Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 65
FIMMTUDAGUR 24. júlí 2008 45 HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Sigfús Sigurðsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Val, með möguleika á einu ári til viðbótar. Sigfús fór frá Val árið 2002 til Magdeburgar í Þýskalandi áður en hann fór til Ademar Leon á Spáni árið 2006. Til greina kemur að línumaður- inn snjalli þjálfi yngri flokka hjá Val. - hþh Sigfús Sigurðsson aftur í Val: Gerði tveggja ára samning AFTUR Í VAL Landsliðsmaðurinn Sigfús Sigurðsson er aftur kominn á Hlíðar- enda. MYND/VALUR HANDBOLTI Fram og Akureyri hafa loks sæst á kaupverð á Magnúsi Stefánssyni, sem iðulega er kenndur við Fagraskóg. Lengi hefur legið í loftinu að stórskyttan gengi í raðir Safa- mýrarfélagsins. Hann sagði við Fréttablaðið í gær að aðeins ætti eftir að ganga frá formsatriðum áður en hann skrifar undir samninginn. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er kaupverðið nokkur hundruð þúsund krónur. Þá hafa fjórir leikmenn framlengt samning sinn við Fram, Andri Berg Haraldsson, Haraldur Þorvarðarson, Magnús Erlendsson markmaður og hornamaðurinn fljúgandi Guðjón Drengsson. Framarar æfa í fyrsta skipti í dag undir stjórn Viggó Sigurðssonar sem tók við Fram í sumar. - hþh Magnús Stefánsson í Fram: Loksins sættir um kaupverðið LOKSINS Magnús Stefánsson mun að öllu óbreyttu ganga í raðir Fram á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Íslenska 20 ára landslið kvenna hefur vakið mikla athygli á HM í Makedóníu með því að gera jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum. Stelpurnar spila við Þjóðverja í dag. „Það var sérstaklega svekkj- andi að ná ekki sigri í leiknum á móti Slóveníu en við áttum mikla möguleika í báðum leikjum,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir horn- maður 20 ára liðsins sem var markahæst í liðinu í síðasta leik með sex mörk. „Við verðum bara að vinna annaðhvort Þjóðverja eða Rúmena,“ segir Þórey. Þórey er ánægð með allar aðstæður úti í Makedóníu og kvartar ekki yfir hitanum. „Það var fínt í dag og allt í lagi í gær en það var rosalega heitt á mánudag- inn. Maturinn hefur líka komið á óvart en hann er fínn. Hótelher- bergin eru reyndar svolítið make- dónísk og ekki upp á margar stjörnur en það er alveg hægt að lifa við þetta,“ segir Þórey í létt- um tón. „Ef við komumst ekki áfram í milliriðilinn þá þurfum við að skipta um bæ og skipta um hótel en annars verður við áfram hérna,“ bætti hún við. Íslenska liðið varð fyrir áfalli þegar Stella Sigurðardóttir meidd- ist í fyrsta leiknum gegn Ungverj- um eftir að hafa skorað 7 mörk og gefið 6 stoðsendingar. Stella var ekki með í síðasta leik. „Stella er búin að eiga við axlar- meiðsli sem hafa verið að angra hana í nokkra mánuði. Hún var fjórum sinnum hjá sjúkraþjálfara í gær og í nuddi áðan þannig að ég held að hún verði klár. Það var mikill missir að hafa hana ekki gegn Slóveníu því hún er í hörku formi og átti stórleik á móti Ung- verjum,“ segir Þórey. „Allir hérna úti halda að við séum litla liðið en við vitum alveg hvað við getum og við höfum sýnt það áður. Það er gríðarleg stemmn- ing í liðinu. Það er gríðarlega góður mórall í liðinu, við erum búnar að vera lengi saman og það er búinn að vera draumur þessa liðs í tvö til þrjú ár að komast á lokakeppni. Það var því frábært að fá þær fréttir að við fengjum að fara,“ segir Þórey. „Þegar maður er kominn á lokakeppni HM þá er formið ekki það sem maður er að hugsa um þegar maður er kom- inn í leikina. Við erum mikið bar- áttulið og það er hausinn sem drífur mann áfram núna en ekki kannski líkam- lega formið. Við ætlum bara að vinna Þjóð- verja á morgun og fara síðan rólegar í Rúmeníuleikinn. Það er markmiðið,“ sagði Þórey ákveðin að lokum. - óój Þórey Rósa Stefánsdóttir og stelpurnar í 20 ára liðinu ætla sér sigur á Þjóðverjum á HM í Makedóníu í dag: Allir hérna úti halda að við séum litla liðið MARKAHÆST Þórey Rósa Stefánsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.