Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 49,65% 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið 24 st un di r M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 27. september 2008 — 263. tölublað — 8. árgangur En það er nú kannski ekki öll nótt úti enn, það getur vel verið enn þá að samningar náist. ÁSGEIR JÓNSSON GREININGARDEILD KAUPÞINGS FJÖLMIÐLAR Dagbók Þráins Bertelssonar fagnar þriggja ára afmæli í dag. Þráinn hóf að deila daglegum dagbókarfærsl- um einu sinni í viku með lesendum Fréttablaðsins á haustdögum 2005. Þar greinir hann bæði frá persónulegum atburðum í lífi sínu og rýnir í samfélagið eins og honum einum er lagið. Hann hefur ekki misst úr viku síðan og er dagbókarfærslan í dag því sú 156. í röðinni. Þráinn kveðst heldur glaður með áfangann, hann hafi aldrei áður haldið dagbók yfir svo langan hluta af lífi sínu. Í dag trúir Þráinn dagbókinni fyrir handriti að grínmynd um kreppuna, en einnig er fjallað um samkvæmislíf, hugsjónamenn og prinsessufemín- isma. - sjá síðu 18 Samtímaspegill á tímamótum: Dagbók Þráins þriggja ára ÞRÁINN BERTELSSON. BJART EYSTRA Í dag verða víðast suðvestan 8-13 m/s. Bjart austan og suðaustan til annars skúrir og hætt við slydduéljum á hálendinu. Hiti 5-10 sig en um eða yfir frost- marki á fjöllum. VEÐUR 4 9 9 6 89 LÖGGÆSLUMÁL Jóhann R. Bene- diktsson, lögreglustjóri á Suður- nesjum, segir að eftir að Stefán Eiríksson hætti í dómsmálaráðu- neytinu skorti fagþekkingu þar. „Það skortir tiltakanlega sér- þekkingu á löggæslumálum innan ráðuneytisins. Af því að ráðuneyt- ið er of veikt til að sjá um verk- efnið hefur það í auknum mæli hallað sér að embætti Ríkislög- reglustjóra. Þar reka menn pólitík sem mér hugnast ekki,“ segir Jóhann. Jóhann lætur af störfum 1. okt- óber, en hann segist hafa boðist til þess að hætta í mars. „Ég var ósammála hugmyndum Björns Bjarnasonar um uppskiptingu embættisins og vildi frekar hætta en að innleiða þær. Björn vildi hins vegar hafa mig áfram, sagði engan mann betri en mig til verks- ins.“ Jóhann segir stjórnunarhætti Björns Bjarnasonar vera gamal- dags og vonandi á leið út úr stjórn- kerfinu. „Sá hroki og virðingar- leysi sem einkennir stjórnun hans tilheyrir öðrum tíma,“ segir hann. Hann nefnir sem dæmi að ósk embættis hans um fund um fjár- mál hafi ekki einu sinni verið svar- að. Þá hafi honum fyrirvaralaust verið kippt út úr stjórn Landa- mærastofnunar Evrópu. - kóp Jóhann R. Benediktsson segir þekkingu vanta í dómsmálaráðuneytið: Dómsmálaráðuneytið of veikt FÓLK Gísli Örn Garðarsson mun fara með hlutverk Don Juan í hinu virta leikhúsi Royal Shakespeare Company. Ný leikgerð er byggð á óperunni Don Giovanni en gerist í Bret- landi á pönkt- ímabilinu. Leikhúsið er af mörgum talið það stærsta í Bretlandi, ef ekki heiminum öllum. Þar hafa stórleikarar á borð við Laurence Olivier, Peter O‘Toole, Ben Kingsley og Kenneth Branagh áður leikið. „Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa,“ segir Gísli. - hdm/ sjá síðu 42 Gísli Örn Garðarsson: Íslenskur Don Juan í Bretlandi GÍSLI ÖRN GARÐARSSON ALLIR BÍLAR Á EINUM STAÐ - Á KLETTHÁLSI Komdu árisastóraopnunarhátíðokkar íGrafarvogiÞANN 4. októberkl. 