Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 46
26 27. september 2008 LAUGARDAGUR S hirin sker sig strax úr fjöldanum með sérstakri augnmálningu og áberandi skartgripi. Henni skaust á stjörnuhimininn með ljósmyndaseríunni Women of Allah og í kjölfarið fengu vídeó- listaverk hennar mikla athygli og nú síðast stuttmyndin Zarin sem er einnig sýnd á hátíðinni. Shirin hefur unnið til fjölda verð- launa og sýnt aragrúa verka um allan heim, en heim til Írans hefur hún ekki farið í rúman áratug og er búsett í New York. Shir- in brúar bilið milli myndlistar og kvik- myndagerðar og virkar einnig sem brú milli Írans og hins vestræna heims. Íran er land sem er hulin ráðgáta fyrir hinn vestræna almenning og verk Shirin vekja upp áleitn- ar spurningar um stöðu kvenna, stjórnmál og trú í hinum múslimska heimi. Til sýning- ar í Listasafninu og á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni eru eins konar yfirlit yfir verk hennar. „Ég vildi gefa Íslendingum hugmynd um þróunina frá fyrstu verkum mínum til dagsins í dag. Áður gerði ég mikið af svart-hvítum, abstrakt verkum en svo fór ég meira út í liti og seinna fór ég að segja meiri sögur.“ Konur Allah Shirin ólst upp í Íran á tímum keisarans og flutti til Bandaríkjanna fyrir byltingu þar sem hún fór í listnám í Californiu. „Ég fór nokkrum sinnum til baka til Írans eftir bylt- inguna en því þekktari sem verkin mín urðu því erfiðara er fyrir mig að fara aftur til Írans útaf ríkissjórninni. Þótt mér sé ekki bannað að ferðast til Írans þá hafa margir ráðlagt mér að gera það ekki, sérstaklega fjölskylda mín. Það er betra að vera örugg. Ég hef hvort eð er unnið verkin mín í öðrum löndum í langan tíma, að mestu í Marokkó og Egyptalandi og held því áfram.“ Shirin segir pólitísk ástand hafa versnað síðan Ahmadinejad varð forseti og það hefur bitnað á menningu landsins. „Þegar ég gerði Women of Allah var ég að reyna að skilja íslömsku byltinguna í Íran. Ég var heilluð af því hvernig hún gat orðið að veru- leika. Hvernig hugmyndafræði og heim- speki þeirra virkar sem eru öfgasinnaðir múslimar eða öfgatrúar almennt. Hvernig þetta fólk getur tileinkað Guði allt sitt líf í þeirri merkingu að það er tilbúið að drepa eða deyja fyrir trúna. Fyrir mér er það áhugaverð mótsögn. Á sama tíma og trú á að vera andlegt fyrirbrigði og boða kærleik þá elskar þetta fólk Guð á þann hátt að það er tilbúið að drepa. Mér fannst líka áhuga- vert hvernig þessi ofbeldisfulla öfgatrú gat ógnað vestrænum ríkjum. Þannig fór ég að einbeita mér meira að píslarvottum, fólki sem er tilbúið að deyja fyrir trúna. Ég komst að því að það er löng hefð fyrir því að konur taki þátt í trúarlegu stríði. Það bætir við annarri mótsögn að konan sem við höld- um að sé veikburða fórnarlamb og hlutlaus af því að hún þarf að hylja sig, er allt í einu bæði vopnuð og sterk. Þannig beindist minn fókus að þessum konum í Women of Allah- seríunni, sem fjallar um konuna sem er trúuð, andlega þenkjandi og hliðholl Guði en á sama tíma ögrandi, ofbeldisfull, vopn- uð og hættuleg.