Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 24
 27. september 2008 LAUGARDAGUR2 MYTHS AND SAGAS OF THE NORTH EÐA RAGNARÖK - GOÐSAGNIR OG ÍSLENDINGA- SÖGUR VERÐUR SÝND Í FÉLAGSHEIMILINU HVOLNUM 27. SEPTEMBER. Sýning heimildamyndarinnar er haldin í tilefni af kjötsúpudeginum á Hvolsvelli, en kvikmyndatökulið frá framleiðandanum Wokafilm ferðað- ist víða um land sumarið 2006 til að taka upp myndskeið með víkingum í náttúrulegu umhverfi þeirra. Það staldraði við í Rangárþingi í nokkurn tíma þannig að Rangæingum bregður fyrir á hvíta tjaldinu. Framleiðendurnir Gabriela og Franz Kafka eru hér á landi til að fylgja eftir frumsýningu myndarinnar. Þau segja meðal annars þetta: „Saga Íslands er rifjuð upp með hjálp Snorra Eddu. Við kynnumst meðal annars hinum sögufræga Ásgarði, Niflheimi að ógleymdum Svartálfaheimi, bústaði trölla og náttdverga og hvetjum fólk til að hverfa með okkur inn í tíma sem er löngu liðinn en þó alls staðar nálægur.“ - gun Víkingar á hvíta tjaldið Þeir taka sig ugglaust vel út á hvíta tjaldinu þessir íslensku víkingar. Laugardagur GÖNGUFERÐ, skokk eða hjóla- ferð um Elliðaárdalinn. Þar skarta haustlitirnir sínu fegursta og til- valið að slá þar upp lautarferð. ÚR ELLIÐAÁRDALNUM er haldið í Árbæjarlaug, til að taka sund sprett eða slappa af. Úr lauginni er fallegt útsýni yfir gróður- ríkan hluta Reykjavíkur sem hægt er að njóta. EFTIR ÚTIVISTINA og hreyf- inguna er tilvalið að kíkja í búðir á Laugaveginum og njóta kaffisopa á einhverj- um kaffihúsa bæjarins. VERSLUNARFERÐINNI lýkur við Aðalstræti og er þá ekki úr vegi að líta við í versluninni Kraum sem selur íslenska hönnun og snæða svo kvöldverð á Fiskmarkaðinum, Aðalstræti 12. Sunnudagur BRÖNS á Kaffivagnin- um með útsýni yfir höfn- ina eða hádegisverður hjá Sægreifanum, Geirsgötu 8. RÖLT niður með höfninni, og ef vel viðrar er hægt að fara í hvalaskoðun. Kolaportið er í næsta nágrenni, þar sem hægt er að gera góð kaup eða kaupa harðfisk. SAFNARÖLT er næst á dag- skrá. Fyrst er litið við í Gestastofunni þar sem hægt er að sjá allt um byggingu tón- listar- og ráð- stefnuhúss í Reykjavík. Þjóð- minjasafnið er næsta stopp. Þar er hægt að setjast niður og fá sér kaffisopa áður en rölt er um sýningu safnsins og saga íslensku þjóðarinnar skoðuð. KVÖLDVERÐUR er snædd- ur í hamborgarabúllu Tómasar, Geirsgötu 1, þar sem eina bestu hamborgara í bænum er að fá. KVÖLDINU LÝKUR á göngu í kring- um Tjörnina á meðan myr- krið leggst yfir. - keþ Fiskmarkaðurinn býður upp á ljúffenga sjávarrétti og fleira gómsætt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Haust í borginni Ekki þarf að sækja vatnið yfir lækinn til að njóta haustsins í fallegri höfuðborg, því Reykjavík hefur upp á margt að bjóða. Söfn, veitingastaði og óspillta nátt- úru við bæjardyrnar. Hér eru hugmyndir að fullkominni helgi í Reykjavík. AYURVEDA-NÁTTÚRULÆKNINGIN er uppistaða ferða sem Lífssetr- ið Hollusta og heilsa og Ayurveda-miðstöðin í Goa bjóða upp á. Ráðgjöf í mataræði, nudd og jóga er meðal þess sem er í boði í sveitakyrrðinni í Goa, skammt frá strandlífinu. Sjá www.lifssetrid.com. A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R www.baendaferdir.is Sp ör e hf . - R ag nh ei ðu r I. Á gú st sd ót ti r s: 570 2790 Ævintýraleg maraþonferð til Suður-Afríku The Big Five Marathon í Suður-Afríku er öðruvísi og ótrúlega spennandi maraþonferð, þar sem ævintýragjarnir maraþonhlauparar fá tækifæri til að hlaupa í þjóðgarði innan um hin villtu dýr Afríku. Nafn ferðarinnar vísar til hinna 5 stóru dýra Afríku: fílsins, nashyrningsins, vísundarins, ljónsins og hlébarðans. Þetta verður í fimmta skipti sem maraþonið er haldið og er hægt að taka þátt í hálfu eða heilu maraþoni. Í ferðinni er farið í safaríferðir um þjóðgarðinn, þar sem hægt er að skoða hin villtu dýr í miklu návígi og fyrir utan þau fimm fræknu má nefna flóðhesta, gíraffa, margar antilóputegundir, villisvín, bavíana og fleiri. Einnig er hægt að fara í siglingu, ferð á fjórhjólum, hestaferð og þyrluflug svo eitthvað sé nefnt. Það er því einnig nóg um að vera fyrir þá sem ekki ætla sér að hlaupa. Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldinn 29. september kl. 20.00 í Síðumúla 2 15. - 24. júní 2009 Marathon The Big Five Sikiley KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Forðastu óþarfa streitu þegar heim úr fríi er komið. Í stað þess að taka allt upp úr töskunni í einum hvelli er betra að hvíla sig fyrsta daginn og láta ástvinina vita að allt sé í góðu lagi. Taka svo upp úr töskunni í góðu næði næsta dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.