Fréttablaðið - 27.09.2008, Side 34

Fréttablaðið - 27.09.2008, Side 34
● heimili&hönnun 1. Motta sem má sulla á. „Accidental carpet“ kemur úr smiðju hollensku hönn- uðanna Tejo Remy og Rene Veenhuizen og er endurunn- in úr gömlum teppum. 2. Upplýst stígvél. Hin franska Carotte Bricole notar hér gömul barnastíg- vél til að útbúa lampa. Stíg- vélalampa og aðra muni í þeim stíl selur hún á vefsíðu sinni carottebricole-deco- recup-bois.blogspot.com. 3. Gömlu gleraugun hennar ömmu. Stu- art Haygarth býr til ljósa- krónur úr alls kyns drasli, en þessi er gerð úr göml- um gleraugum. Hann hefur einnig gert ljósakrónu úr litlu plastflöskunum sem eru notaðar sem innibomb- ur á gamlárskvöld. Sjá stu- arthaygarth.com 4. Tuskustóll. Enn einn hluturinn frá hollensku hönnuðunum Tejo Remy og Rene Veenhuizen. Stóll- inn er gerður úr gömlum gólfmottum, og öðrum text- íl. Fullkomin endurnýting á gömlum húsmunum. 5. Spilahnöttur. Nick Sayer er grafískur hönn- uður sem býr til hnatt- laga skúlptúra úr hlut- um sem hann finnur hér og þar, meðal annarra þenn- an hérna. Hann hefur einn- ig búið til lítinn hnött úr raf- magnsköplum og hjólbörð- um. Myndir af þeim má sjá á flickr.com. 6. Í metratali. Sófann Expox sofa er hægt að kaupa í metratali, en hann er búinn til úr pappakössum. Sófann er hægt að sérpanta frá breska hönnuðinum Giles Miller á vefsíðunni farmde- signs.co.uk. Alls ekkert drasl ● Mörgum finnst góð tilfinning fylgja því að eignast nýja hluti. En skyldi tilfinningin ekki vera alveg jafngóð ef búið er að endurvinna nýju hlutina? Á tímum neysluaðhalds og umhverfisvitundar keppast hönnuðir nú við að nota gamla hluti til að gera nýja. 1 3 42 5 6 27. SEPTEMBER 2008 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.