Fréttablaðið - 27.09.2008, Side 50
30 27. september 2008 LAUGARDAGUR
„Staur er mitt uppáhald, þótt ég hafi
maulað hann í fjörutíu ár. Það er ekki
hægt að verða leiður á honum,“ segir
Ævar Guðmundsson, eigandi Sælgætis-
gerðarinnar Freyju, sem stendur á ní-
ræðu um þessar mundir.
„Freyja er fyrsta og elsta sælgæt-
isgerð landsins og byrjaði með fram-
leiðslu á Valencia-súkkulaði og Freyju-
karamellum á Vesturgötunni, en fyr-
irtækið stofnaði Magnús Þorsteinsson
árið 1918. Þá varð strax mikil eftir-
spurn eftir sælgæti og fólk gat komið
með bréf utan af Freyju-karamellum og
fengið eitthvað annað í staðinn,“ segir
Ævar og brosir að fegurð fortíðar.
„Freyja varð fljótt stór vinnuveitandi
með allt að fjörutíu manns í vinnu við
að handgera og handpakka inn sælgæti.
Magnús stóð vaktina í fjörutíu ár, var
framsýnn og fékk þýskan sælgætisgerð-
armann í vöruþróun, en þannig varð til
Staur, Hrís, Rís og konfekt,“ segir Ævar
um dísætu Freyju sem skipti um eig-
endur 1959 þegar Viggó Jónsson eign-
aðist meirihluta í fyrirtækinu.
„Pabbi keypti hlut í fyrirtækinu 1974,
og 1980 kaupum við Jón bróðir ásamt
pabba fyrirtækið í heild sinni. Þá voru
erfiðir tímar þegar innflutningur á út-
lendu sælgæti var gefinn frjáls og tók
því ekki að setja framleiðslu í gang
næstu þrjá mánuði á eftir meðan lands-
menn átu á sig gat af innfluttu sælgæti.
Þessu náðum við að snúa við og nú velja
Íslendingar íslenskt sælgæti fram yfir
innflutt,“ segir Ægir sem framleiðir enn
mörg af elstu vörumerkjum Freyju.
„Valencia, Freyju-karamellur, Rís,
Staur og Hrís standa alltaf tímans tönn,
en í heildina framleiðum við yfir 200
vörutegundir. Frá 1981 höfum við keypt
aðrar sælgætisgerðir og í dag sam-
anstendur Freyja af sex sælgætisfyr-
irtækjum: Víkingi, KÁ, Lakkrísgerð-
inni Skugga og nú síðast Mónu, sem við
keyptum 2004,“ segir Ævar og seilist
eftir súkkulaðimola í laglegri skál.
„Hér er alltaf nammi á borðum og við
borðum heilmikið af gotteríi án þess að
átta okkur á því, en þótt starfsfólkið
megi standa á beit í sælgæti allan dag-
inn er hér enginn með hold utan á sér.
Hér hefur ávallt verið mottó að stíla inn
á gæði og nota aðeins fyrsta flokks hrá-
efni. Við notum engar transfitusýrur í
okkar sælgæti né annað skaðlegt heils-
unni. Þetta er bara ánægja og vellíð-
an, en auðvitað er allt best í hófi,“ segir
Ævar sem finnur ekki fyrir samdrætti í
sælgætissölu þótt prédikað sé um minni
sykurneyslu meðal þjóðarinnar.
„Í dag vill fólk stærri pakkningar og
velja sér sjálft sitt uppáhald af sælgæt-
isbörum, en neysla hefur færst meira
yfir á helgar og nammidaga. Við brugð-
umst við eftirspurn eftir hollari kosti
með framleiðslu á fyrstu íslensku orku-
stykkjunum, Hreysti og Krafti, í sam-
vinnu við Arnar Grant og Ívar Guð-
mundsson, sem hafa fengið afskaplega
góðar viðtökur,“ segir Ævar og upplýsir
að Draumur, ásamt Djúpum séu vinsæl-
asta góðgætið frá Freyju.
„Draumur er okkar uppfinning og sló
í gegn þegar hún fór í framleiðslu 1982.
Draumur kom Freyju aftur á kortið og
yngdi okkur upp.“ thordis@frettabladid.is
SÆLGÆTISGERÐIN FREYJA: STOFNUÐ FYRIR 90 ÁRUM
Draumurinn yngdi okkur upp
SÚKKULAÐIGRÍSIR Ævar Guðmundsson, til hægri, með verkstjóranum Einari Steingrímssyni sem á lengstan starfsaldur að baki í Freyju.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ROKKARINN AVRIL LAVIGNE ER 24
ÁRA.
„Fólk röflar yfir því að ég þekki
ekki Sex Pistols, en hví ætti ég
að kunna skil á þeim? Takið
með í reikninginn hvað ég er
ung. Hitt er eldgömul hljóm-
sveit, ekki satt? Ég skapa pönk
fyrir daginn í dag og þá sem
eru ungir nú. Ég er Sid Vicious
nýrrar kynslóðar.“
Kanadastúlkan Avril Lavigne
hefur sýnt að hún er sjálfstæð og
staðföst. Hún var aðeins átján ára
þegar plata hennar Complicated
fór í fyrsta sæti Billboard-listans.
