Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 6
6 27. september 2008 LAUGARDAGUR ÞÝSKALAND, AP Sérsveit þýsku lögreglunnar réðst í gær inn í farþegaþotu sem beið flugtaks á flugvell- inum við Köln-Bonn og handtók tvo menn í nafni hryðjuverkavarna. Lögreglan upplýsti að ákveðið hefði verið að láta til skarar skríða eftir að bréf fannst þar sem mennirnir kváðust vilja deyja píslarvættisdauða í hermdar verki. Hinir grunuðu eru báðir frá Sómalíu, 23 og 24 ára gamlir, en annar þeirra hefur þýskan ríkisborgara- rétt, að því er talsmaður lögreglunnar í þýska sambandslandinu Nordrhein-Westfalen, Katharina Breuer, greindi frá. Auk hinna handteknu voru 46 farþegar í Fokker- 50-vél hollenska KLM-flugfélagsins, en för hennar var heitið til Amsterdam. Breuer sagði að yfirvöldum hefði borist bréf sem hinir handteknu hefðu skrifað, þar sem þeir lýsa vilja til að taka virkan þátt í „djíhad“, heilögu stríði herskárra múslima, og láta lífið í hryðjuverkaárás. Hún sagði að talið væri að mennirnir hefðu ekki ætlað sér að ræna þessari vél. Þýskir fjölmiðlar sögðu mennina hafa ætlað til Pakistans. Dagblaðið Bild sagði þá hafa mánuðum saman verið undir eftirliti í nafni hryðjuverkavarna. - aa UPPNÁM Merki KLM-flugfélagsins sést hér á Köln-Bonn-flug- velli eftir uppnámið sem skapaðist er sérsveit lögreglu ruddist inn í vél félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tveir ungir menn frá Sómalíu handteknir í farþegaflugvél á Köln-Bonn-flugvelli: Vildu deyja í heilögu stríði DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið úrskurðaður í sex mánaða nálgun- arbann gagnvart fyrrverandi sam- býliskonu, eftir að hann hafði ónáðað hana ítrekað og hótað henni lífláti. Konan er barnsmóðir mannsins, samkvæmt upplýsing- um Fréttablaðsins. Það var Hér- aðsdómur Reykjaness sem kvað upp úrskurðinn. Tilefni nálgunarbannsins, sem úrskurðað var nýverið, var langvarandi ónæði hans sem konan hafði tilkynnt til lögreglu. Í því fólust meðal annars látlausar símhringingar sem lögregla varð vitni að, þar sem hún hafði verið kölluð á heimili konunnar vegna atgangs mannsins. Á síðari stigum málsins var hann farinn að hóta konunni, en hún tók þær hótanir upp. Á upptökunum mátti heyra manninn hóta konunni því að hann myndi „láta kála henni“ ef hún hætti ekki við framlagða beiðni um nálgunarbann. Maðurinn var úrskurðaður í þriggja mánaða nálgunarbann gagnvart sömu konu í fyrra. Umræddur maður sætir rann- sókn lögreglu vegna líkamsárásar í garð konunnar og dóttur sinnar. Hann er grunaður um að hafa gengið í skrokk á konunni oftar en einu sinni. Rannsókn þess máls er á lokastigi. Karlmaður úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann: Hótaði að „láta kála“ konu HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Kvað upp nálgunarbannsúrskurðinn. SJÁVARÚTVEGUR Erlendir kaupend- ur íslenskra sjávarafurða þrýsta nú á íslensk fisksölufyrirtæki að lækka hjá sér verð. Segja þeir það nauðsynlegt í ljósi lausafjárvand- ans sem skapast hefur í alþjóðlegu fjármálakreppunni. Bera þeir einnig fyrir sig gengi krónunnar, sem þeir segja að sé hagstætt fyrir íslenska útflytjendur. Sökum þess hljóti fyrirtækin að hafa borð fyrir báru. Svo er þó ekki að sögn Her- manns Stefánssonar, framleiðslu- stjóra Skinneyjar-Þinganess. Efnahagsástandið skapi margvís- leg vandamál. „Þetta þýðir lægra verð, lengri greiðslufresti, minnkandi greiðslu- tryggingar, aukið birgðahald, auk- inn geymslukostnað og aukinn fjármagnskostnað. Sem sagt hell- ings áhrif,“ sagði Hermann í sam- tali við Fréttablaðið. Íslensku fyrirtækin eru ekki í góðri stöðu til að neita kröfum um verðlækkun. „Auðvitað viljum við segja nei en erum ekki í stöðu til þess,“ segir Hermann. Yfir vofi að kaupendur leiti annað eftir fiski. Hermann fjallaði um áhrif fjár- málakreppunnar á markaðssetn- ingu sjávarafurða á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Í máli Arnars Sigurmundssonar formanns kom fram að verðmæti útfluttra sjávarafurða á síðasta ári næmi tæpum 128 milljörðum króna og hefði aukist um rúma þrjá milljarða frá árinu áður. