Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 22.08.2008, Qupperneq 12
12 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR VIKA 29 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA „Ég er á fullu við að undirbúa menningarnótt í Reykjavík því við í Félagi Litháa á Íslandi fengum bás við Trygg inga- miðstöðina á Ingólfstorgi,“ segir Algirdas. Í básnum ætla Litháar að kynna land sitt og menningu fyrir gestum menningarnætur milli klukkan þrjú og sex. „Við verðum með nokkur atriði og eitthvert nammi á borðum. Körfubolti er mjög vinsæll í Litháen og raunar er hann okkar þjóðaríþrótt. Við ætlum því að leyfa fólki að skjóta á körfur. Landsliðinu okkar í körfubolta gengur mjög vel á Ólympíu- leikunum og er nú komið í undanúrslit eins og Íslendingar í handboltanum. Við erum einmitt að keppa við Spánverja í undanúrslitum í körfubolta á sama tíma og Íslendingar keppa við þá í hand- bolta. Ég fylgist með báðum leikjunum og vona auðvitað að bæði Litháar og Íslendingar vinni sína leiki.“ Algirdas Slapikas: Menningarnótt undirbúin „Ég fór ásamt foreldrum mínum til Aleppo í Norður-Sýrlandi. Borgin er víst ein sú elsta í heimi. Stemningin var allt önnur en í Damaskus, að hluta til þar sem byggingarnar eru allt öðru vísi en einnig vegna þess hversu margir Kúrd- ar og Armenar búa í borginni. Aleppo er fræg fyrir góðan mat, pistasíuhnet- ur og sápu gerða úr ólífuolíu. Gömlu borgarmúrarnir eru ótrúlega vel varðveittir en borgin var mjög vinsæll áfangastaður ferðamanna á fyrri hluta síðustu aldar. T.E. Lawrence og rithöfundurinn Agatha Christie vörðu bæði nokkrum tíma í borginni og við heimsóttum hótelið sem þau gistu á. Agatha skrifaði hluta af bókinni Austurlandahraðlestin, eða Murder on the Orient Express, þegar hún bjó á hótelinu.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier: Á slóðum Arabíu- Lawrence „Hér á hótelinu þar sem ég vinn eru nokkrir fastagestir. Þar á meðal nokkrir eldri borgarar sem koma hing- að reglulega, hittast hér, fá sér kaffi, te eða heitt súkkulaði og spjalla. Heim- sóknir þeirra eru nokkuð reglulegar þótt þau komi nú oftar á veturna. Þetta er yfirleitt sama fólkið sem kemur en stundum er þó eitthvað af nýju fólki sem fylgir. Ég hef lítið getað kynnst þeim. Þau eru þó farin að kannast við mig og heilsa mér sum þegar þau koma. Annars var knattspyrnulið Aston Villa hérna á hótelinu um daginn. Einn af kost- unum við að vinna á hóteli er að maður hittir áhugavert og stundum frægt fólk.“ Rachid Benguella: Hittir áhugavert fólk RV U n iq u e 0 8 0 8 0 2 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is RV Unique örtrefja-ræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Á tilb oði í ágús t 200 8 UniF lex r æst ivag nar með fylg ihlut um. Start pakk i 20% afs láttu r − all you need ... for cleaning UniFlex Maxi Fiber RV 72015 - fyrir skóla, sjúkrahús og stærri fyrirtæki UniFlex Mini Fiber RV 72017 - fyrir leikskóla og minni fyrirtæki UniFlex II H Fiber RV 72095 - fyrir heilbrigðisstofnanir og stærri fyrirtæki A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið LÖGREGLUMÁL Vel á sjötta tug lög- reglumála hafa verið tekin til svo- kallaðrar sáttamiðlunar eftir að sú leið var tekin upp hérlendis. Lang- flestir þátttakenda í sátta miðlun eru ánægðir með ferlið, sam- kvæmt könnun lögreglu. „Þetta er framtíðin,“ segir Haf- steinn Gunnar Hafsteinsson, verk- efnisstjóri tilraunaverkefnis ins hjá lögeglunni á höfuðborgar - svæðinu. Sáttamiðlun er bæði árangursríkari og ódýrari en að láta mál fara alla leið í dómskerf- inu, en það tekur alla jafna um þrjár klukkustundir að ljúka máli með sáttamiðlun, en á bilinu tíu til tuttugu stundir án hennar. Sáttamiðlun byggist á því að gerendur og þolendur í minni hátt- ar sakamálum eru leiddir saman og látnir útkljá málið án þess að það fari nokkurn tíma fyrir dóm- stóla. Brotin sem þykja nægilega væg til sáttamiðlunar eru meðal annars minniháttar líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni, þjófn- aðir, eignaspjöll og hótanir. Leiðin á sér fyrir myndir víða erlendis. Lögregla hefur lagt spurning- a lista fyrir þátttakendur