Söngleikurinn Hárið
var frumsýndur í
Lundúnum fyrir 40
árum.
Hárið er rokksöng-
leikur sem segir frá
hópi hippa með sterk-
ar stjórnmálaskoðan-
ir og sem lifir óhefð-
bundnu kommúnu-
lífi í New York. Þeir berjast gegn
herkvaðningu í Víetnam-stríðið og
streitast við að ná jafnvægi á milli
ungæðis, ástar og kynlífsbylting-
ar og hafa óbeit á íhaldssemi for-
eldra sinna og þjóðfélagsins.
Söngleikurinn lýsir vel hippa-
lífi og kynlífs- og eiturlyfjabylt-
ingu sjöunda áratugarins, en
frjálslegar nektarsen-
ur ollu miklu fjaðra-
foki. Hárið braut blað
í sögu söngleikja með
innkomu rokktónlist-
ar, blöndun kynþátta
í hlutverkaskipan og
boði til áhorfenda um
að vera með í loka-
senu verksins.
Eftir frumsýningu á off-Broad-
way 1967 var Hárið sett upp á
Broadway, en í Lundúnum setti
það aðsóknarmet og var sýnt
1.997 sinnum.
Tónlistin í Hárinu varð að lof-
söng friðarhreyfinga gegn Víet-
nam-stríðinu. Kvikmynd byggð á
söngleiknum var gerð 1979.
ÞETTA GERÐIST 27. SEPTEMBER 1968
Hár frumsýnt í London
Okkar ástkæri,
Eðvald Einar Gíslason
Suðurbraut 22, Hafnarfirði,
lést mánudaginn 22.september á Landspítala háskóla-
sjúkrahúsi. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 30. september kl. 15.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Ágústa Hinriksdóttir
Ragnhildur Rósa Eðvaldsdóttir
Andrea Gísladóttir Ólafur Þ. Jóhannesson
Andrea Eðvaldsdóttir
Katrín Rósa Eðvaldsdóttir Þorsteinn Helgi Stefánsson
Fannar Eðvaldsson Árdís Ethel Hrafnsdóttir
Eyrún Eðvaldsdóttir Gunnar Örn Jóhannsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Hjördís Óladóttir
áður til heimilis að Engimýri 12, Akureyri,
andaðist að Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð,
Akureyri, laugardaginn 20. september sl. Útförin fer
fram frá Akureyrarkirkju, mánudaginn 29. september
nk. kl. 13.30.
Óli G. Jóhannsson Lilja Sigurðardóttir
Edda Jóhannsdóttir Þórhallur Bjarnason
Örn Jóhannsson Þórunn Haraldsdóttir
Emilía Jóhannsdóttir Eiður Guðmundsson
ömmubörn og langömmubörn.
80 ára afmæli
Aðalsteinn
Elías Jónsson
Laugardaginn 27. september nk.
verður Steini Jóns ,,kallinn“
áttræður. Hann tekur á móti gestum
í tilefni dagsins á heimili sínu,
Helluhóli 4, Hellissandi,
á milli kl. 15.00 - 18.00.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Svava Guðjónsdóttir
áður til heimilis að Bakkahlíð 45,
Akureyri,
andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn
12. september. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju
mánudaginn 29. september kl. 13.30.
Ingveldur Steindórsdóttir
Jón Steindórsson Þorgerður Guðmundsdóttir
Birgir Steindórsson Ásta Kröyer
Guðjón Steindórsson Ásta Björgvinsdóttir
Hulda Magnúsdóttir Friðrik Gunnarsson
og öll ömmubörnin.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu, móður, dóttur,
tengdamóður og ömmu,
Steinunnar Brynjúlfsdóttur
lífeindafræðings, Hegranesi 31, Garðabæ.
Halldór Guðbjarnason
Lilja Dóra Halldórsdóttir
Elín Dóra Halldórsdóttir
Brynjúlfur Jónatansson
Brynjúlfur Jónatansson
tengdasynir og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán Einar Stefánsson
rafverktaki, Breiðabliki 3, Neskaupstað,
lést á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
mánudaginn 22. september. Útför hans fer fram frá
Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. sept. kl. 14.00.
Ása Stefánsdóttir
Bergþóra Stefánsdóttir Elmar Halldórsson
Guðný Stefánsdóttir
Þuríður Stefánsdóttir Björn Kristjánsson
Aldís Stefánsdóttir Rúnar Gunnarsson
Þóra Stefanía Stefánsdóttir Karl Gunnar Eggertsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og kærleika í ýmsum myndum
við fráfall og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
Elínborgar Guðjónsdóttur
frá Vésteinsholti í Haukadal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir hjúkrun og elskulega umönnun í
erfiðum veikindum hinnar látnu og nærgætni og
hlýju við aðstandendur. Fyrir hönd ættingjanna,
Guðmundur Jónsson Magnea E. Auðunsdóttir
Sigurlaug J. Jónsdóttir Ólafur K. Guðmundsson
Kristín Jónsdóttir Haukur Björnsson
Kristbjörg Jónsdóttir Jón Hreiðar Hansson
Vésteinn Jónsson Þorbjörg Jónsdóttir
Jón Friðrik Jónsson Jenný L. Kjartansdóttir
timamot@frettabladid.is