Fréttablaðið - 22.08.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 22.08.2008, Síða 8
8 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR 1 Hvaða þekkti leikari mun þreyta frumraun sína á sviði í haust? 2 Hver hefur stofnað jarðhita- fyrirtækið Reykjavík Geoth- ermal? 3 Hvað hét bandaríska flug- vélin sem aðstoðaði Landhelgis- gæsluna við æfingar fyrr í vikunni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 SAMGÖNGUMÁL Kristján L. Möller samgönguráð- herra sagði í viðtali við Svæðisútvarp Vestfjarða að almenningur jafnt sem sveitarstjórnarmenn, sem hann vill ekki nafngreina, hafi þrýst á hann að fresta göngum á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og setja í staðinn á dagskrá göng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Sveitar- stjórnarmenn á Vestfjörðum furða sig á ummælum ráðherra og spyrja sig hvort niðurskurðarhnífurinn sé á lofti. Það aftekur ráðherra með öllu og segir að samgöngu- áætlun standi óbreytt. Kristján tekur af allan vafa um að áætlanir um Dýra fjarðar- göng standi þegar hann er spurður hvort komi til greina að hætta við framkvæmdina. Eins að margir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum hafi komið því á framfæri við sig að Dýra fjarðar- göng séu mikilvægasta verk efnið í samgöngumálum á Vestfjörðum, svo hann þekki hug þeirra. „Hins vegar var mikil umræða um samgöngumál í vetur eftir snjóflóð í Súðavíkur- hlíðinni. Þá höfðu margir samband við mig varðandi fyrirætlanir um göng í fjórð- ungnum og þeim var efst í huga snjóflóð og sú hætta sem þeim fylgja. Ég hugsaði með mér að það væri jákvætt að þessi umræða færi í gang um hvort Dýrafjarðargöng væru forgangsmál í því samhengi.“ Kristján segir að Vegagerðin hafi nýlega auglýst tillögu um matsáætlun um Dýrafjarðargöng og vonast til að engar tafir verði á að útboð fari fram. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði og formaður Fjórðungssambands Vestfjarða, segir ummæli Kristjáns koma eins og þruma úr heiðskíru lofti og hann viti ekki hvað honum gangi til. „Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnar- mönnum vítt og breitt á Vestfjörðum og enginn þeirra kannast við að hafa rætt við Kristján á þessum nótum.“ Halldór segir að sú stefna hafi verið samþykkt á Fjórðungsþingi árið 1997 eftir tveggja ára yfirlegu að klára veg um Djúp og Barðastrandarsýslu inn á þjóðveg 1 og tengja á milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Aðspurður um orð Kristjáns um að hann vilji umræður um samgöngumál til að ganga úr skugga um að Dýrafjarðargöng séu forgangs- mál, segist Halldór ekki skilja af hverju. „Það eru samgöngubætur á milli þessara svæða sem eru lífsnauðsynlegar til að styrkja byggð á Vestfjörðum.“ svavar@frettabladid.is Furða sig á orðum ráðherra Samgönguráðherra segir að þrýst hafi verið á sig að fresta Dýrafjarðargöngum. Sveitarstjórnarmenn furða sig á orðum ráðherra og óttast niðurskurð. Ráðherra segir það af og frá og samgönguáætlun standi. KRISTJÁN L. MÖLLER HALLDÓR HALLDÓRSSON SÚÐAVÍKURHLÍÐ 7. FEBRÚAR Snjóflóð féllu í vetur sem varð til þess að samgönguráðherra fékk áskoranir um jarð- göng sem taka af þennan erfiða vegarkafla. MYND/HS STAÐREYNDIR UM DÝRAFJARÐARGÖNG ■ Jarðgöng á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða 5 kílómetrar að lengd. ■ Göngin hafa lengi verið á dagskrá en verið frestað ítrekað. ■ Stefnt er að því að bjóða verkið út síðla árs 2009 eða í byrjun árs 2010. ■ Þau verða opnuð fyrir umferð 2012 að óbreyttu. ■ Með göngum leggst af vegur um Hrafnseyrar- heiði sem er orðinn 50 ára gamall. ■ Leiðin milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar eða Ísafjarðar og Reykjavíkur styttist um 30 kílómetra. AFGANISTAN, AP Í skjóli upplausnar í Pakistan hafa afganskir skæruliðar náð traustari yfir ráð- um yfir landamærasvæðinu og það gerir þeim kleift að undirbúa æ bíræfnari árásir á alþjóðaliðið í Afganistan. Þetta segir yfirmaður liðsins, bandaríski hershöfðinginn David D. McKiernan. McKiernan tók fyrr í sumar við yfirstjórn alþjóðaliðsins ISAF. Hann segir að árásir skæruliða hafi aukist til muna í ár. Fyrr í vikunni gerðu skæruliðar talibana frönskum hermönnum í eftirlitsleiðangri fyrirsát í fjallagljúfri í aðeins 35 