Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2008, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 27.09.2008, Qupperneq 57
LAUGARDAGUR 27. september 2008 Bítillinn fyrrverandi Sir Paul McCartney spilaði í fyrsta sinn í Ísrael á löngum ferli sínum fyrir framan um fjörutíu þúsund aðdáendur. Hóf hann tónleikana með Bítlalaginu Hello Goodbye og eftir það flutti hann hvern slagarann á fætur öðrum, þar á meðal Give Peace a Chance og Live and Let Die. Sungu áhorf- endur með honum viðlagið í fyrrnefnda laginu, auk þess sem flugeldum var skotið á loft á meðan á hinu síðarnefnda stóð. Árið 1965 var Bítlunum bannað að spila á fyrirhuguðum tónleik- um í Ísrael af ótta við að þeir myndu spilla æsku landsins. Fyrir þessa tónleika sagði McCartney aftur á móti að ekkert gæti haldið honum frá sviðinu. McCartney spilaði í Ísrael PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrverandi spilaði í fyrsta sinn í Ísrael á löngum ferli sínum. Orðrómur er uppi um að breski grínistinn Ricky Gervais verði kynnir á Óskarsverðlaunahátíð- inni næsta vor. Gervais þótti standa sig einkar vel á Emmy- verðlaununum á dögunum þar sem hann kenndi áhorfendum hvernig ætti að taka á móti verðlaunum. Brá hann á leik með gamanleikaranum Steve Carell við mikil hlátrasköll áhorfenda. Talið er að skipuleggjendur Óskarsins hafi þegar rætt við umboðsmenn Gervais í von um að hann þekkist boðið. Myndi hann þá feta í fótspor þekktra grínista á borð við Billy Crystal, Steve Martin og Ellen Degeneres. Gervais sem Óskarskynnir RICKY GERVAIS Breski grínistinn er talinn líklegur til að kynna Óskarsverðlaunin næsta vor. Verðlaunaflokkum Eddu- verðlaunanna hefur verið fjölgað. Sérstakir flokkar hafa verið búnir til fyrir kvikmyndatöku, klippingu, hljóð, tónlist, leikmynd, bún- inga og gervi. Einnig verða veitt tvenn verðlaun fyrir leik í aukahlutverki í stað einna og verður þeim skipt á milli karla og kvenna, að því er kemur fram í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Að auki hefur dómnefndum verið fækkað úr sjö í þrjár á sama tíma og dómnefndarfólki hefur verið fjölgað. Sitja nú tíu í hverri nefnd. Edduverðlaunin verða afhent í tíunda sinn hinn 16. nóvember næstkomandi. Fjölgun hjá Eddunni RAGNAR BRAGASON Kvikmynd Ragnars, Foreldrar, var sigursæl á síðustu Edduverð- launahátíð. My Winnipeg Mín Winnipeg Vestur-Íslenski leikstjórinn Guy Maddin semur hér kvikmyndaóð til heimaborgar sinnar Winnipeg og býr til nýjar goðsagnir fyrir Kanada-búa. ≥ Norræna húsið 22.30 ≥ Regnboginn ≥ Norræna húsið ≥ midi.is Laugardagur 27. september Landsbyggðarkennari 15:30 Fyrir morgundaginn 15:30 Ein lína á dag hlýtur að vera nóg! 15:30 Ég hef lengi elskað þig 15:30 Snjór 17:30 68-kynslóðin / Einungis fæðing 17:30 Án vægðar 17:30 Rafmögnuð Reykjavík 18:30 Hanna K 20:00 Skelfilega hamingjusamur 20:00 Barcelona (kort) 20:00 Teipið gengur! 20:15 O'Horten 21:30 Berlín kallar 22:30 Hún er strákur sem ég þekkti 22:30 Regn 22:30 Ofbeldi í bíó / Löng helgi 23:30 Ungar hetjur-10 ára og yngri 13:30 Ungar hetjur-10 - 12 ára 15:30 Speglar sálarinnar 17:30 Verk Shirin Neshat 20:00 Mín Winnipeg 22:30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.