Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 43

Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 43
heima gleði og glysgjörn húsráð Þ egar tekið er að hausta og skólarnir byrja á ný, líður ekki á löngu þar til heimavinna og bókalestur verður daglegt brauð. Þá er lífs- nauðsynlegt að hafa góða aðstöðu heimafyrir, hvort sem er fyrir heimanám eða aðra skrifstofuvinnu innan veggja heimilisins. Fal- legt og stílhreint umhverfi getur skipt sköpum þegar löngum stundum er eytt við skrifborðið og ekki er síður mikilvægt að hafa skipulagið á hreinu þegar kemur að bókum og pappírum. Föstudagur fór á stúfana og skoðaði nokkur flott skrifstofuhorn sem gefa góða hugmynd að kjör- inni vinnuaðstöðu heimafyrir. Góð vinnuaðstaða heimafyrir: Aftur í skólann Homedesk-vinnuborð með geymsluhólfum fyrir smáhluti. Ofan á er Gibigiana-lampi en stóllinn er íslensk hönnun og heitir Skatan. Fæst í hnotu, tekk og svörtu í Saltfélaginu. Sapporro-skrifborð og stóll úr Pier er bæði lítið og nett og passar nánast hvar sem er. Tanimbar-skrifborð og stóll í stíl. Fæst í Pier. Kläppe-skrifborðsstóll úr IKEA er þæginlegur að sitja í á löngum vinnudögum, með stillanlegri sætis- dýpt og innbyggðum stuðningi fyrir bakið. Jonas-hornborð úr IKEA veitir gott borðpláss í vinnurýminu og hægt er að festa útdraganlega plötu annaðhvort hægra eða vinstra megin. RIAU-vinnustöðin hefur margvíslegt notagildi. Hún hentar vel í opnu rými því hægt er að loka henni og þá lítur hún út eins og skápur. Fæst einnig í Pier. FLOTT GLÖS Fallega skreytt glös, líkt og þessi vín- og bjórglös úr Casa, geta sett heilmik- inn svip á veisluborðið og vakið eftirtekt veislugesta. Þau eru líka tilvalin gjöf við öll tækifæri, hvort sem um ræðir afmæli, brúðkaup eða innflutningsteiti. 22. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR • 9 ILMUR OG BIRTA FYRIR HEIMILIÐ Leyfðu ljúfum ilmi að leika um heim- ilið með spreyi eða ilmolía úr Pier sem gefur milda lykt á meðan viðar- stangirnar draga í sig olíuna. Enginn verður svikinn af buttercream van- illuilminum, sem hefur slegið í gegn. Nú þegar dimm haustkvöld eru skammt undan er líka um að gera að byrgja sig upp af kertum til að lýsa upp skammd- egið. Í Pier fást flott ilmkerti í öllum stærðum og gerðum, en ilmur af bökuðu engiferi, vanillu og latté er sér- staklega freist- andi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.