Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2008, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 27.09.2008, Qupperneq 53
LAUGARDAGUR 27. september 2008 33 Fyrsta árlega kammertónlistarhá- tíð Trio Nordica og Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum fer fram nú um helgina. Trio Nordica er skipað þeim Auði Hafsteins- dóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Kontra píanóleikara. Í tilefni af hátíðinni hefur Tríóið fengið til liðs við sig kunna listamenn. Hátíðin hefst í dag kl. 15 með flutningi Trio Nordica á Passa- cagliu fyrir fiðlu og selló eftir Händel, þá Píanókvintett í e-moll eftir Elfridu Andrée og að lokum píanókvintett í Es-dúr eftir Robert Schumann. Með tríóinu koma einnig fram Pálína Árnadóttir fiðluleikari og Þórunn Ósk Marín- ósdóttir víóluleikari. Dagskrá morgundagsins er svo ekki af lakari kantinum. Þær Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari koma fram á Kjar- valsstöðum annað kvöld kl. 20 og flytja ljóð eftir Robert Schumann og Clöru Schumann. Einnig er á dagskrá tónleikanna Fantasie í f- moll eftir Franz Schubert og Píanótríó í e-moll eftir Antonín Dvorák. Sameiginlegt markmið Trio Nordica og Listasafns Reykjavík- ur með tónleikaröð þessari er að samtvinna myndlist og tónlist og auðvelda almenningi aðgengi að báðum listformum. Kaffistofa Kjarvalsstaða verður opin báða tónleikadagana. Miðasala er við innganginn en aðgangur er ókeyp- is fyrir börn og nemendur. - vþ Kammertónlistarhátíð í fyrsta sinn TRÍÓ NORDICA Kemur fram á tónleikahátíð á Kjarvalsstöðum um helgina. Þau leiðu mistök áttu sér stað á menningarsíðu Fréttablaðsins í gær að rangt var farið með dagsetningu tónleika þeirra Einars Jóhannesson- ar og Martin Berkofsky í Salnum. Því var haldið fram að tónleikarnir færu fram á morgun þegar hið rétta er að þeir eru í dag kl. 17. Eru aðstandendur tónleikanna hér með beðnir innilegrar velvirðingar á þessum misskilningi. Tónlistaráhugafólk ætti sannarlega ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara, enda eru hér á ferð framúrskarandi hljóðfæra- leikarar, hvor á sínu sviði. Að auki rennur ágóði af tónleikunum til góðgerða- mála og eru þeir því góðir fyrir samviskuna að auki. - vþ Leiðrétting Kristallinn, kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fer af stað með trukki í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í dag kl. 17 þegar fimm lúðraþeytarar kveðja sér hljóðs undir nafninu Sönglúðr- ar lýðveldisins. Þetta eru trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Emil Friðfinnsson hornleikari, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari og túbuleikarinn Tim Buzbee. Yfirskrift tónleikanna er Bandarískt brass og tengjast verkin öll Bandaríkjunum á einn eða annan hátt. Fjölbreytnin er mikil og sýnir vel möguleika þessarar skemmtilegu hljóðfærasamsetningar. Verkin sem verða flutt eru Mini Overture eftir Witold Lutoslawski, Music for a Brass Quintet sem Áskell Másson samdi fyrir Sönglúðra lýðveldisins, stutt og snarpt Scherzo eftir Jon Cheetham, málm- blásarakvintett eftir James Grant og Exhibition eftir Fisher Tull. Tónleikunum lýkur síðan á hinu sívinsæla verki Gershwins, Ameríkumaður í París, í útsetningu fyrir lúðra. Miðasala er á www.sinfonia.is og www.midi.is og einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn. - vþ Lúðrar þeyttir í dag MÁLMBLÁSTUR Áhugafólk um blásturshljóðfæri má ekki láta Kristalstónleikana í dag framhjá sér fara. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 27. september ➜ Kvikmyndir 18.00 Ragnarök Heimildarmynd um Íslendingasögurnar og goða- fræðina eftir Franz og Gabrielu Kafka verður sýnd í Félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli. ➜ Tónleikar 15.00 Karlakórinn Þrestir heldur tónleika til styrktar barnaspítalan- um Hringnum í Egilsstaðakirkju, Egilsstöðum. 16.00 Gleði og dramatík Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari, flytja íslenskt sönglög í Hveragerðiskirkju, Hveragerði. 17.00 Alexandra Chernyshova sópransöngkona, heldur einsöngs- tónleika í Húsavíkurkirkju, Húsavík. 17.00 Kammermúsík Söngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir og Gerrit Schuil halda tónleika í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. 17.30 Kveðjutónleikar í Skálholtskirkju - Hilmar Örn Agnarsson. Á tónleikunum koma fram undir stjórn Hilmars, félagar í þeim kórum sem hann hefur stjórn- að undanfarin ár auk fjölda þekktra tónlistarmanna, einsöngvara og hljóðfæraleikara. ➜ Opnanir 14.00 Hreyfing Kristín Tryggvadóttir opnar myndlist- arsýningu í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. Sýningin stendur til 10. okt. 16.00 Plenty of Nothing Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar sýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Sýningin stendur til 9. nóvember. 16.00 ID-LAB Myndlistarmennirnir Hrafnhildur Arnardóttir, Huginn Þór Arason, Jón Sæmundur Auðarson og Katrín Ólína Pétursdóttir ásamt Gjörningaklúbbnum opna sýningu í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Sýningin stendur til 11. janúar. ➜ Ljósmyndasýningar Fés og fígúrur Ellert Grétarsson tekur á móti gestum og verður með leiðsögn um sýninguna milli kl. 14.00 og 16.00. Sýningin stendur til 3. okt. Fótógrafí, Skólavörðustíg 4. ➜ Tónlist Brant Bjork & The Bros og Brain Police spila á Græna hattinum, Hafnarstræti 96, Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21.00. ➜ Ráðstefna 14.00 Af hlaðborði aldarinnar Málþing um áfanga og áræðni í íslenskri matarmenningu verður haldið í Iðnó, Vonarstræti 3. Hvernig platar hann Finn fullkomna upp í villtu trylltu tímavélina? Og hvernig kemst hann á fótboltaleikinn á móti Manchester United? Fjör í máli og myndum sem ALLIR hafa gaman af. varúð Uppáhaldsprakkarinn SKÚLI SKELFIR er mættur til leiks í tveimur eldfjörugum bókum. Loksins á Íslandi Alvöru orkudrykkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.