Fréttablaðið - 27.09.2008, Page 53

Fréttablaðið - 27.09.2008, Page 53
LAUGARDAGUR 27. september 2008 33 Fyrsta árlega kammertónlistarhá- tíð Trio Nordica og Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum fer fram nú um helgina. Trio Nordica er skipað þeim Auði Hafsteins- dóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Kontra píanóleikara. Í tilefni af hátíðinni hefur Tríóið fengið til liðs við sig kunna listamenn. Hátíðin hefst í dag kl. 15 með flutningi Trio Nordica á Passa- cagliu fyrir fiðlu og selló eftir Händel, þá Píanókvintett í e-moll eftir Elfridu Andrée og að lokum píanókvintett í Es-dúr eftir Robert Schumann. Með tríóinu koma einnig fram Pálína Árnadóttir fiðluleikari og Þórunn Ósk Marín- ósdóttir víóluleikari. Dagskrá morgundagsins er svo ekki af lakari kantinum. Þær Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari koma fram á Kjar- valsstöðum annað kvöld kl. 20 og flytja ljóð eftir Robert Schumann og Clöru Schumann. Einnig er á dagskrá tónleikanna Fantasie í f- moll eftir Franz Schubert og Píanótríó í e-moll eftir Antonín Dvorák. Sameiginlegt markmið Trio Nordica og Listasafns Reykjavík- ur með tónleikaröð þessari er að samtvinna myndlist og tónlist og auðvelda almenningi aðgengi að báðum listformum. Kaffistofa Kjarvalsstaða verður opin báða tónleikadagana. Miðasala er við innganginn en aðgangur er ókeyp- is fyrir börn og nemendur. - vþ Kammertónlistarhátíð í fyrsta sinn TRÍÓ NORDICA Kemur fram á tónleikahátíð á Kjarvalsstöðum um helgina. Þau leiðu mistök áttu sér stað á menningarsíðu Fréttablaðsins í gær að rangt var farið með dagsetningu tónleika þeirra Einars Jóhannesson- ar og Martin Berkofsky í Salnum. Því var haldið fram að tónleikarnir færu fram á morgun þegar hið rétta er að þeir eru í dag kl. 17. Eru aðstandendur tónleikanna hér með beðnir innilegrar velvirðingar á þessum misskilningi. Tónlistaráhugafólk ætti sannarlega ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara, enda eru hér á ferð framúrskarandi hljóðfæra- leikarar, hvor á sínu sviði. Að auki rennur ágóði af tónleikunum til góðgerða- mála og eru þeir því góðir fyrir samviskuna að auki. - vþ Leiðrétting Kristallinn, kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fer af stað með trukki í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í dag kl. 17 þegar fimm lúðraþeytarar kveðja sér hljóðs undir nafninu Sönglúðr- ar lýðveldisins. Þetta eru trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson, Emil Friðfinnsson hornleikari, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari og túbuleikarinn Tim Buzbee. Yfirskrift tónleikanna er Bandarískt brass og tengjast verkin öll Bandaríkjunum á einn eða annan hátt. Fjölbreytnin er mikil og sýnir vel möguleika þessarar skemmtilegu hljóðfærasamsetningar. Verkin sem verða flutt eru Mini Overture eftir Witold Lutoslawski, Music for a Brass Quintet sem Áskell Másson samdi fyrir Sönglúðra lýðveldisins, stutt og snarpt Scherzo eftir Jon Cheetham, málm- blásarakvintett eftir James Grant og Exhibition eftir Fisher Tull. Tónleikunum lýkur síðan á hinu sívinsæla verki Gershwins, Ameríkumaður í París, í útsetningu fyrir lúðra. Miðasala er á www.sinfonia.is og www.midi.is og einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn. - vþ Lúðrar þeyttir í dag MÁLMBLÁSTUR Áhugafólk um blásturshljóðfæri má ekki láta Kristalstónleikana í dag framhjá sér fara. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 27. september ➜ Kvikmyndir 18.00 Ragnarök Heimildarmynd um Íslendingasögurnar og goða- fræðina eftir Franz og Gabrielu Kafka verður sýnd í Félagsheimilinu Hvolnum á Hvolsvelli. ➜ Tónleikar 15.00 Karlakórinn Þrestir heldur tónleika til styrktar barnaspítalan- um Hringnum í Egilsstaðakirkju, Egilsstöðum. 16.00 Gleði og dramatík Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari, flytja íslenskt sönglög í Hveragerðiskirkju, Hveragerði. 17.00 Alexandra Chernyshova sópransöngkona, heldur einsöngs- tónleika í Húsavíkurkirkju, Húsavík. 17.00 Kammermúsík Söngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir og Gerrit Schuil halda tónleika í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. 17.30 Kveðjutónleikar í Skálholtskirkju - Hilmar Örn Agnarsson. Á tónleikunum koma fram undir stjórn Hilmars, félagar í þeim kórum sem hann hefur stjórn- að undanfarin ár auk fjölda þekktra tónlistarmanna, einsöngvara og hljóðfæraleikara. ➜ Opnanir 14.00 Hreyfing Kristín Tryggvadóttir opnar myndlist- arsýningu í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. Sýningin stendur til 10. okt. 16.00 Plenty of Nothing Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar sýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Sýningin stendur til 9. nóvember. 16.00 ID-LAB Myndlistarmennirnir Hrafnhildur Arnardóttir, Huginn Þór Arason, Jón Sæmundur Auðarson og Katrín Ólína Pétursdóttir ásamt Gjörningaklúbbnum opna sýningu í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Sýningin stendur til 11. janúar. ➜ Ljósmyndasýningar Fés og fígúrur Ellert Grétarsson tekur á móti gestum og verður með leiðsögn um sýninguna milli kl. 14.00 og 16.00. Sýningin stendur til 3. okt. Fótógrafí, Skólavörðustíg 4. ➜ Tónlist Brant Bjork & The Bros og Brain Police spila á Græna hattinum, Hafnarstræti 96, Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21.00. ➜ Ráðstefna 14.00 Af hlaðborði aldarinnar Málþing um áfanga og áræðni í íslenskri matarmenningu verður haldið í Iðnó, Vonarstræti 3. Hvernig platar hann Finn fullkomna upp í villtu trylltu tímavélina? Og hvernig kemst hann á fótboltaleikinn á móti Manchester United? Fjör í máli og myndum sem ALLIR hafa gaman af. varúð Uppáhaldsprakkarinn SKÚLI SKELFIR er mættur til leiks í tveimur eldfjörugum bókum. Loksins á Íslandi Alvöru orkudrykkur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.