Fréttablaðið - 22.08.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 22.08.2008, Síða 42
t íska ferskleiki dagsins í dag NÝ TEGUND AF NAGLALAKKI Nú er komin á markaðinn ný tegund af naglalakki frá Lancome. Lakk- ið sjálft kemur í litlum krukkum, en með fylgir lítið plastáhald sem notað er til að dreifa lakkinu yfir nöglina. Með áhaldinu þarf aðeins eina til tvær strokur á hverja nögl, ekkert fer út fyrir og lakkið þornar á örskotsstundu. 8 • FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 2008 Svört, hnésíð Dúnúlpa, með prjónaermum og kraga. „Við erum að opna með allt nýtt, bæði haust- og vetrarlínu, en svo koma nýjar vörur vikulega fram að jólum,“ segir Ragnheiður Ósk- arsdóttir, eigandi og framkvæmda- stjóri Ilse Jakobsen, en í dag verð- ur verslunin opnuð á nýjum stað, í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ. „Ég sá Ilse Jakobsen- vörurnar úti í Danmörku á sínum tíma og fannst merkið mjög flott, í kjölfarið opnaði ég verslunina fyrir þremur árum á Garðatorgi, sem varð fyrir valinu þar sem ég bý rétt hjá. Þetta átti aðeins að vera smá föndur til að byrja með, en við fengum æðislegar móttökur strax frá fyrsta degi. Vörumerki Ilse hefur líka verið að stækka ört á síðustu árum svo nú erum við að stækka við okkur,“ útskýr- ir Ragnheiður, en Ilse Jak- obsen er ein af þremur vinsælustu skóhönn- uðum í Skandinavíu. Verslanir vöru- merkisins eru nú orðnar tuttugu talsins í Skandin- avíu og í Evrópu og við skólínuna hafa bæst föt, töskur og fylgi- hlutir. „Nú erum við að fá aðra fatalín- una sem hún hannar. Bol- irnir frá henni eru mjög vin- sælir, en svo eru skórnir og stíg- vélin sívinsæl,“ segir Ragnheiður að lokum. Ilse Jakobsen flytur í nýtt húsnæði í Garðabæ: Opna nýja og stærri verslun Ragnheiður Ólafsdóttir, eigandi og fram- kvæmdastjóri Ilse Jakobsen, ásamt dóttur sinni, Ástu Ólafsdóttur verslunarstjóra. LEYFÐU SUMRINU AÐ LIFA INN Í HAUSTIÐ Vincenzo Baroney-ilmur, sturtusápa og body lotion er nýjasta línan í Pier bath & body deild- inni. Vörurnar eru fáan- legar í vanillu, kókos og mangó og eru tilvaldar fyrir þá sem kjósa nátt- úrulegan ilm. Þeir sem vilja sitt lítið af hvoru er hægt að blanda lykt- unum, enda passa þær einstaklega vel saman og útkoman verð- ur skemmtilega exótísk. Freistandi vörur á frá- bæru verði fyrir þá sem vilja halda í ferskleika sumarsins. Leðurlakkstígvél með svartri teygju sem gefa eftir við kálf- ann, einnig úr haustlínunni. Nylon-taska, með lakkhöldum og hólfum að framan er partur af töskulínu Ilse. Handgerðu gúmmístígvélin eru þekktustu skór Ilse. þau eru án gerviefna og fóðruð að innan með ull. stígvélin koma í öllum litum, bæði há og lág og án reima.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.