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er útflutningurinn áætlaður tæpir níutíu milljarðar, sem er þrettán milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Arnar fjallaði líka um efnahags- umhverfi greinarinnar. Sagði hann nauðsynlegt að ríkisstjórnin léti hefja boðaða úttekt á árangri í efnahagsstjórnun, stöðu krónunn- ar og samskiptum við Seðlabank- ann. „Þá hlýtur nú að vera komið að lækkunarferli á stýrivöxtum bankans svo um munar en slíkt gæti orðið til þess að skapa meiri ró og lækka fjármagnskostnað fólks og fyrirtækja. Verði ekkert gert á næstunni og sama gengis- þróun heldur áfram er ekki víst að krónan komist heil út úr þeim hild- arleik,“ sagði Arnar Sigurmunds- son. bjorn@frettabladid.is Þrýst á um lægra verð á sjávarfangi Vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu og gengislækkunar krónunnar er þrýst á um verðlækkun á íslenskum fiski. Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva spáir að illa fari fyrir krónunni ef ekki verði gripið til viðeigandi efnahagsaðgerða. AÐALFUNDUR SAMTAKA FISKVINNSLUSTÖÐVA Í máli formannsins kom fram að nú hlyti að vera komið að lækkunarferli á stýri- vöxtum Seðlabankans. Það gæti skapað meiri ró og lækkað fjármagnskostnað fólks og fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BANDARÍKIN, AP John McCain, for- setaframbjóðandi repúblikana vestra, snerist hugur og ákvað í gær að mæta í fyrstu sjónvarps- kappræðurnar við mótframbjóð- andann úr flokki demókrata, Bar- ack Obama. Útsendingin fór fram frá Mississippi-háskóla í nótt. Fyrr í vikunni hafði McCain sagt að hann vildi fresta kapp- ræðunum á þeim forsendum að ábyrgð sín sem öldungadeildar- þingmanns krefðist þess að hann einbeitti sér að því að finna leiðir út úr fjármálakreppnunni sem ógnaði efnahagslífi Bandaríkj- anna. Obama, sem einnig á sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings, taldi þó enga ástæðu til að fresta kappræðunum. Þegar innan við tíu tímar voru til stefnu tilkynntu talsmenn kosningabaráttu McCains að hann myndi mæta. - aa Fyrstu kappræðurnar: McCain hætti við að hætta við Var rétt að auglýsa stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum lausa til umsóknar? Já 16,8 Nei 83,2 SPURNING DAGSINS Í DAG Á að setja framkvæmdirnar á Kársnesi í umhverfismat? Segðu skoðun þína á visir.is NÁTTÚRA Sama fyrirkomulag verður haft á rjúpnaveiðum í haust og viðhaft var í fyrra. Leyft verður að veiða rjúpur í samtals átján daga í nóvember, og verður sölubann áfram í gildi, sam- kvæmt ákvörðun umhverfisráð- herra, sem tilkynnt var í gær. Heimilt verður að veiða rjúpur frá 1. til 30. nóvember, en eingöngu frá fimmtudegi fram á sunnudag. Er mælst til þess að hver veiðimaður skjóti ekki fleiri en tíu rjúpur. Fækkunarskeið virðist afstaðið hjá rjúpnastofnin- um, og er farið að fjölga í stofninum á Austurlandi. - bj Óbreytt fyrirkomulag veiða: Rjúpur veiddar í 18 daga í haust VEIÐAR Fjölgað hefur í rjúpnastofninum á Austurlandi, en stofninn virðist standa í stað annars staðar á landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN Vinnuslys á Hellisheiði Starfsmaður við Hellisheiðarvirkjun slasaðist þegar járnbútur, sem verið var að hífa upp, slóst í hann. Maður- inn var fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. LÖGREGLUFRÉTTIR Tvítugur karlmaður í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir peningafals. Hann greiddi sendli með tveimur fimm þúsund króna seðlum, sem hann vissi að voru falsaðir, fyrir mat og gos, sem hann hafði pantað. DÓMSTÓLAR Ákærður fyrir peningafals KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.