í ferlinu og hefur tekið saman niðurstöður þeirra fyrir tæplega helming mál- anna. Niðurstöðurnar sýna að yfir- gnæfandi meirihluti þátt tak enda í ferlinu, á bilinu 80 til 95 prósent, er ánægður með flest sem því við kemur, hvort sem um ræðir undir- búning fyrir fundinn, niðurstöðu hans, sann girni sátta samnings, fundarstað eða sátta menn og hlut- leysi þeirra. Hafsteinn er sérstaklega ánægð- ur með það hversu góða raun það hefur gefið hérlendis að láta sér- þjálfaða lögreglumenn sjá um sátta fundi, en það tíðkast ekki á öðrum Norðurlöndum. „Lögreglu - menn eru vanir að fást við gerend- ur og þolendur í brota málum og þekkja innviði réttar kerfisins og okkur fannst þess vegna upplagt að nýta þeirra krafta,“ segir Haf- steinn. Hafsteinn segir einnig mörg augljós dæmi um að sáttamiðlunin hafi forvarnargildi. Ítarlegrar skýrslu um árangur- inn af verkefninu er að vænta í haust og á Hafsteinn von á því að þar verði lagt til að skoða hvort unnt sé að nýta sáttamiðlum á fleiri dómstigum og hugsanlega í alvarlegri málum. Þannig yrði til dæmis unnt að leiða saman þol- endur og gerendur á meðan dóms- niðurstöðu eða beðið, eða jafnvel eftir að dómur fellur, og kynni það að hafa áhrif til refsilækkunar. stigur@frettabladid.is Langflestir ánægðir með sáttamiðlunina Sáttamiðlun, þar sem gerendur og þolendur í saka- málum eru látnir útkljá mál sín saman, hefur nú verið beitt um sextíu sinnum. Langflestir þátttak- enda eru ánægðir með sáttafundina. LÖGREGLA MIÐLAR SÁTTUM Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, fyrir miðju, segir það hafa gefið afar góða raun að láta sérþjálfaða lögreglumenn vera sáttamenn á sátta- fundum. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR HANGANDI ÚR ÞYRLU Japanskir hermenn æfðu sig í að síga úr þyrlu á stórri heræfingu við rætur Fuji-fjalls. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL „Það er einfaldlega ekki hægt að vera fullvalda lýðræðisríki með sjálfstjórn og samtímis í Evrópusambandinu. Svo einfalt er það,“ segir Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins. Farage hélt í gær fyrirlestur í Þjóðminja- safninu, þar sem hann fjallaði vítt og breitt um Evrópusambandið og það litla álit sem hann hefur á því. Hann ræður Íslendingum eindregið frá því að ganga í Evrópusambandið, enda segir hann Evrópusambandið alls ekki snúast um lýðræði heldur völd. „Ég þekki það af tíu ára setu minni á Evrópuþinginu, að þetta snýst allt um að gera Evrópusambandið að stórveldi á heimsvísu.“ Þótt íslenska myntin sé lítil og óstöðug, þá segir hann stóru gjaldmiðlana ekki síður óstöðuga. Bæði evran og Bandaríkjadalur hafi sveiflast mikið og það síðasta sem Íslendingar ættu að gera sé að henda frá sér árinni í þeim stórsjó sem nú gengur yfir efnahag heimsins. „Ef þið gangið í Evrópusambandið þá verðið þið eins og maður sem er staddur í brennandi húsi og kemst hvergi út,“ segir Farage ómyrkur í máli. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UK Independ- ence Party) vann góðan sigur í Evrópuþing- kosningunum árið 2004. Flokkurinn hlaut 2,7 milljónir atkvæða og 12 fulltrúa á Evrópuþing- ið, þar sem hann er þriðji stærsti flokkurinn frá Bretlandi. Í neðri deild breska þingsins á flokkurinn þó aðeins einn þingmann og tvo í lávarðadeildinni. - gb Helsti leiðtogi breskra efasemdarmanna um Evrópusambandið: Segir ESB snúast um völd en ekki lýðræði NIGEL FARAGE Finnur Evrópusambandinu flest til foráttu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Tilraunaverkefninu um sátta- miðlun var hleypt af stokkun- um í október árið 2006, fyrst á höfuðborgarsvæðinu. Það var svo fært til annarra lögregluembætta í áföngum. Nú hefur um 60 lögreglumálum verið beint í sáttamiðlunarfarveg um land allt. Nær öll málin hafa skilað tilætluðum árangri. Einungis eitt mál hefur komið upp þar sem málsaðilar náðu ekki sáttum á deilufundi og tvö þar að auki þar sem gerandinn uppfyllti ekki gerð- an sáttasamning við þolanda. Stefnt er að því að hækka á næstu árum hlutfall sakamála sem beint er í sáttamiðlunarfarveg. FLEST GENGIÐ AÐ ÓSKUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.