“ Pólitískari og gagnrýnni Ljósmyndir Shirin voru settar á sýningu og áður en hún vissi af var hún orðin þekkt listakona. „Því meira sem ég fór að fylgjast með hvað var að gerast í Íran og las meira þá færði ég mig yfir í vídeólistaverk. Verk- in mín urðu beittari og oft eins og beittur hnífur á stjórnvöld. Vídeólistaverkin eru hárfín gagnrýni og senda sterk skilaboð. Ég er miklu gagnrýnni á stjörnvöld núna. Ég er ekki beint aktivisti, þetta er meiri persónu- leg upplifun en eftir því sem mín skoðun breyttist þá breyttust verkin mín.“ Í vídeólistaverkunum tekst Shirin að opna augu áhorfanda fyrir óréttlætinu í sam- skiptum kynjanna, stöðu kvenna í Íran og skertum möguleikum íranskra kvenna til að tjá sig listrænt, meðal annars. Listin er brú Verk Shirin vekja upp fullt af spurningum um Íran en hún hefur ekki öll svörin. „Ég er ekki sagnfræðingur eða mann- fræðingur, ég er listamaður og ég bý ekki í landinu. Ég er ekki að búa til heimildar- myndir, ég bý til sögur. Fólk í vestrænum ríkjum hefur til dæmis mjög einfalda hug- mynd um múslimskar konur og halda oft að þær séu allar eins um allan heim. Konur í Afganistan eru ólíkar þeim í Egyptalandi, ég er alltaf að leggja áherslu á að mín verk eru um íranskar konur. Og íranskar konur eru mjög ólíkar innbyrðis. Af því að það er svo lítill skilningur fyrir menningu Írana og pólitísku ástandi þar þá kalla verk mín á svo margar spurningar. Íran er mjög flókið land. Flestir sem búa þar halda áfram með sitt daglega líf og stjórnmál hafa ekki endi- lega bein áhrif á líf þeirra. En aðrir, svo sem listamenn, eru háð stjórnvöldum vegna mikillar ritskoðunar og skorti á málfrelsi.“ En Shirin er sannfærð um að listin sé mikilvægt framlag í umræðuna. „Listin er mjög mikilvæg. Það er áhuga- vert að í landi þar sem lögð er lítil áhersla á nútímalistir og mikil áhersla á ritskoðun þá eru það samt sem áður listamennirnir sem brúa bilið út í heim. Fyrir land sem er svo lokað þá eru það verk listamanna sem ná að segja svo mikið um menningu landsins og listamenn verða einhvers konar talsmenn þjóðarinnar. Það er stórkostlegt hversu margir íranskir listamenn og kvikmynda- gerðarmenn sem starfa við erfiðar aðstæð- ur ná að verða þekktir út í heimi.“ Hetjur í Íran Shirin hefur alltaf fikrað sig áfram og ekki staldrað of lengi við á sama stað. „Í staðinn fyrir að reyna að segja sögu með því að frysta augnablik í ljósmynd þá fór ég að gera hreyfimyndir. Vídeólistaverkin opnuðu mikla möguleika en verkin mín eru alltaf mjög vel úthugsuð og plönuð, næstum eins og skúlptúr. Núna er komið að því að fyrsta leikna kvikmyndin mín í fullri lengd fái að líta dagsins ljós. Ég er búin að vinna að myndinni síðustu fimm ár, ég geri ekkert með hraði,“ segir hún og hlær. Stuttmyndin Zarin frá 2005 sem sýnd er á hátíðinni var tekin upp í millitíðinni og er undanfari kvikmyndarinnar. „Ég hef aldrei lært kvikmyndagerð þannig að þetta var ný ögrun fyrir mig. Ég valdi bókina Women Without Men eftir Shahrmush Parsipur og gerði handrit eftir henni. Þetta er mjög írönsk saga og pólit- ísk mynd en á sama tíma ber hún stíl minna verka.