Fréttablaðið - 22.08.2008, Page 6

Fréttablaðið - 22.08.2008, Page 6
6 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR SLYS „Þetta var bara slys, bara sorg. Það er ekki nokkur leið að segja til um hvers vegna mennirnir fóru ofan í rörið, það munum við aldrei vita,“ segir Gunnar Pétursson hjá Vélsmiðjunni Altaki. Tveir rúm- enskir starfsmenn fyrirtækisins, fæddir árin 1962 og 1975, létust við störf við Hellisheiðarvirkjun í fyrra- kvöld. Fundust þeir meðvitundar- lausir niðri í röri sem hafði verið tæmt vegna endurbóta. Yfirgnæf- andi líkur eru taldar á því að menn- irnir hafi látist úr súrefnisskorti. Samkvæmt Gunnari hafði rörið sem mennirnir fóru ofan í ekki verið í rekstri síðan í júní. „Verk- stjóri mannanna tveggja hafði látið þá vita og sagt þeim að fara alls ekki ofan í rörið. Verkstjórinn þurfti að bregða sér frá í önnur störf og þegar hann kom til baka, tíu mínútum eða korteri síðar, fund- ust mennirnir meðvitundarlausir. Einhverra hluta vegna hafa þeir því farið ofan í rörið. Hvers vegna er ómögulegt að segja til um. Þeir höfðu ekki með sér nein verkfæri ofan í rörið,“ segir Gunnar. Komið var að lokum vinnudagsins þegar slysið átti sér stað. „Í stað þess að mennirnir tækju saman og röltu í kvöldmat, þá gerðist þetta.“ Gunnar segir að samkvæmt vinnureglum sé aldrei farið ofan í lokaða pípu nema tryggt sé að súr- efnismæling hafi farið fram og súr- efni dælt inn í rörið. „Það átti eftir að opna annað gat sem var aðeins lengra frá gatinu sem mennirnir fóru ofan í. Ef það hefði verið gert hefði orðið skaðlaust að fara ofan í rörið.“ Hann segist hafa þekkt mennina sem létust vel. Þeir hafi verið virkilega góðir drengir og starfsfólki Hellisheiðarvirkjunar sé illa brugðið. Krufning á líkum mannanna fer fram í dag. Samkvæmt Oddi Árna- syni, yfirlögregluþjóni á Selfossi, er málið rannsakað sem slys. Vinnu- eftirlit ríkisins tekur einnig þátt í rannsókninni í samvinnu við lög- reglu. Bráðabirgðaniðurstöðu er að vænta í næstu viku. Minningarathöfn um mennina var haldin við Hellisheiðarvirkjun í gær. Timur Zolotuskiy, prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, hafði umsjón með athöfn- inni og naut hann aðstoðar starfs- fólks Rauða krossins. kjartan@frettabladid.is Voru varaðir við því að fara inn í rörið Einn forsvarsmanna Altaks segir ómögulegt að segja til um hvaða erindi menn- irnir tveir sem létust við Hellisheiðarvirkjun í fyrrakvöld hafi átt ofan í rörið. Þeir hafi verið varaðir við hættunni. Minningarathöfn fór fram í gær. FENGU ÁFALLAHJÁLP Starfsmenn Altaks fengu áfallahjálp eftir slysið í fyrrakvöld. Forsvarsmaður Altaks segir mennina tvo sem létust ekki hafa haft verkfæri með sér ofan í rörið. Því skilji enginn hvaða erindi þeir áttu þangað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ® Er rétt að takmarka aðgang RÚV að auglýsingamarkaðn- um? Já 57,3% Nei 42,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt af Matthíasi Johanness- en að birta trúnaðarsamtöl úr dagbókum sínum á netinu? Segðu þína skoðun á visir.is. STJÓRNMÁL Gísli Marteinn Bald- ursson var í gær kjörinn 2. vara- forseti borgarstjórnar. Sem slíkur á hann sæti í forsætisnefnd en seta í henni gefur honum 108.344 krónur mánaðarlega sem bætast við þær 216.688 krónur sem hann fær sem borgarfulltrúi. Gísli Marteinn dvelur næsta vetur við nám í Edinborg. „Ég væri ekki að taka neitt að mér sem ég teldi mig ekki geta sinnt. Við teljum að ég geti vel sinnt þessu hlutverki,“ segir Gísli Marteinn. Hann bætir við að hann muni verða í mörgum ólaunuðum vinnuhópum einnig, en enginn hafi nokkuð um það að segja. Gísli skrifaði á bloggsíðu sína fyrir nokkrum dögum: „Ég mun eingöngu vera í borgarstjórn og ég mun mæta á alla þá fundi þar sem mér frekast er unnt.