Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 22.08.2008, Qupperneq 18
18 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Flugslysið á Barajas-flugvellinum Flugslysið á Barajas-alþjóðaflugvellinum við Madríd á miðvikudag, þar sem 153 manns dóu, er eitt það mannskæðasta sem orðið hefur í Evrópu á síðustu árum og áratugum. Algengast er að slys verði í flugtaki eða lendingu. Miðað við þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur í flugumferð eru flugslys mjög fátíð. Flugfarþega- fjöldi í heiminum var um tveir milljarðar árið 2005. Meðalvöxtur á ári er talinn verða um fimm prósent og heildarfarþegafjöldinn verði þannig kominn í fjóra milljarða eftir um tvo áratugi. Með bættri tækni, bæði í flugvélum og á flugvöllum (svo sem til að stjórna blindflugslendingum), betri þjálfun flug- manna og flugumferðarstjóra og öðrum öryggisráð- stöfunum er vonazt til að flugslysum fjölgi ekki í sama hlutfalli og flugumferðin eykst. Meðal ráðstafana sem flugmálayfirvöld í Evrópu hafa gripið til í því skyni að minnka hættuna á slys- um er að halda bannlista yfir flugfélög, hverra vélum er bannað að lenda á flugvöllum álfunnar. Á þessum lista Evrópusambandsins eru nú hátt í 90 flugfélög, flest afrísk. Mannskæðasta flugslys í sögu farþegaflugs varð reyndar á spænskum flugvelli; þann 27. marz 1977 lenti Boeing 747-risaþota PanAm-flugfélagsins í árekstri við aðra eins risaþotu KLM-flugfélagsins þegar sú síðarnefnda var í flugtaki frá Los Rodeos- flugvelli á Tenerife á Kanaríeyjum. KLM-þotan skarst inn í búk PanAm-vélarinnar. Í slysinu fórust 583 manns. Í Genf er stofnunin Aircraft Crashes Record Off- ice (ACRO), sem heldur utan um allar tölulegar upp- lýsingar um flugslys í heiminum. Samkvæmt upp- lýsingum hennar var árið 2007 það öruggasta í flugi síðan árið 1963, talið í fjölda slysa. Þá urðu 136 flug- slys, samanborið við 164 árið 2006. Dóu 965 manns í þessum 136 slysum síðastliðins árs. Talið í fjölda lát- inna var árið 2004 þó enn betra, þegar 766 manns dóu í flugslysum. Það var minnsta manntjónið sem orðið hafði í flugi á einu ári allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Mannskæðasta árið var 1972, þegar 3.214 manns fórust í flugslysum. Nýleg flugslys í Evrópu Mannskæð flugslys sem orðið hafa í Evrópu frá því um aldamótin eru eftirtalin: 22. ágúst 2006 í Úkraínu: Rússnesk Tupolev-vél með 170 manns um borð hrapar norður af Donetsk. Enginn kemst lífs af. 3. maí 2006 í Rússlandi: Airbus-þota hrapar í óveðri í Svartahafið, skammt undan Sotsí. Allir um borð, 113 manns, farast. 14. ágúst 2005 í Grikklandi: Farþegavél frá Kýpur með 121 manns innanborðs flýgur stjórnlaust yfir Grikklandi unz hún rekst á fjallshlíð norður af Aþenu. Allir um borð farast. Við rannsókn kemur í ljós að flugmennirnir höfðu misst meðvitund þegar þrýstingur féll snögglega í flugstjórnarklefanum vegna vanstillts ventils. 8. janúar 2003 í Tyrklandi: Farþegaþota Turkish Airlines með 76 manns um borð brotlendir við Diy- arbakir. Þykkri þoku er kennt um. 1. júlí 2002 í Þýzkalandi: Á flugi yfir Überlingen í SV-Þýzkalandi rekast rússnesk farþegaþota og DHL- póstflutningavél saman. Allir sem um borð voru í báðum vélum, 71, farast, þar á meðal yfir 40 börn. 24. nóvember 2001 í Sviss: Lítil farþegaflugvél svissneska flugfélagsins Crossair hrapar í skóglendi í aðflugi að Zürich-flugvelli. 24 hinna 33 sem um borð voru farast. 8. október 2001 á Ítalíu: 118 manns farast á flug- vellinum í Mílanó, þegar Cessna-einkaflugvél lendir í vegi fyrir farþegavél SAS-flugfélagsins, sem var á leið í loftið. Þykk þoka var þegar slysið varð. 4. október 2001 í Úkraínu: Rússnesk Tupolev-far- þegaþota er skotin niður fyrir slysni yfir Svartahafi af æfingaeldflaug Úkraínuhers. 78 manns farast. 