Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 54

Fréttablaðið - 22.08.2008, Side 54
34 22. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR 28 mm bjálki BARNAHÚS 2,1m² 44 mm bjálki GESTAHÚS 15m² VH ehf · Heiðarbraut 3 · 250 Garður · Sími 864-2400 Vel valið fyrir húsið þitt HÚSIN OKKAR ERU TIL SÝNIS Á LANDBÚNAÐARSÝNINGUNNI Á HELLU 22.-24. ÁGÚST. Völundarhús.is hafa til sölu glæsileg ný gesta- og garðhús sem eru enn sterkbyggðari en áður. Nýju húsin eru bjálkahús frá 34 mm að þykkt og koma með tvöfaldri vatnslæsingu. Húsin eru tilvalin geymsla fyrir grillið og garðhúsgögnin. Öll gestahús og garðhús eru til á lager. Ei nb ýl is hú s Su m ar hú s Pa rh ús Ra ðh ús G ar ðh ýs i 0 8 -0 1 3 1 H en na r há tig n 34 mm bjálkiwww.volundarhus.is GARÐHÚS 4,7-9,7m² 45 mm bjálki GESTAHÚS 21m² Hittumst á Hellu ! Að haga seglum eftir vindi UMRÆÐAN Grétar Þorsteinsson svarar grein Finns Árnasonar. Finnur Árnason, forstjóri Haga, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu í gær og ber ASÍ og starfsmenn þess þungum sökum. Jafnframt rangfærir hann niðurstöður þeirra dómkvöddu mats- manna sem falið var að leggja mat á hvort 10-11, verslunarkeðja Haga hefði, miðað við eigin gögn, skilað neytendum lægra vöruverði eftir lækkun virðisauka- skatts á árinu 2007. Grein hans ber þess skýr merki að hann áttar sig ekki á því um hvað það matsmál snýst sem hann þó sjálfur átti frumkvæði að. ASÍ ber engar brigður á niðurstöður mats- manna og hefur ekki brugðist hart við þeim. ASÍ bregst hins vegar hart við þegar því er haldið fram að fyrrgreint matsmál hafi á einhvern hátt snúist um verðmælingar sem leiddu almenningi fyrir sjónir að 10-11 hefði ekki lækkað vöruverð eins og við hefði mátt búast í kjölfar virðisauka- skattslækkunarinnar. Sú niðurstaða stendur óhögguð. Í matsbeiðni Haga eru matsmenn orðrétt beðn- ir um að meta „hver hafi verið raunlækkun í prósentum talið á útsöluverði verslana 10-11 … Vísað er til meðfylgjandi lista, staðfestum af löggiltum endurskoðanda matsbeiðanda … með útsöluverðum á vörum 10-11 við Lágmúla …“ Með matsbeiðni fylgdi síðan útprentaður verðlisti matsbeiðanda sjálfs um vöruverð í 10- 11 að Lágmúla 5 í Reykjavík sem endurskoðend- ur hans staðfesta að sé í raun úr birgðakerfi 10- 11. Á trúverðugleika þessara gagna lögðu hinir dómkvöddu matsmenn mat. Öllum má vera ljóst að hér er ekki verið að leggja mat á verðmælingu ASÍ heldur á gögn og upplýsingar matsbeiðanda sjálfs. Verðmæling ASÍ fól í sér að starfsmenn verðlagseftirlitsins fóru á tilteknu tímabili í margar verslanir, þar á meðal margar verslanir 10-11 um land allt og skráðu upplýsingar um það verð sem viðskipta- vinum bauðst, þ.e. hilluverð, á hundruðum vörutegunda. Það verð var síðan borið saman við sambærilega eldri mælingu sem framkvæmd hafði verið með sama hætti og almenningur síðan upplýstur um niðurstöðuna. Verðlagseftirliti ASÍ er fyllilega ljóst, að kaupmenn hafa þann hátt á í harðri samkeppni, að breyta vöruverði hratt og stundum oft innan sama dags eins og forsvarsmenn Haga hafa margoft staðfest í viðtölum og raunar einnig Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í Kastljósi sl. mánudag. Þar sagði hann orðrétt: “… vita það allir sem til þekkja að það er mjög auðvelt og fyrirhafnarlítið að breyta verðum í verslun- um.