“ Hann segir að ekki hafi verið ljóst að hann yrði varaforseti þegar þetta var skrifað. „Hins vegar stendur að ég mun ekki verða í neinum fagráðum eða nefndum.“ Forsætisnefnd á að funda að jafnaði tvisvar í mánuði og hefur margvísleg hlutverk samkvæmt samþykkt. Í raun hefur hún aðeins fundað fimm sinnum á árinu og stundum hefur Hanna Birna verið eini skipaði fulltrúinn á fundum. Forseti hefur gegnt skyldum nefndarinnar. „Ef afgreiða þarf hluti formlega boðar forseti fund sérstaklega og ég verð á þeim. Fyrst og fremst snýst þetta samt um að leysa for- seta af á borgarstjórnarfundum,“ segir Gísli Marteinn. - kóp Gísli Marteinn Baldursson gegnir varaforsetastöðu frá Edinborg: Gísli verður annar varaforseti ANNAR VARAFORSETI Gísli Marteinn Baldursson mun fljúga frá Edinborg á borgarstjórnarfundi. UMHVERFISMÁL „Í andvara í norðan- átt berst þessi lykt og maður finn- ur hana af og til,“ segir Þorsteinn Narfason, heilbrigðisfulltrúi í Mosfellsbæ, um sorpfnyk sem leggur yfir bæinn frá urðunar- svæði Sorpu í Álfsnesi þegar vind- ur er norðanstæður. Langþreyttir bæjarbúar hafa haft samband við Fréttablaðið og sagt ástandið illþolanlegt þegar vindur sé hægur og að norðan. Þorsteinn segir lyktina hafa verið sérlega stæka nú nýverið. „Um daginn var verið að ræða þetta á kaffistofunni hérna, því fólk hafði fundið lyktina, ekki bara utan dyra heldur inni í híbýlum líka,“ segir hann. Hann segir heil- brigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hafa eftirlit með urðunarstöðinni. „Við höfum fengið kvartanir sem við sendum áfram til þeirra. Það þarf að athuga hvaða reglur gilda um þessa starfsemi og hvort fyrirtækið fer eftir þeim,“ bætir hann við. „Á sínum tíma var lagt upp með miklu áhrifameiri áform um frágang á haugunum eftir hvern dag heldur en reyndin varð. Það reyndist útilokað að loka haug- unum með jarðvegslagi daglega til að koma í veg fyrir lykt af svæðinu. En mér skilst að svæðið verði senn fyllnýtt og urðun þar með lokið.“ - jss MOSFELLSBÆR Íbúar hafa kvartað undan sorpfnyk í hægri norðanátt í sumar. Ólykt leggur yfir Mosfellsbæ frá urðunarsvæðinu í Álfsnesi í norðanátt: Íbúarnir kvarta yfir sorpfnyk VOGAR Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga, tók í gær við undirskriftum 350 íbúa sveitarfélagsins. Er það vilji íbúanna að línumannvirki sem leggja þarf um land sveitar- félagsins meðfram Reykjanes- braut verði sett í jarðstreng en ekki loftlínu. Krafist er íbúakosn- ingar ætli meirihluti bæjarstjórn- ar að fara gegn vilja fundarins. Inga Sigrún Atladóttir, oddviti H-listans, minnihluta bæjar- stjórnar Voga, segir Landsnet beita bæjarstjórnina þrýstingi en þessar 350 undirskriftir jafngildi hátt í helmingi kosningabærra manna í sveitarfélaginu. - ovd Spenna á Vatnsleysuströnd: Íbúar Voga vilja raflínur í jörð Hringdu í síma ef blaðið berst ekki KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.