Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 2
2 27. september 2008 LAUGARDAGUR Örn, er rukkað á kílóið í þess- um bransa? „Nei. Er ekki örn rándýr?“ Örn Árnason leikari er dýrasti veislustjóri landsins samkvæmt Jóhanni G. Jóhanns- syni, sem rekur umboðsskrifstofu sem sérhæfir sig í veislustjórn. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A 69.900Tækifærisverð: kr. stgr. (Verð áður: 89.800 kr.) Tæki færi í september Nauðsynlegt forðabúr fyrir veturinn. 225 lítra. Orkuflokkur A+. Sparneytin og hæfilega stór kista fyrir venjulegt heimili. H x b x d = 88,5 x 112 x 66 sm. Frystikista GT 26MA00 ENGLAND, AP Svissneskur ofurhugi flaug í gær yfir Ermarsund með heimasmíðaðan eldflaugaknúinn væng á bakinu. Eftir um tíu mín- útna flug frá frönsku hafnarborg- inni Calais lenti Yves Rossy heilu og höldnu í fallhlíf skammt frá Hvítuklettum við Dover á Eng- landi. Rossy hóf hið 35 kílómetra flug með því að láta varpa sér út úr flugvél í um 2.500 metra hæð yfir Calais og setja þá eldflaugarnar á baki sér í gang. Eftir gangsetn- ingu eldflaugamótoranna er lítið hægt að stýra nema með því að beita líkamanum. Koltrefjavæng- urinn vegur um 55 kíló með full- um eldsneytistönkum og eldflau- gamótorunum fjórum. „Þetta var fullkomið,“ sagði Rossy eftir lendinguna, stoltur af hinu óvenjulega afreki sínu. Ofurhugaflug Rossy var ætlað að heiðra minningu franska flug- frumkvöðulsins Louis Bleriot, sem fyrstum tókst að fljúga flugvél yfir Ermarsund, sömu leið og Rossy fór. Það var árið 1909. - aa Svissneskur ofurhugi lét draum sinn rætast í gær: Á eldflaugavæng yfir Ermarsund AFREKI FAGNAÐ Aðstoðarmenn Rossy sprauta kampavíni yfir hann eftir lendinguna í Dover. Eldflaugavængurinn sést fyrir aftan hann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært ungan mann fyrir að skarta lögreglubúningi á almannafæri í óleyfi. Manninum, sem er frá Fáskrúðs- firði og er rúmlega tvítugur að aldri, er gefið að sök að hafa notað einkennisbúning lögreglu opinber- lega í Reykjavík í mars á þessu ári. Búningurinn samanstóð af buxum, jakka, bindi og skyrtu. Maðurinn er vegna þessa háttalags ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. - jss Ungur maður ákærður: Skartaði löggu- búningi í óleyfi BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti tjáði Banda- ríkjaþingi í gær að það yrði að axla ábyrgð og samþykkja löggjöf um björgunaráætlun stjórnvalda fyrir fjármálakerfi landsins. Það voru Bush mikil vonbrigði að þingið skyldi ekki afgreiða lögin á fimmtudag en það voru þing- menn úr hans eigin flokki sem neituðu að samþykkja lögin óbreytt. Samningaviðræður stóðu yfir í gær en óljóst var um lyktir. Samkvæmt áætluninni á að heimila ríkissjóði Bandaríkjanna að kaupa upp ónýtar kröfur og „eitraða“ skuldabréfavafninga fjármálastofnana fyrir allt að 700 milljarða dala, andvirði um 64.000 milljarða króna. - aa Ekkert samkomulag vestra: Bush biðlar til þingheims GEORGE W. BUSH Forsetinn fékk flokks- bræður upp á móti sér. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND Búið er að bera kennsl á öll fórnarlömb Matti Juhani Saari, unga mannsins sem skaut tíu skólafélaga sína og kennara í Finnlandi í vikunni. Einn hinna látnu var einn besti vinur Saaris í skólanum, að sögn finnska blaðsins Hufvudstadsbladet. Talað er um fjöldamorðið sem slátrun. Nemendurnir köstuðu sér í gólfið þegar fyrstu skotin heyrðust. Saari gekk á milli og skaut þá. Kastaði síðan bensíns- prengju og kveikti í. Skólar í Finnlandi hafa fengið margar hótanir í þessari viku. Allar hótanir eru teknar mjög alvarlega. - ghs Fjöldamorðið í Finnlandi: Myrti einn besta vin sinn MENNING Útilistaverkið Sveipur, sem sveitarfélagið Árborg samdi um kaup á við listakonuna Sigrúnu Ólafsdóttur í ársbyrjun 2006, hefur enn ekki verið gert. Kostnaður við smíði verksins verður margfalt hærri en þær þrjár til fimm millj- ónir króna sem upphaflega var áætlað. Í samkomulagi við Sigrúnu sem bæjarráð Árborg- ar staðfesti í jan- úar 2006 kemur fram að henni skyldu greiddar tvær milljónir króna fyrir hönn- un útilistaverks úr stáli. Verkinu, sem nefnt er Sveipurinn, er ætlaður staður austan við Ölfusár- brúna. Sigrún hefur þegar skilað teikn- ingum og módeli að verkinu og fengið stærstan hluta sinnar þókn- unar greiddan. Að auki hefur verið unnin talsverð vinna við burðar- þolshönnun. Kostnaður vegna henn- ar er óuppgerður en er meiri en ráð var fyrir gert að sögn Jóns Hjartar- sonar, formanns bæjarráðs. „Megin skýringin er sú að heims- markaðsverð á góðu stáli