“ Shahrmush Parsipur er þekktur rithöf- undur og hefur verið margfangelsuð í Íran. Bókin hennar var bönnuð og hún sat lengst inni í fimm ár. Hún býr núna í Bandaríkjunum. „Það eru svo margar konur eins og hún sem ég lít upp til. Ég lít upp til þessara kvenna fyrir það hvernig þær hafa náð að fóta sig í karllægu þjóðfélagi og skapa stórkostlega list. Konur sem heilla mig eru konur sem búa við mjög erfiðar aðstæður en lifa af. Konur í Íran eru mjög sterkar, þeim hefur verið stillt upp við vegg en þær hafa lært að nota það sem þær búa yfir til að komast af og ekki bara það heldur finna leið til þess að berjast og berjast við yfirvaldið. Það er eitthvað við þessar konur sem kenna mér að heimur- inn lítur öfugt á þær. Það er litið á þær sem fórnarlömb en mér finnst þær rosa- legar hetjur.“ Sýningin í Listasafni Íslands og Alþjóð- lega kvikmyndahátíðin í Reykjavík stendur yfir til 5 október. Upplýsingar á riff.is. Beitt sem hnífur Shirin Neshat er ekki vinsæl meðal klerkastjórnarinnar í Íran en í alþjóðlega listaheiminum er hún stjarna. Verkin hennar eru beitt og vopn hennar er listin. Hanna Björk Valsdóttir hitti Shirin á Listasafni Íslands. SHIRIN NESHAT Í LISTASAFNI ÍSLANDS „Fólk í vestrænum ríkjum hefur til dæmis mjög einfalda hugmynd um múslimskar konur og halda oft að þær séu allar eins um allan heim.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ SHIRIN NESHAT Shirin Neshat er listamaður sem fæddist í Íran árið 1957 og býr í New York. Hún er þekktust fyrir kvik- myndagerð, myndbandsverk og ljós- myndir og er einn þekktasti íranski listamaðurinn á Vesturlöndum. Shirin sló í gegn í listaheiminum fyrir ljósmyndaseríuna Women of Allah árið 1996 sem sýndi portrett- myndir af konum þöktum persneskri skrautskrift í bleki, með blæju og byssu. Árið 1999 vakti hún mikla athygli fyrir myndabandsverkið sitt Rapture og varð að einskonar stjörnu í alþjóðlega listaheiminum og er ein af þekktustu núlifandi listamönnum í dag. Shirin ólst upp við vestrænt heim- ilishald í Íran en foreldrar hennar aðhylltust keisarann í Íran. Vestrænn femínismi var í hávegum hafður og faðir hennar hvatti dætur sínar til þess að taka áhættu, læra og skoða heiminn. Shirin fór til Bandaríkjanna til að læra myndlist. Eftir byltinguna í Íran hafði þjóðfélaginu verið breytt í íslamskt lýðveldi og fjölskyldan hennar bjó ekki lengur við þau þægindi sem hún hafði notið áður. Shirin heimsótti ekki Íran aftur fyrr en á tíunda áratugnum og mætti þá öðru þjóðfélagi en hún ólst upp í. Til að sætta sig við breytinguna á þjóðfélaginu eftir byltinguna byrjaði hún að vinna við fyrstu myndaserí- una Women of Allah og vakti mikla alþjóðlega athygli fyrir það. Í videóverkum notar hún oft tæknina til að sýna tvær myndir á sama tíma og skapa þannig andstæður; ljós og myrkur, svart og hvítt, konur og karla, en hún hefur einnig gert hefðbundn- ari stuttmyndir eins og Zarin frá 2005. Verk Shirin sýna veröld kvenna í íslömskum þjóðfélögum og pólitíska, sálræna og félagslega stöðu kvenna í heimi íslam. Eftir því sem íslamska stjórnin í Íran varð ágengari og fór að skipta sér meira af lífi fólksins urðu verk Shirin beittari og pólitískari og beinast iðulega gegn stjórninni í Íran. www.gladstonegallery.com/neshat. asp SHIRIN NESHAT, UNTITLED (ZARIN SERIES), 2005, © Shirin Neshat, Með leyfi Gladstone Gallery, New York
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.