Fréttablaðið - 27.09.2008, Side 22

Fréttablaðið - 27.09.2008, Side 22
22 27. september 2008 LAUGARDAGUR J óhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, sagði upp störfum frá og með 1. október næstkomandi. Jóhann leit svo á að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði látið sig fara með ákvörðun um að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar, en þeir hafa deilt um fyrirkomulag löggæslumála. Af hverju stafar sá órói sem verið hefur um embættið í nokkra hríð? „Ég held að skýringin á honum sé þrí- þætt. Í fyrsta lagi hafa orðið miklar breytingar á löggæslu í landinu og það ferli hefur verið erfitt. Hvað okkur varðar náðist góð sátt um þær breyting- ar sem urðu 1. janúar 2007 með samein- ingu embætta. Við erum í því breyt- ingaferli miðju og að reyna að ná markmiðum þeirra. Þá kemur tilkynn- ing um nýjar breytingar. Í öðru lagi hefur verið viðvarandi fjárskortur í lögreglunni sem menn hafa ekki brugðist við. Nærgæslan, þjónustan sem snýr að íbúunum, hefur minnkað. Hinum hefðbundnu lögreglu- mönnum á götunni hefur fækkað en aðrar einingar verið styrktar. Um þess- ar áherslur hafa verið deilur. Í þriðja lagi met ég það svo að eftir brotthvarf Stefáns Eiríkssonar úr dóms- málaráðuneytinu skorti tiltakanlega sérþekkingu á löggæslumálum innan ráðuneytisins. Oft er sagt að maður komi í manns stað, en Stefán var þunga- vigtarmaður og geysilega hæfur. Hans skarð hefur ekki verið fyllt. Af því að ráðuneytið er of veikt til að sjá um verk- efnið hefur það í auknum mæli hallað sér að embætti Ríkislögreglustjóra. Þar hafa menn rekið pólitík sem er þvert á það sem yfirstjórn lögreglu á Suður- nesjum og höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin, telja að eigi að stefna að. Þessir þrír þættir hafa skapað það ástand sem við búum við. Víða kraumar óánægja innan lög- gæslunnar og menn glíma við fjár- skort.“ Uppskiptin leysa ekki fjárskort Þú nefnir fjárskort. Hefðir þú sem yfir- maður ekki einfaldlega þurft að skera niður og segja upp fólki? „Jú, það er nú nákvæmlega málið. Í ágúst 2006, við brotthvarf varnarliðs- ins, lögðum við það fyrir okkar ráðu- neyti, sem þá var utanríkisráðuneytið, að verulega þyrfti að fækka starfsfólki miðað við þær fjárveitingar sem við hefðum. Við fengum mjög skýr fyrir- mæli um að fækka ekki fólki við þessar aðstæður og þau hefur Ríkisendurskoð- un sannreynt. Það þýddi áframhaldandi hallarekstur. Við sameiningu embættanna 1. jan- úar 2007 fengum við uppsafnaðan halla greiddan og fórum svo í að greina vand- ann. Í fyrra skárum við verulega niður; tímabundin fækkun varð í lögreglulið- inu vegna þess að tíu fóru í Lögreglu- skólann, við frestuðum kaupum á tal- stöðvum og búningum og menn fengu ekki fullt orlof og svo framvegis. Engu síður var áttatíu milljóna króna halli á rekstrinum. Samdráttur í fyrra þýddi að vandinn kæmi fram af fullum þunga á þessu ári. Búnaðinn þarf að kaupa og menn fá fullt orlof. Þrátt fyrir kjarahækkanir lækkaði fjárveiting til okkar í krónum talið. Í mars boðar ráðherra síðan upp- stokkun á embættinu. Þá erum við með ósamþykkta rekstraráætlun. Uppskipt- ingin átti á einhvern óútskýrðan hátt að leysa vandann. Hvernig hef ég aldrei fengið útskýrt. Á sama tíma lýsti ráð- herra því ítrekað yfir opinberlega að ekki ætti að segja upp fólki. Hvað áttum við þá að gera?