Fréttablaðið - 24.07.2008, Side 49
FIMMTUDAGUR 24. júlí 2008 29
Tré júlímánaðar er silfurreynir eða sorbus inter-
media. Hann er í garði við Skólavörðustíg 4b en
húsið sem silfurreynirinn stendur upp við var
byggt árið 1901. Þar var lengi Hannyrðaverslun-
in Baldursbrá en núverandi eigendur eru Hann-
es Lárusson og Kristín Magnúsdóttir.
Eyjólfur Eyfells listmálari og Ingibjörg kona
hans gróðursettu silfurreyninn um 1920 en þau
eignuðust húsið árið 1919 og bjuggu í því til
dauðadags. Tréð hefur vaxið og dafnað vel síðan
og mælist nú 11 metra hátt og er ummál 1,52
metrar í 1,20 metra hæð. Tréð var gróðursett
býsna nærri húsinu og vex upp með gafli þess
og hefur á seinni árum fikrað sig inn yfir þakið.
Hér er því um að ræða skemmtilega sambúð,
eða allt að því samvöxt, trés og húss. Króna tré-
sins er umfangsmikil og setur það mikinn svip á
garðinn og nágrenni hans.
Schierbeck landlæknir var mikill áhrifamað-
ur og frumkvöðull í garðyrkju og flutti silfurreyni
fyrst til landsins frá Danmörku á síðari hluta þar-
síðustu aldar. Talið er að elsta tré borgarinnar sé
silfurreynirinn í Aðalstræti sem gróðursettur var
árið 1884. Silfurreynir er talinn þola loftmengun
í borgum betur en flestar aðrar trjátegundir og
er hann því vinsæll sem götutré erlendis. Silfur-
reynir getur orðið um 200 ára gamall og á tréð
við Skólavörðustíg 4b samkvæmt því eftir að lifa
og dafna vel næstu hundrað árin. Ábending um
silfurreyninn kom frá Ásu Hauksdóttur sem býr
í næsta nágrenni. Skógræktarfélag Reykjavíkur
óskar eftir ábendingum um Tré mánaðarins og
má senda þær á netfangið tre@heidmork.is.
TRÉ MÁNAÐARINS: SILFURREYNIR VIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 4B
Skemmtileg sambúð trés og húss
„Ég er ánægður með nafnið mitt. Það eru ekki mjög margir sem deila
því með mér sem er bara ennþá skemmtilegra,“ segir Bryngeir Bryn-
geirsson starfsmaður á smíðavellinum við Foldaskóla. Hann kveðst
heita eftir ömmu föður síns sem hét Bryngerður og var frá Sölvholti
í Flóa. „Faðir minn hét reyndar Bryngeir líka en ég var ekki skírður í
höfuðið á honum heldur langömmu,“ tekur hann fram og bætir við.
„Bróðir afa míns hét Magnús Bryngeir svo þetta er þekkt nafn í ætt-
inni.“
Þó nafnið hans Bryngeirs minni á vopn og verjur kveðst hann enginn
bardagamaður vera og kannast ekki við að nafnið hafi nýst honum
í strákaleikjunum. „Margir sem ég hef hitt muna samt eftir nafninu
mínu, segir hann. „Því er yfirleitt nóg að segja „Halló, þetta er Bryn-
geir,“ þegar ég hringi í þá og þeir kannast strax við mig. Sumir sem ég
hitti segja mér frá því ef þeir þekkja annan með sama nafni og ein
vinkona mín þekkir okkur tvo. Það er visst afrek.“ - gun
NAFNIÐ MITT: BRYNGEIR BRYNGEIRSSON
Nafnið er þekkt í ættinni
BRYNGEIR SEGIR EKKI MJÖG MARGA DEILA MEÐ HONUM NAFN-
INU OG FINNST ÞAÐ BARA BETRA. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN.
TRÉ JÚLÍMÁNAÐAR SILFURREYNIR
Skógræktarfélag Reykjavíkur skóla-
vörðustígur.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar
Brynhildar Jónsdóttur
garðyrkjukonu, Hveragerði.
Björk Snorradóttir
Steingrímur E. Snorrason
Snorri P. Snorrason
Kristján Snorrason
Elskulegi bróðir okkar,
Tommy Vinther
húsasmíðameistari, búsettur í Esbjerg í
Danmörku,
lést fimmtudaginn 17. júlí. Útförin fer fram í Þórshöfn
í Færeyjum sunnudaginn 27. júlí.
