Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2008, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 22.08.2008, Qupperneq 33
HÁTÍÐIR verða haldnar um helgina, menningarnótt eins og flestir vita og fyrir þá sem vilja fara úr bænum eru lokadagar tíu daga hátíðar á Austfjörðum, Ormsteitis. „Við erum að safna sögum af því hvernig er að vera Reykvíkingur og búa í borginni en yfirskrift verkefnisins er Reykjavíkur- sögur,“ segir Unnur María Berg- sveinsdóttir, sagnfræðingur og verkefnastjóri Miðstöðvar munn- legrar sögu, og bætir við að leitað sé að sögum frá borgarbörnum jafnt stórum sem smáum. Unnur María segir að Reykja- víkursögur sé þriggja ára verk- efni sem unnið sé í samstarfi við Reykjavíkurborg en nú er annað ár þess. „Við höfum verið með lít- inn upptökukofa á bæði menningarnótt og Vetrar- hátíð og hlustað á og tekið upp sögur fólks.“ Að sögn Unnar Maríu er leitað að sögum fólks úr frítíma þess, hvernig það eyðir tímanum og hvort borgin hafi áhrif á frístundir Reykvík- inga. „Þetta virkar þannig að fólk skýst bara inn í kofann og segir okkur frá. Sumir koma með ákveðna minningu en aðrir koma bara og spjalla. Síðan fá allir sendan disk með upptökunni sinni,“ upplýsir Unnur María en hluti af upptökunum verður einn- ig settur inn á heimasíðu Mið- stöðvar munnlegrar sögu, www. munnlegsaga.is, þar sem hægt verður að nálgast þær í haust. Unnur María segir að Reykja- víkursögukofinn hafi verið vin- sæll í fyrra og hún hafi tekið eftir því að fólk hafi yfirleitt gaman af því að segja sína sögu. „Munnleg saga byggir á að ná persónulegri sýn á hversdaginn og atburði sem rata ekkert endilega inn í Íslands- sögubækur.“ „Við höfum sérstaklega boðið ættingjum að koma og spjalla saman því það er gaman að sjá sögu fólks af ólíkum kynslóðum og fyrir ættingjana að bera saman sögu sína,“ segir Unnur María aðspurð hverjir geti komið í kofann til hennar. „Í fyrra kom þriggja ára stelpa með mömmu sinni. Mamma hennar er úr Breið- holti og hún sagði frá því hvernig það var að alast þar upp fyrir tut- tugu til þrjátíu árum. Stelpan kom svo með sína útgáfu af því hvern- ig það er að vera þriggja ára Breiðholtsbarn í dag.“ Kofinn verður á horni Túngötu og Aðal- strætis á milli 12 og 18 á morgun. martaf@frettabladid.is Sögum kynslóða safnað Menningarnótt verður haldin hátíðleg í borginni á morgun og setur Miðstöð munnlegrar sögu upp upptökuver á horni Túngötu og Aðalstrætis í tilefni af því þar sem einstaklingar, ættingjar og vinir geta komið og sagt sögur úr frístundum sínum í borginni. Skaftholt í Gnúpverjahreppi heldur opinn dag á morgun og er tilvalið að taka sunnudags- bíltúrinn snemma og bregða fjölskyldunni úr borg. „Fólk getur komið og séð staðinn og hvað við erum að fást við,“ segir Guðfinnur Jakobsson, bóndi í Skaftholti, sem býður fólk vel- komið heim til sín á morgun. „Við erum með lífræna græn- metisræktun og búskap hérna,“ upplýsir Guðfinnur og bætir við að ýmislegt sé unnið úr afurðum dýra á bænum meðal annars ostar úr mjólkinni. Að sögn Guðfinns er opinn dagur í Skaftholti árlegur viðburð- ur sem í mörg ár hefur verið hald- inn seinustu helgina í ágúst þó nú sé hann aðeins fyrr. „Ástæðan fyrir opnum degi var fyrst og fremst sú að það er svo margt fólk sem langar til að koma, sjá hvað er hérna og hvað við erum að gera.“ Aðspurður segir Guðfinnur opna daginn hafa verið vinsælan hingað til og að margt fólk hafi kíkt í heimsókn. - mmf Heimboð í sveitina Gestir eru boðnir velkomnir í Skaftholt í Gnúpverjahreppi á morgun á opnum degi. MYND/SKAFTHOLT Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is Rúnar Þór leikur alla helgina Föstudag og Laugardag. Eldhúsið er opið 11:00-15:00 & 18:00 -22:00. Nýr matseðill. Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! Unnur María Bergsveinsdóttir segir að fjölskyldan geti komið í upptökukofann og sagt sögu sína á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.