA Í SLYSUM 1999-2007 20% 10% 0% -10% -20% 1999 2001 2003 2005 2007 Ár Breyting 1999 2001 2003 2005 2007 20% 10% 0% -10% -20% Breyting 17-18 ára Heild 20-21 ára Heild Ár

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.