“ Þið hafið sem sagt tekið til í rekstrin- um? „Já, vissulega. Við sátum ekki eins og grenjandi krakkar úti í horni og heimt- uðum nammi. Við hagræddum; sögðum upp níu manns í flugverndardeild og lögðum niður ýmsar stöður. Við hömuð- umst við að hagræða í rekstrinum. Við höfum hins vegar fengið mjög misvísandi skilaboð. Við fengum munn- lega heimild frá ráðuneytinu til að ráða tíu útskriftarnema. Tíu dögum síðar, frammi fyrir fjárlaganefnd, uppgötvað- ist reyndar að nefndin hafði ekkert Þar eru menn í einhverjum búrókratísk- um leik þar sem allir eru þéraðir og bukta sig og beygja og virðist ekki vera í neinu samhengi við lífið og tilveruna. Skýringar ráðherra eru fyrirsláttur Jóhann R. Benediktsson lætur af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum á þriðjudag. Hann segir Kolbeini Óttarssyni Proppé frá samskiptaerfiðleikum við dómsmálaráðuneytið, rannsókn Ríkislögreglustjóra á gróusögum og ástæðum þess að hann ákvað að hætta. JÓHANN R. BENEDIKTSSON Segir löggæsluna líða fyrir fjárskort og víða kraumi óánægja. Aldrei hafi komið fram hvernig uppstokkun á lögregluembættinu á Suðurnesj- um eigi að leysa fjárhagsvanda embættisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI heyrt um málið. En hún tók vel í erind- ið. Tveimur mánuðum síðar fengum við bréf frá ráðuneytinu þar sem tilkynnt var að það mundi sækja um fjörutíu milljóna króna aukafjárveitingu, vegna taps er varð til við brotthvarf varnar- liðsins. Að öðru leyti ættum við að halda okkur innan fjárheimilda. Hvernig áttum við að gera það? 85 prósent af rekstrinum eru laun. Það lá því beint við að segja upp fólki og þá auðvitað fyrst þeim tíu sem við höfðum ráðið tveimur mánuðum fyrr með leyfi ráðuneytisins! Þar að auki tekur það tíma að rétta við svona rekstur, jafnvel þótt fólki sé sagt upp. Ekki virtur svars „Við óskuðum eftir fundi til að ræða þessa alvarlegu stöðu, en útlit var fyrir um 250 milljóna króna halla þrátt fyrir aukaframlagið. Það myndi þýða upp- sagnir þrjátíu til fjörutíu starfsmanna. Við vildum eðlilega ræða þetta við ráðu- neytið og ég sendi erindi þar um í ágúst. Ég hef ekki enn verið virtur svars. Ég hef axlað mína ábyrgð í þessu máli, en spyr hvort aðrir hafi gert það. Það er augljóst að framkoma ráðuneyt- isins lýsir algjörum trúnaðarbresti. Þar eru menn í einhverjum búrókratískum leik þar sem allir eru þéraðir og bukta sig og beygja og virðast ekki vera í neinu samhengi við lífið og tilveruna. Hrokinn og virðingarleysið sem þetta sýnir, ekki síst gagnvart 220 áhyggju- fullum fjölskyldum starfsmanna minna, er dæmi um gamaldags stjórnarhætti sem ég vona að séu á útleið.“ Nú hefur Björn sagt að ekki hafi verið stirðleiki í ykkar samskiptum? „Já, vissulega er rétt að lengst af voru okkar samskipti góð. Við höfðum greið- an aðgang að honum og áttum ánægju- lega fundi. Hins vegar breyttist allt eftir þessa uppákomu í mars. Ég held að rót vandans sé að sumu leyti sú að mér var legið á hálsi fyrir að hafa búið til erfiða stöðu í kjölfar boðaðrar uppskipt- ingar. Það gleymist hins vegar að í und- irbúningi uppstokkunar var ekkert sam- band haft við Landssamband lögreglumanna, Lögreglufélag Suður- nesja eða Tollvarðafélag Íslands. Sam- einingin 2007 átti sér mjög góðan aðdraganda og undirbúning, ólíkt upp- stokkun, og mönnum var því misboðið og risu upp eins og einn maður. Ég get nefnt eitt dæmi um samskipti okkar. Árið 2005 var ég skipaður í stjórn Landamærastofnunar Evrópu. Við þekkjum vel til Schengen og starfið gekk vel. Í ágúst var ég síðan að búa mig undir að fara á reglulegan fund í Póllandi. Þá barst bréf frá ráðuneytinu þar sem ég var sviptur umboði til stjórn- arsetunnar, uppsögnin tæki gildi við móttöku bréfsins, og þökkuð góð störf af hálfu ráðuneytisins. Ég hafði samband og spurði hvort ég mætti ekki fara út og kveðja vini mína í stjórninni, suma hef ég þekkt í fjórtán ár í þessum geira, en fékk þvert nei. Í kjölfar ákvörðunar um auglýsingu stöðu minnar gekk ég eftir því við ráðuneytis- fólk af hverju almennar kurteisisvenjur hefðu ekki verið viðhafðar og mér leyft að fara út og kveðja. Loksins fékk ég svar: „Eigum við ekki að orða það svo, Jóhann, að ráðherra ákvað að gera það með skýrum og afgerandi hætti.