25. júlí 2000 í Frakklandi: Skömmu eftir flugtak frá París hrapar hljóðfrá Concorde-þota og brot- lendir á hóteli. Alls farast 113 manns. Við rannsókn kemur í ljós að stykki úr sprungnum hljóðbarða lenti á eldsneytisgeymi sem orsakaði sprengingu. Mannleg mistök algengust Um áttatíu prósent allra flugslysa verða í flugtaki eða lendingu og stór hluti þeirra er rakinn til „mann- legra mistaka“. Slys í miðju flugi eru sjaldgæf, en koma fyrir. Dæmi eru um að sprengja valdi slíku slysi, eins og tilfellið var með Lockerbie-slysið svo- nefnda árið 1988, eða árekstur í lofti eins og yfir Überlingen árið 2002. Í samantekt sem Boeing-flugvélaverksmiðjurnar létu gera á orsökum 183 slysa á tímabilinu 1996 til 2005, þar sem farþegaþotur eyðilögð- ust, voru niðurstöðurnar þessar: 55 prósent: Mistök flugáhafnar 17 prósent: Bilun í flugvél 13 prósent: Veður 7 prósent: Ýmislegt/annað 5 prósent: Flugumferðarstjórn 3 prósent: Viðhald Almennt ber að hafa í huga að flugvélaframleið- endur eru tregir til að fallast á að hönnun flugvélar geti átt þátt í orsökum flugslysa. Athyglisvert er að samkvæmt gögnum Boeing hefur hlutfall mann- legra mistaka minnkað stöðugt sem meintur aðal- orsakavaldur flugslysa á síðustu árum. Á áratugn- um 1988-1997 mælist þetta hlutfall samkvæmt tölum Boeing heil 70 prósent, en fyrir tímabilið 1996-2005 er það sumsé komið niður í 55 prósent. Samkvæmt fyrstu vísbendingum orsakaðist slys- ið í Madríd á miðvikudag ekki af mistökum flug- mannanna, heldur af því að eldur kom upp í öðrum hreyfli MD82-þotu Spanair-flugfélagsins. Vélin á að geta flogið á einum hreyfli, en hún skall í jörðina og splundraðist í eldhafi er hún var rétt að komast á loft. Rannsóknin beinist nú ekki sízt að því hvað olli því að eldurinn brauzt út. Flest flugslys verða í flugtaki eða lendingu FLUGTAK Farþegaþota í flugtaki yfir slysstað MD82-þotu Spanair-flugfélagsins á Barajas-flugvelli við Madríd í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is Samkvæmt könnun á orsökum 1.843 flugslysa um allan heim á tímabilinu 1950 til 2006 skiptast orsakirnar svona niður: 53 prósent: Mistök flugmanns 21 prósent: Tæknileg bilun 11 prósent: Veður 8 prósent: Önnur mannleg mistök (flugumferðarstjórn, röng hleðsla flugvélar, mistök í viðhaldi, mengað eldsneyti, misskilningur vegna tungumála- örðugleika o.fl.) 6 prósent: Hermdarverk (sprengja, flugrán, vél skotinniður) 1 prósent: Aðrar orsakir Í könnuninni voru slys herflugvéla, einkaflugvéla og leiguflugvéla ekki tekin með í reikninginn. Pervez Musharraf sagði af sér sem forseti Pakistans í byrjun vikunnar. Leitin að arftaka hans er að hefjast, en óljóst er hvað tekur við. Hvaða völd fær nýr forseti? Musharraf var herforingi þegar hann gerði stjórnarbyltingu árið 1999 og tók sjálfur að sér stjórn landsins. Hann var áfram yfirmaður hersins allt fram á síð- asta ár, þegar hann neyddist til að segja af sér hermennsku til að mega bjóða sig fram til nýs kjörtímabils sem forseti. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá, sem Musharraf átti sinn þátt í að semja, hefur forseti landsins mikil völd, en leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna hafa heitið því að gera völd forsetans mun minni. Hvað tekur við? Margir vilja að Musharraf verði dreginn fyrir dóm fyrir að hafa misnotað völd sín, en fáir virðast þó búast við því að af því verði. Sjálfur ætlar Musharraf að búa áfram í landinu og virðist ekki hafa neinar áhyggjur af málshöfðun. Ólík- legt þykir að herinn muni skipta sér af stjórn landsins, þótt hann hafi beint eða óbeint stjórnað landinu meira og minna síðustu áratugina. Hvað um dómarana? Eitt af umdeildustu verkum Musharrafs á síðasta ári var að reka úr hæstarétti landsins dómara sem honum þóknuðust ekki, þar á meðal Iftikhar Chaudry, forseta hæstaréttar. Stjórnarflokkana greinir á um hvort þeir eigi allir að fá embætti sín eins og ekkert hafi í skorist. Sérstaklega hefur Chaudry verið umdeildur, bæði vegna pólitískra yfirlýsinga sem hann hefur gefið og vegna þess að hann dró í efa réttmæti þess að veita Asif Zardari, leiðtoga annars stjórnarflokkanna, uppgjöf saka svo hann gæti snúið heim úr útlegð fyrir þingkosningarnar. FBL-GREINING: PAKISTAN EFTIR MUSHARRAF Framhaldið óráðið Nýtt! Gras.is beint á skjáborðið þitt! Gras.is hefur sett upp vefþjónustu (Gagdet) sem t engir þig beint við fréttirnar, án þess að þurfa opna vafrann þinn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.