“ Þetta hefur þann kost í för með sér að virk samkeppni getur tryggt lægra vöruverð en ella. Sá galli fylgir þó gjöf Njarðar að á sama hátt getur verið auðvelt að slá ryki í augu almennings og þeirra sem hafa eftirlit með verðlagningu. Þess vegna heimsækir verðlagseftirlitið margar verslanir um land allt og leitast við að mæla og meta heildstæðar verðbreytingar yfir lengri tíma. Þannig og einungis þannig verða neytend- ur best upplýstir. Því starfi mun ASÍ halda áfram. Að lokum vill ASÍ harðlega mótmæla þeim fullyrðingum Andrésar Magnússonar, fram- kvæmdastjóra SVÞ, og Finns Árnasonar að ASÍ hafi færst undan samstarfi við matsmenn en báðir segjast hafa fengið það staðfest frá öðrum matsmannanna. Þetta er rangt. Í fyrsta lagi er þetta efnislega rangt því matsbeiðnin laut alls ekki að verðmælingum ASÍ heldur framlögðum gögnum fyrirtækisins, eins og hér hefur verið rakið. Í öðru lagi þá hefur umræddur mats- maður staðfest við ASÍ að hann hafi ekki viðhaft nein slík ummæli. Höfundur er forseti ASÍ. GRÉTAR ÞORSTEINSSON Öllum má vera ljóst að hér er ekki verið að leggja mat á verðmælingu ASÍ heldur á gögn og upplýsingar matsbeiðanda sjálfs. UMRÆÐAN Soffía Egilsdóttir skrifar um Hrafnistu. Á vorin hefst undirbún-ingur fyrir móttöku farfuglanna okkar eins og við köllum þá gjarnan á dvalar- og hjúkrunar- heimilum Hrafnistu. Þetta eru ungmenni sem taka að sér hin ýmsu störf og flytja með sér ferskan blæ og léttleika æskunnar. Þetta er dýrmæt reynsla sem þau taka með sér inn í framtíðina. Að fá að kynnast fólki með svo mikla og fjölbreytta lífsreynslu, eins og þeir sem búa á hjúkrunar- og dvalar- heimilum hafa, víkkar sjóndeildar- hringinn, eykur færni unga fólksins í mannlegum samskiptum og sýnir þeim fjölbreytileika lífsins. Það er ekki óalgengt að í lok sum- ars hafi sumarstarfsmaður komið til mín og látið í ljósi undrun yfir því hvað það sé „mikið líf á hjúkr- unarheimili“. Margir hafa vitnað til þeirrar neikvæðu umræðu sem oft er uppi þegar rætt er um hjúkrunar- og dvalarheimili. Hver man ekki eftir myndinni af slitnu flókaskón- um, sem birtist með þó nokkrum fréttum eitt kosningaárið, eða umræðu um manneklu, fjölbýli og slæman aðbúnað? Á Hrafnistu í Reykjavík og Hafn- arfirði fer fram fjölbreytt félags- starf. Markmið félagsstarfs er að auka virkni heimilismanna og koma í veg fyrir einangrun, örva sam- skipti og létta lund. Iðjuþjálfi stjórn- ar þeim þætti er snýr að virkni og er föndur þar meðtalið. Vinnustofur eru opnar alla virka daga kl 9-15. Þar er unnið fjölbreytt handverk sem hver og einn vinnur eftir eigin getu og áhuga. Fyrir utan stærri skemmtanir eins og þorrablót, haust- og vorfagnaði er sett upp dagskrá fyrir hverja viku, sem felur í sér til dæmis söng, bingó, dans, myndasýn- ingar og upplestur úr blöðum og bókum. Farið er í leikhús, verslunar- ferðir, haustlitaferð, jóla- ljósaferð og menningar- legar skoðunarferðir. Boccia er mjög vinsælt, einnig pílukast og kín- versk leikfimi. Bókasafn er opið tvisvar í viku þar sem hægt er að fá bækur eða hljóðsnældur. Hópastarf er fjölbreytt og skipt- ist í ljóðahóp, tónlistarhóp, drauma- ráðningahóp, kaffihóp og minninga- hóp. Harmonikkan er mikið notuð. Á báðum heimilum er starfandi kór heimilismanna og er meðalaldur kórfélaga um 86 ár. Kór Hrafnistu í Hafnarfirði hefur tekið þátt í kóra- móti og sungið víða í félagsmið- stöðvum og á hjúkrunarheimilum. Regluleg fræðsluerindi eru hald- in og má nefna sem dæmi frá Hrafnistu í Reykjavík að María Jónsdóttir taugasálfræðingur flutti þar erindi í febrúar um gleymsku, Sólveig Jónasdóttir hjá fræðslu- deild Alþjóðahúss kom með erindi í mars um fjölmenningu og í apríl fjallaði Berþór Pálsson óperu- söngvari um veislur og borðsiði. Bænastundir eru einu sinni í viku ásamt helgidagamessum. Áhersla er lögð á að sinna sálgæslu og trú- arlegri þjónustu við heimilismenn, aðstandendur og starfsfólk. Fyrir utan félagsstarfið er á flestum hjúkrunardeildum heimilanna starfsmaður í virkni. Þessi starfs- maður aðstoðar meðal annars heimilisfólk við að sækja það sem það hefur áhuga á og er með sam- verustundir á setustofu deildarinn- ar. Á þessu sést að það er heilmikið líf á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Höfundur er forstöðumaður félagssviðs Hrafnistu. Félagslíf á Hrafnistu SOFFÍA EGILSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.