Fréttablaðið - 27.09.2008, Page 57

Fréttablaðið - 27.09.2008, Page 57
LAUGARDAGUR 27. september 2008 Bítillinn fyrrverandi Sir Paul McCartney spilaði í fyrsta sinn í Ísrael á löngum ferli sínum fyrir framan um fjörutíu þúsund aðdáendur. Hóf hann tónleikana með Bítlalaginu Hello Goodbye og eftir það flutti hann hvern slagarann á fætur öðrum, þar á meðal Give Peace a Chance og Live and Let Die. Sungu áhorf- endur með honum viðlagið í fyrrnefnda laginu, auk þess sem flugeldum var skotið á loft á meðan á hinu síðarnefnda stóð. Árið 1965 var Bítlunum bannað að spila á fyrirhuguðum tónleik- um í Ísrael af ótta við að þeir myndu spilla æsku landsins. Fyrir þessa tónleika sagði McCartney aftur á móti að ekkert gæti haldið honum frá sviðinu. McCartney spilaði í Ísrael PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrverandi spilaði í fyrsta sinn í Ísrael á löngum ferli sínum. Orðrómur er uppi um að breski grínistinn Ricky Gervais verði kynnir á Óskarsverðlaunahátíð- inni næsta vor. Gervais þótti standa sig einkar vel á Emmy- verðlaununum á dögunum þar sem hann kenndi áhorfendum hvernig ætti að taka á móti verðlaunum. Brá hann á leik með gamanleikaranum Steve Carell við mikil hlátrasköll áhorfenda. Talið er að skipuleggjendur Óskarsins hafi þegar rætt við umboðsmenn Gervais í von um að hann þekkist boðið. Myndi hann þá feta í fótspor þekktra grínista á borð við Billy Crystal, Steve Martin og Ellen Degeneres. Gervais sem Óskarskynnir RICKY GERVAIS Breski grínistinn er talinn líklegur til að kynna Óskarsverðlaunin næsta vor. Verðlaunaflokkum Eddu- verðlaunanna hefur verið fjölgað. Sérstakir flokkar hafa verið búnir til fyrir kvikmyndatöku, klippingu, hljóð, tónlist, leikmynd, bún- inga og gervi. Einnig verða veitt tvenn verðlaun fyrir leik í aukahlutverki í stað einna og verður þeim skipt á milli karla og kvenna, að því er kemur fram í tilkynningu frá Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Að auki hefur dómnefndum verið fækkað úr sjö í þrjár á sama tíma og dómnefndarfólki hefur verið fjölgað. Sitja nú tíu í hverri nefnd. Edduverðlaunin verða afhent í tíunda sinn hinn 16. nóvember næstkomandi. Fjölgun hjá Eddunni RAGNAR BRAGASON Kvikmynd Ragnars, Foreldrar, var sigursæl á síðustu Edduverð- launahátíð. My Winnipeg Mín Winnipeg Vestur-Íslenski leikstjórinn Guy Maddin semur hér kvikmyndaóð til heimaborgar sinnar Winnipeg og býr til nýjar goðsagnir fyrir Kanada-búa. ≥ Norræna húsið 22.30 ≥ Regnboginn ≥ Norræna húsið ≥ midi.is Laugardagur 27. september Landsbyggðarkennari 15:30 Fyrir morgundaginn 15:30 Ein lína á dag hlýtur að vera nóg! 15:30 Ég hef lengi elskað þig 15:30 Snjór 17:30 68-kynslóðin / Einungis fæðing 17:30 Án vægðar 17:30 Rafmögnuð Reykjavík 18:30 Hanna K 20:00 Skelfilega hamingjusamur 20:00 Barcelona (kort) 20:00 Teipið gengur! 20:15 O'Horten 21:30 Berlín kallar 22:30 Hún er strákur sem ég þekkti 22:30 Regn 22:30 Ofbeldi í bíó / Löng helgi 23:30 Ungar hetjur-10 ára og yngri 13:30 Ungar hetjur-10 - 12 ára 15:30 Speglar sálarinnar 17:30 Verk Shirin Neshat 20:00 Mín Winnipeg 22:30

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.