km fjarlægð frá Kabúl. Tíu Frakkar dóu í bardaganum. - aa Átökin í Afganistan: Skæruliðar ráða landamærum DAVID MCKIERNAN Bandaríski hershöfð- inginn segir árásir skæruliða hafa aukist til muna. BRETLAND, AP Yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra sem komið hafa nálægt hryðjuverkastarfsemi í Bretlandi eru hvorki einfarar né trúarofstækismenn. Þetta kemur fram í skýrslu bresku leyniþjón- ustunnar MI5, sem breska dag- blaðið Guardian komst yfir og birti að hluta. Leyniþjónustan hefur lengi reynt að finna, hvaða séreinkenni kunni að vera sameiginleg með hryðjuverkamönnum, svo auð- veldara verði að finna slíka ein- staklinga áður en þeir láta til skar- ar skríða. Niðurstaða þeirra rannsókna er hins vegar sú að „Þeir sem verða hryðjuverkamenn eru býsna sund- urleitur hópur einstaklinga, sem falla ekki undir neinn ákveðinn flokk manna, né heldur fylgja þeir neinum dæmigerðum leiðum inn á braut ofbeldis og öfga,“ að því er segir í Guardian. Flestir þeirra hundraða ein- staklinga, sem leyniþjónustan hefur rannsakað, eru reyndar karlkyns, en þeir eru ekki ein- stæðingar. Þvert á móti eru flestir þeirra kvæntir feður. Auk þess eru fæstir þeirra trúarofstækis- menn, heldur hafa þeir lítinn skiln- ing á trúarbrögðum og margir þeirra drekka áfengi, nota eiturlyf og sækja í vændiskonur. - gb Breska leyniþjónustan hefur rannsakað málið og komist að niðurstöðu: Hryðjuverkamenn eru ólíkir SVIPAST UM Á FLUGVELLI Breska lögregl- an hefur við fátt að styðjast til að þekkja hryðjuverkamenn úr fjöldanum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Verjandi manns sem grunaður er um nauðgun fær ekki aðgang að framburðarskýrslu meints þolanda í málinu. Hæsti- réttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. Konan, sem er um þrítugt, kærði manninn, sem er um sjötugt, fyrir nauðgun 12. ágúst síðastliðinn. Meint nauðgun átti sér stað á heimili mannsins, en hann er yfirmaður konunnar. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi 16. ágúst. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að rannsókn málsins sé of skammt á veg komin til að hægt sé að veita aðgang að skýrslum. - sh Verjandi grunaðs nauðgara: Fær ekki að lesa skýrslu þolanda Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð Á föstudögum er venjan að hrósa fyrir gæði eða þjónustu. Jóhannes sendi okkur bréf: Mig langar til þess að segja frá versluninni Fotoval í Skipholti en þeir eru frábærir. Gott dæmi er verðið á Nikon D3 sem er hágæða- myndavél. Hjá Ormsson kostar hún 689 þúsund en hjá Fotoval kostar hún 560 þúsund. Fotoval er ekki aðeins með framúrskarandi verð fyrir íslenskan markað held- ur eru þeir einnig með frábæra þjónustu, þeir gera hlutina vel fyrir lítinn pening. Beco á Langholtsvegi fá líka hrós frá sínum viðskiptavinum. Árni Sigurjónsson segist hafa fengið mjög góða þjónustu hjá Beco á Langholtsvegi. Ég fór með Canonvél til þeirra sem var hætt að fókusa. Linsan reyndist vera gölluð og þurfti að skipta henni út sem hefði verið mjög dýrt, 25.000 krónur var mér sagt. Vélin var keypt erlend- is og því ekki í ábyrgð hjá þessu fyrirtæki. Hins vegar buðust þeir til að kanna málið við Ný herja sem er með umboð fyrir Canon- myndavélar og þar féllust menn á að taka ábyrgð á minni vél. Við þetta má bæta að Beco endurgreiddi mér óumbeðið skoðunar- gjald sem annars er alltaf greitt fyrirfram þegar komið er með vélar til viðgerðar hjá þeim. Börkur segir sömu sögu af þjónustunni hjá Beco: Þannig er mál með vexti að ég átti frábæra stafræna Canon- myndavél sem ég keypti í Dan- mörku fyrir 4 árum. Um daginn urðu allar myndir bleikskýjaðar. Ég fór með vélina til Canon-sölu- aðilans á Akureyri og var mér tjáð að eitthvert myndkort væri farið í vélinni og spurning hvort borgaði sig að gera við hana. Mér var nú samt sagt að hafa sam- band við Beco þar sem þeir væru einu aðilarnir sem gerðu við svona vélar. Vélin var svo send þangað og til að gera langa sögu stutta þá fékk ég nýja vél, miklu flottari, fyrir tilstilli Beco en Nýherji er umboðsaðili, þannig að einhvern heiður eiga þeir. Ljósmyndaverslanir fá hrós fyrir góða þjónustu: Fotoval og Beco þjónusta vel HELGA ÞÓREY neytendur@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.