hefur margfaldast frá því samið var um verkið,“ segir Jón um ástæðu taf- anna. Nýlega mun Árborg hafa spurst fyrir um það hjá stálsmiðju hvað smíði listaverksins myndi kosta. Svarið mun hafa verið fimmtán milljónir króna. Þá er eftir kostnað- ur við undirstöður, sem þurfa að vera miklar þar sem verkið verður þungt og umfangsmikið. Það blasir því við að heildarkostnaður við listaverkið Sveip verður naumast undir tuttugu milljónum króna – allt að fjórfalt hærri en lagt var upp með. Á fundi menningar- og lista- nefndar Árborgar í síðustu viku var lögð rík áhersla á að samning- urinn við Sigrúnu yrði efndur. Rætt var um að fá einkaaðila til að hlaupa undir bagga með fjármögn- un og Jón segir það einmitt koma til greina. Ekki sé annað í mynd- inni en að bærinn standi við samn- inginn. „Við viljum – og eigum sam- kvæmt samningi – að koma þessu gríðarlega flotta og mikla lista- verki upp. Það verður skoðað í tengslum við fjárhagsáætlun 2009 og þriggja ára áætlun frá 2010 til 2012. Allir möguleikar verða skoð- aðir,“ segir formaður bæjarráðs. gar@frettabladid.is Útilistaverk í Árborg fjórfaldaðist í verði Hækkandi heimsmarkaðsverð á stáli er sagt orsök þess að útilistaverkið Sveipur hefur ekki verið smíðað og sett upp á Selfossi eins og samið var um við listamann- inn. Kostnaður verður líklega um tuttugu milljónir króna en ekki fimm milljónir. JÓN HJARTARSON SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR Listakonan Sigrún Ólafsdóttir hefur unnið útilistaverk við ýmsar byggingar í Þýskalandi þar sem hún er búsett. Verkið sem sett verður upp á Selfossi ber nafnið Sveipur. VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið samþykkti í gær samruna Kaupþings og SPRON. Í ákvörð- uninni segir að ef ekki kæmi til samrunans myndi SPRON hverfa af markaðnum sem sjálfstæður keppinautur og af því myndu skapast samkeppnishömlur. Því væri óhjákvæmilegt annað en að leyfa samrunann. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, neitaði því í fréttum Stöðvar 2 að fjárhagserfiðleikar væru ástæða samrunans. Í ákvörðuninni segir hins vegar að „í máli þessu hefur því verið haldið fram að staða SPRON sé erfið og að sökum þess bæri að heimila samrunann“. - jse Samkeppniseftirlitið: Sameining til bjargar SPRON STJÓRNMÁL Þingmönnum verður gert að sundurliða allar tekjur sínar, fyrir utan störf á vegum þingsins, verði drög að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum þingmanna sam- þykkt óbreytt. Þetta kemur fram í drögunum, sem Fréttablaðið hefur í vörslu sinni. Upplýsingar þessar verða aðgengilegar almenningi á heima- síðu þingsins, líkt og er í Dan- mörku. Forsætisnefnd sendi þingflokk- um drögin í mars 2007 og hafa tveir flokkar svarað erindinu; VG og Framsókn. Drögin eru trúnað- armál og hafa upplýsingar um þau úr þingheimi verið nokkuð misvísandi. Til skamms tíma var því haldið fram að ekki stæði til að þingmenn gæfu upp fyrr- greind launuð störf. En einnig hafði komið fram að þingmönnum yrði frjálst að fara ekki eftir reglunum og er það rétt. Flokkarnir tveir sem brugðist hafa við erindi forsætisnefndar gera báðir athugasemd við þetta. „Til hvers að setja reglur um að þú megir gera hvað sem þú vilt?“ spurði þingflokksformaður VG. Og Framsókn telur nauðsynlegt að skylda alla til að skrá hags- muni sína svo reglurnar nái til- gangi sínum. Formaður Samfylk- ingar hefur einnig sagt „heppilegra“ að reglurnar gildi um alla. - kóþ Upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni þingmanna verði á heimasíðu Alþingis: Greint frá launuðum störfum ALÞINGI Þingmenn geta afturkallað samþykki sitt fyrir skráningu á fjárhags- legum hagsmunum hvenær sem er samkvæmt drögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Enn liggur engin játning fyrir í rannsókninni á morðinu á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur að sögn Cristians Ferreira, yfirmanns rannsóknarlög- reglunnar í Puerto Plata í Dóminíska lýðveldinu. Þrír eru í haldi, tveir karlmenn og ein kona. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að rannsóknablaðamaður í Dóminíska lýðveldinu héldi því fram að lögreglan hefði reynt að þagga málið niður og afgreiða eins og um sjálfsvíg væri að ræða. „Það er ekki rétt,“ segir Cristian. „Lögreglan hefði engan hag af því að þagga málið niður og gæti það ekki heldur því mun fleiri en lögreglan komu að málinu strax frá upphafi.“ - jse Lögreglan í Puerto Plata: Þögguðu málið ekki niður HRAFNHILDUR LILJA GEORGSDÓTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.