Fyrir hönd vandamanna á Íslandi
Lilja Þorsteinsdóttir
Sigurður Þ. Þorsteinsson
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa,
Jóns Sigurgrímssonar
frá Holti, Seftjörn 12, Selfossi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ljósheima fyrir
þeirra frábæru umönnun og hlýju.
Jóna Ásmundsdóttir
Unnur Jónsdóttir Guðmundur S. Halldórsson
Ásmundur Jónsson Ufuoma Overo
Guðlín K. Jónsdóttir
Ingveldur B. Jónsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir Ólafur Unnarsson
Sigurgrímur Jónsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður, afa og
langafa,
Jóhannesar Þorbergs
Kristinssonar
Víðihvammi 15, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga Karitas og
starfsfólks deildar 11E á Landspítala við Hringbraut
fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Anna Jóhannsdóttir
Jóhann Þ. Jóhannesson
Svanhildur I. Jóhannesdóttir Guðmundur G. Kristinsson
Kristinn Jóhannesson Guðrún F. Guðmundsdóttir
Ólafur Jóhannesson Ingibjörg G. Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Oddur Guðjón Örnólfsson
Hlíf II, Ísafirði,
verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
26. júlí kl. 14.00.
Kristín Guðrún Jónsdóttir
Þórhildur Oddsdóttir Jónatan Hermannsson
Margrét Oddsdóttir Ólafur G. Jónsson
Örnólfur Oddsson Védís Ármannsdóttir
Jón Halldór Oddsson Martha Ernstdóttir
Gunnar Oddsson Sólveig Guðnadóttir
Bára Elíasdóttir Óskar Ármannsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa
Þráins Pálssonar
Heiðarbrún 67, Hveragerði.
Guð blessi ykkur öll.
Auður Aðalsteinsdóttir
Andrea Margrét Þráinsdóttir Guðjón Sigurðsson
Aðalsteinn Dagsson Selma D. Ásmundsdóttir
Ómar Geirsson Aksonesuda Sangmee
Emma Geirsdóttir Kristján V. Júlíusson
og afabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Guðbjartur Pálsson
Hagamel 36, Reykjavík,
lést að morgni mánudagsins 21. júlí á Gentofte
Hospital, Kaupmannahöfn.
Níta Helene Pálsson
Helena Guðbjartsdóttir Pálsson Sigurður Ingi Bjarnason
Kristína Guðbjartsdóttir Pálsson Atli Már Bjarnason
Davíð Ólafsson
Nadía Lind Atladóttir
Aron Már Atlason
Níta María Arnardóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
Inga Ásgrímsdóttir
(Inga á Borg)
Hraunbæ 103, Reykjavík,
sem lést 16. júlí á Landspítalanum Fossvogi verður
jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 25. júlí
kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Gigtarfélag Íslands.
Páll Pálsson Hafdís Halldórsdóttir
Ásgrímur Gunnar Pálsson Helga Tryggvadóttir
Arndís Pálsdóttir Rafn Árnason
Auðunn Pálsson Anna Baldvina Jóhannsdóttir
Björgvin Rúnar Pálsson Fríður Reynisdóttir
Karl Ásgrímsson Oddbjörg Júlíusdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir,
mágur og frændi,
Ingvar Unnarsson
Bjergegade 65, Fredericia, Danmörku,
varð bráðkvaddur á heimili sínu 29. júní síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Richard Ingvarsson
Anna Aurora Ingvarsdóttir
Unnar Stefán Olsen Sigríður Erla Jónsdóttir
Jón Bergmann Unnarsson Guðný Friðþjófsdóttir
Indíana Unnarsdóttir Sigurður Már Gunnarsson
systkinabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ríkey Sigurbjörnsdóttir
Langhúsum, Fljótum,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 12. júlí. Útförin
fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 26. júlí
kl. 13.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Blóm og
kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á minningarsjóð Rakelar
Pálmadóttur nr. 0310-13-703015, kt. 561179-0189.
Þorleifur Þorláksson
Sigurbjörn Þorleifsson Bryndís Alfreðsdóttir
Guðný Ó. Þorleifsdóttir Elías Æ. Þorvaldsson
Jóhanna Þorleifsdóttir Hallgrímur S. Vilhelmsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri faðir,
Haraldur Guðjón
Guðmundsson
Rósarima 2, Reykjavík,
lést sunnudaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju mánudaginn 28. júlí kl. 15.00.
Hólmfríður Kristín Haraldsdóttir
Böðvar Haraldsson
Barði Haraldsson
og aðrir ástvinir.