“ Menn geta valið þessari framkomu ýmis orð. Ég ætla ekki að nefna það sem mér dettur í hug, ég held að lesendur séu fullfærir um að draga eigin ályktan- ir.“ Þú talar um slæma ráðgjöf ráðherra, í hverja vísar þú þá? „Mér er illa við að nefna fólk og bæði núverandi og settur ráðuneytisstjóri eru sómafólk sem ég ber mikla virðingu fyrir. Spjót mín beinast fyrst og fremst að þeim sem stýrir löggæsluskrifstofu ráðuneytisins [Þórunni J. Hafstein]. Þá hefur þáttur Ríkislögreglustjóra orðið æ meiri. Gróusögur rannsakaðar Hvernig hafa samskipti þín verið við Harald Johannessen? Samskipti mín og Haraldar hafa oft á köflum verið í lagi. En það hefur þó vissulega oft hvesst í okkar samskipt- um. Ég neita því ekki að mér finnst oft einkennilegt hve margar sögur um mig grassera í því ágæta embætti. Einhvern veginn virðist vera frjór jarðvegur hjá Ríkislögreglustjóra fyrir svona sögum. Svo frjór að ég hef þurft að svara fyrir þetta í sérstökum samtölum. Ég vor- kenndi þeim ágæta embættismanni sem þurfti að spyrja mig fyrir Ríkislögreglu- stjóra hvort einhver hefði borið töskuna mína í flugstöðinni. Ég hef aldrei látið neinn gera neitt slíkt. Við rannsakendur verðum að byggja rannsóknir okkar á áreiðanlegum heim- ildum en ekki kjaftasögum líkt og í þessu tilviki. Hjá Ríkislögreglustjóra virðast menn hafa viljað finna á mér höggstað og því sett svona rannsóknir í gang.“ Aðrir stjórnendur hafa farið fram úr fjár- lögum og eðli embætta breyst án þess að þau séu auglýst. Finnst þér þú fá sérmeðferð? „Það blasir við öllum sem það vilja sjá og þarf varla að eyða tíma í að ræða það. Skýringar ráðherra eru einfaldlega fyr- irsláttur. En við skulum sjá hvort það verður viðtekin venja að auglýsa stöður, til dæmis við frekari sameiningu lög- regluembætta. Ég er frekar hlynntur því og er alls ekki viðkvæmur fyrir því að við hreyfum meira til í þessum stöð- um. En það sjá allir að aðdragandi þessa máls gerir skýringarnar ótrúverðugar. Það hefur líka komið í ljós að ráðherra er margsaga. Þegar ég fékk bréf um auglýsingu var sagt að þetta væri mild- asta leiðin, en í því liggur hótun um eitt- hvað verra. Tíu dögum síðar segir ráð- herra þetta vera vegna skipulagsbreytinga, þá eru mín launa- kjör dregin inn í málið, sem er nú bros- legt í meira lagi, þá segir hann að um stjórnlausan fjáraustur hafi verið að ræða í embættið sem hafi staðið lög- gæslu í landinu fyrir þrifum – nokkuð sem Ríkisendurskoðun minnist ekki einu orði á – og í Kastljósi á fimmtudag dregur hann skipulagsbreytingarnar fram á ný. Það sér hver maður að þetta er bara fyrirsláttur.“ Það gustar um þig og þú ferð með látum, er það þinn stíll? „Við höfum nú mikið velt vöngum yfir því í okkar embætti hvernig stæði á því að við, þetta dagfarsprúða fólk, stæðum í þessum deilum. Ég sel hins vegar ekki sannfæringu mína. Þegar Björn til- kynnti breytingar sínar í mars tilkynnti ég honum að ég vildi hætta frekar en að innleiða þær. Hann bað mig að gera það ekki og sagði engan mann mér betri til að innleiða þær. Nú er þessi staða komin upp. Ég sé það núna að þegar menn voru farnir að kristalla deilurnar í mér hefði verið betra að ég stigi til hliðar.“ Sérðu eftir einhverju? „Þegar farið er yfir svona atburðarás finnur maður alltaf eitthvað sem betur hefði mátt fara. En á þessum tímapunkti upplifi ég ekki að ég hafi gert nein mis- tök. Auðvitað hefði maður einhvers staðar mátt haga orðum sínum með öðrum hætti, en ég hef enga eftirsjá yfir atburðarásinni. Mest er mér annt um embættið og það góða fólk sem þar vinnur. Ég vona þess vegna að friður náist sem fyrst um starfsemina, öllum til heilla.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.