Fréttablaðið - 04.09.2008, Page 43

Fréttablaðið - 04.09.2008, Page 43
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2008 13Sinfóníuhljómsveit Íslands 2008-2009 ● fréttablaðið ● 7 Íslendingum gefst einstakt tækifæri til að kynna sér meist- araverk Sibeliusar í október þegar Sinfóníuhljómsveitin flytur allar sinfóníurnar og fiðlukonsertinn á þrennum tónleikum. Finnski tónsnillingurinn Jean Si- belius samdi sjö sinfóníur sem njóta gífurlegra vinsælda á heims- vísu og fiðlukonsertinn hans er meðal þeirra dáðustu sem fyr- irfinnast. Sinfóníuhljómsveitin flytur allar sinfóníurnar og fiðlu- kon sertinn á þrennum tónleikum í Háskólabíói. Slík Sibeliusar-mara- þon eru fágæt í tónlistarheiminum en í hér er um að ræða eins konar upphitun fyrir tónleikaröð hljóm- sveitarinnar í Tókýó í byrjun nóv- ember. ÁHRIFAMIKLAR NÁTTÚRUMYNDIR Margir samverkandi þættir gera sinfóníur Sibeliusar svo áhrifa- miklar sem raunin er. Litbrigðin sem hann laðar fram í tónlistinni eru einstök enda þykja sinfóníurn- ar oft minna á norrænt landslag. Sibelius notar kunnuglega hljóma á óhefðbundinn hátt og í hljóm- sveitarútsetningum leitar hann stöðugt að óvenjulegum samsetn- ingum hljóðfæra til að gefa tón- listinni nýstárlegan blæ. Þá eru áhrif finnskra þjóðlaga hvarvetna merkjanleg í sinfóníum Sibelius- ar, hvort sem er í notkun gamalla kirkjutóntegunda eða ósamhverf- um hrynmynstrum finnskra þjóð- lagasöngvara. Það varð ljóst um leið og Sibeli- us kvaddi sér hljóðs sem tónskáld að hann hafði hug á að verða þjóð- artónskáld Finnlands. Hann lærði á fiðlu sem barn og þegar hann hafði útskrifast úr Tónlistarskól- anum í Helsinki hélt hann til Vín- arborgar til frekara náms. En fiðlunámið gekk ekki sem skyldi og í kjölfarið tók áhugi hans á tón- smíðum að glæðast. Þegar Sibelius sneri aftur til Finnlands 1891 hafði hann einsett sér að skapa finnska tónlist á heimsmælikvarða. Fyrsta sinfónía hans var frumflutt í apríl 1899 og eftir því sem fleiri fylgdu í kjölfarið skipaði hann sér í röð merkustu sinfónískra tónsmiða sinnar kynslóðar. Er þá mikið sagt, því þar teljast með tónskáld á borð við Gustav Mahler, Edward Elgar og Carl Nielsen. ERFIÐLEIKAR OG INNBLÁSTUR Sibelius átti oft í erfiðleikum með tónsmíðarnar og leitaði þá eftir guðlegum innblæstri. Hann skrifaði til dæmis í dagbók sína árið 1915, eftir að hafa eytt heilu kvöldi að setja á blað stef fyrir fimmtu sinfóníuna: „Hvernig ég raða saman stefjunum – þetta skiptir mestu máli, og það heillar mig á dularfullan hátt. Það er sem Guð almáttugur hafi fleygt niður mósaíkflísum úr gólfi himnarík- is og beðið mig um að raða þeim eins og þær voru áður. Kannski er þetta góð skilgreining á tónsmíð- um. Kannski ekki. Hvað veit ég?“ Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur getið sér frábært orð fyrir túlkun á sinfóníum Sibeliusar. Heildarhljóðritun SÍ fyrir Naxos- útgáfuna kom út á árunum 1996- 2000 og hefur hlotið fjölda viður- kenninga, og var valin ein af útgáf- um mánaðarins í breska tímaritinu Gramophone. Sibelius-hringurinn verður flutt- ur í Háskólabíói 16.-18. október. Sibelius-hringurinn Ljóst var frá upphafi að Sibelius hafði hug á að verða þjóðarskáld Finnlands. Það verða 105 hljóðfæraleikarar á sviði Háskólabíós 5. febrúar þegar SÍ flytur Turangalila-sinfóníuna, sem er eitt magnaðasta tónverk 20. aldarinnar. Franska tónskáldið Olivier Messiaen, sem hefði orðið hundrað ára í desember, fór ótroðnar slóðir í sköpun sinni. Hann var strangtrúaður og fyrir honum var tónlist dæmi um birtingarkraft guðdómsins á jörðu. Hann sótti meðal annars innblástur í fuglasöng og varð eins konar fuglafræðingur með- fram tónsköpuninni. Hann var til dæmis sagður geta borið kennsl á söng yfir 600 fuglategunda. Turangalila var pöntuð af Sinfóníuhljómsveitinni í Boston og það er til marks um þá virðingu sem borin var fyrir snilligáfu Messiaens að hann fékk fullkomlega frjálsar hendur með verkið. Engin skilyrði voru sett hvað varðar lengd, stíl, eða stærð hljóm- sveitarinnar, sem verður ein sú stærsta sem sést hefur á svið- inu í Háskólabíói um langt skeið. Það var Leonard Bernstein sem stjórnaði frumflutningi Turangalilu í Boston árið 1949 og hefur hún farið sigurför um heiminn síðan. Flestar tónsmíðar Messiaens bera yfirskriftir með trúarlegum tilvísunum, en í Turangalilu er yrkisefnið jarðbundnara. Þegar hann samdi sinfóníuna var hann hugfanginn af sögninni um Trist- an og Ísold og hinar forboðnu ástir þeirra. Turangalila tekur um 80 mínútur í flutningi og þegar Messiaen var spurður hví hún væri svo löng svaraði hann einfaldlega: „Hún er ástarsöngur.“ Messiaen sagði sjálfur að Turangalila væri frumlegasta verk sitt, en um leið það lagrænasta, hlýjasta, kraftmesta og litríkasta. Gleði án enda Olivier Messiaen við störf 16. mars árið 1972. MYND/GEORGE TAMES W W W . S A L U R I N N . I S

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.