8 Korputorg, 112 REYKJAVÍK Vorstraumar í rigningunni FERSKIR STRAUMAR Á TÍSKUVIKUNNI Í MÍLANÓ 34 VEÐRIÐ Í DAG BEITT EINS OG HNÍFUR Shirin Neshat er ekki vinsæl meðal klerka- stjórnarinnar í Íran en vopnið hennar er listin. HELGARVIÐTAL 26 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 2008 ● HÖNNUNEndurunnin hönnun ● HEIMILIÐForláta borðstofuborð ● INNLIT Gamalt og nýtt í bland Gengið frá greiðslumatiSótt Á ils.is getur þú: EFNAHAGSMÁL Tilkynning Seðla- banka Íslands um að gjaldmiðla- skiptasamningar hafi ekki tekist við seðlabanka Bandaríkjanna er ófullnægjandi að mati við- mælenda Fréttablaðsins. Í ljósi þess að seðlabanki Bandaríkjanna hefur nú gert tví- hliða gjaldmiðlaskiptasamninga við fjóra norræna seðlabanka „til að leysa úr bráðaþörf fyrir Bandaríkjadali sem upp kom í viðkomandi löndum“, greindi Seðlabanki Íslands frá því í gær að hann hefði einnig átt í viðræð- um við bandaríska bankann. „Ekki voru taldar ástæður eða efni til þess að gera á þessu stigi samning við Seðlabanka Íslands,“ segir þar. Þá er tekið fram að „alls ekki“ sé útilokað að slíkur samn- ingur verði gerður síðar. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir orðalag- ið benda til að „við höfum viljað og þeir hafnað“. Mat bankans á lausa- fjárstöðunni sé „svo víðs fjarri mati allra annarra að það eitt og sér er verulegt áhyggjuefni“. Edda Rós Karlsdóttir hjá grein- ingardeild Glitnis segir að yfirlýs- ingin virðist fyrst og fremst til þess fallin að slá á þann orðróm að Seðlabankinn aðhafist ekki neitt. Bankinn vilji róa markaði með því að taka fram að hann hafi ekki fengið endanlegt afsvar. „Það er ljóst að seðlabanki Bandaríkjanna byrjaði á því að veita stærstu seðlabönkunum lán- alínur. Í annarri umferð er komið að Norðurlöndunum. Það er von- andi að við séum þá í næstu deild þar fyrir neðan, ásamt löndum sem eru með hávaxtamyntir, eins og Nýja-Sjáland,“ segir hún. Ásgeir Jónsson í greiningar- deild Kaupþings segir „mjög sér- kennilegt“ að bankinn hafi ekki skýrt frá þessu fyrr. „Þetta mun hafa neikvæð áhrif á gengið. En það er nú kannski ekki öll nótt úti enn, það getur vel verið enn þá að samningar náist,“ segir Ásgeir. Ingimundur Friðriksson seðla- bankastjóri bætir því við tilkynn- inguna að hagsmunir seðlabanka Bandaríkjanna hafi ráðið því að hann samdi við hina bankana. Bandaríski bankinn hafi talið sig hafa beinan hag af því að liðka til á millibankamörkuðum á hinum Norðurlöndunum. Um stefnu banka síns, meðal annars um gjaldeyrisforðann, segir Ingimundur að hún sé óbreytt. - kóþ, msh, jse, ikh / sjá síðu 4 Seðlabankinn skýri málið Útskýringar Seðlabankans um að samningar við seðlabanka Bandaríkjanna hafi ekki tekist vekja spurn- ingar að mati sérfræðinga. Seðlabankinn segist enn ekki hafa fengið endanlegt afsvar. SKRIFAÐ Í SANDINN Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn mikilvægasta leik frá upphafi kl. 14.00 í dag gegn Frökk- um. Jafntefli dugar til þess að tryggja liðinu þátttökurétt í lokakeppni EM. Það yrði í fyrsta skipti sem A-landslið í knattspyrnu kæmist í úrslit á stórmóti. Stelpurnar fóru á ströndina í gær þar sem þær skrifuðu „Áfram Ísland“ í sandinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FYLGIR Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.