Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 54
34 27. september 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson ...geysisvala og himinháa hælaskó frá Soniu Rykiel. Fást í Kronkron. ... fjaðrakraga sem breytir hvaða flík sem er í einstakt listaverk. Fæst í Einveru, Ægisíðu. ... trefil fyrir strákana frá ofur- hönnuðunum Viktor&Rolf. Fæst hjá Sævari Karli, Bankastræti. OKKUR LANGAR Í … Tískuvikunni í Mílanó lýkur nú um helgina en þar hafa ítalsk- ir hönnuðir sýnt fatnað fyrir næsta vor og sumar. Prada- línan vakti mikla athygli sem endranær en í þetta sinn bauð Miuccia Prada okkur upp á fatnað úr krumpu- efnum og brjóstahaldara við hnésíð pils. Missoni og Etro sóttu innblástur til Austurlanda fjær en tískuhúsið Max Mara virtist heillað af tísku níunda áratugarins. Hér gefur að líta brot af því sem koma skal þegar hitastigið hækkar á ný. - amb TÍSKUVIKAN Í MÍLANÓ VORSTRAUMAR Í RIGNINGUNNI PÖNKPRINSESSA Flott ballerínupils í bleiku frá Antonio Marras. SKÆRBLEIKT Smart buxnasam- festingur í sterkum bleikum lit frá Max Mara. SPORTLEGT Vínrautt satíndress frá Prada. INDVERSKT Fallegur og þægindaleg- ur sari-kjóll frá Etro. VORLEGT Ljósgrænn kimono frá Missoni. Þegar ég sá listakonuna írönsku Shirin Neshat, sem er einmitt í viðtali í þessu helgarblaði, tók ég andköf yfir því hvað konan var töff. Það sem mér fannst flottast við þessa hæfileikaríku konu er svartur augnblýanturinn sem hún er ævinlega með undir augunum – þykk lína af „kohl“ sem undirstrikar bæði fallegu dökku augun og rætur Neshat í vöggu menningarinnar, miðaustrinu. Konur af arabískum uppruna hafa notað svartan kohl í þúsundir ára til að tæla karlmenn enda oftast lítið annað en seiðandi augun sem sjást undan slörum sem hylja líkamann. Eins minna augun hennar Shirin á augnmálningu Forn-Egypta og Mesópótamíubúa. Kannski að hrifning mín á fornmenningu Egypta endurspeglist í hrifningu minni af svörtum augnblý- anti. Innblásinn af Kleópötru, og Edie Sedgwick hefur svarti augnblý- anturinn orðið fastur liður í morgun- rútínunni, og orðið að enn þykkari línu að kvöldlagi. Hluti af sportinu við blýantinn er að teikna þessa línu í kringum augun, líkt og krakki sem er að teikna augu í ketti. Kettir voru í hávegum hafðir hjá Forn-Egyptum og kettir eru einmitt það dýr sem maður- inn á erfiðast með að skilja. Þess vegna er kannski konum oft líkt við ketti. Og ég held að konur séu svo hrifnar af þessu kattareðli að margar hverjar læra að undirstrika það einmitt með blýantinum. Kleópatra og kattaraugu kvenpeningsins GAM- ALDAGS Falleg og kynþokka- full dragt frá Prada. HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ | TÓNABÚÐIN | SÍÐUMÚLA 20 | 108 REYKJAVÍK > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR París, parís,parís... Næstu níu dagana mun tísku- heimurinn einblína á vöggu tískunnar, Parísarborg en tískuvikan þar er að hefjast. Breski hönnuðurinn Gar- eth Pugh slæst nú í fyrsta sinn í hóp með bretunum Alexander McQueen og John Galliano og sýnir í París í stað Lundúna. „London var ekki auðveld en þar þekkti ég til. Þetta er ný og spennandi áskorun fyrir mig,“ sagði hann við blaðamenn í gær en sýningin verður á morgun, sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.