Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.09.2008, Blaðsíða 12
12 27. september 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fjármálakreppan hefur leyst Íraksstríðið af hólmi sem efsta mál á dagskrá bandarísku forsetakosninganna, meðal annars vegna þess að Bandaríkja- menn telja að það hafi orðið kaflaskipti í Írak; fjölgun í herliði Bandaríkjahers hafi brotið andspyrnuna á bak aftur og ofbeldi minnkað. Hin undirliggj- andi skilaboð eru skýr: Að sýna mátt sinn og megin tryggir sigur. En það var einmitt rembingur af þessu tagi sem leiddi til innrásar- innar í Írak á sínum tíma. Stríðið átti að sýna fram á vald í krafti hernaðarlegra yfirburða. Þess í stað leiddi stríðið takmarkanir sínar í ljós. Að auki gróf innrásin undan raunverulegum máttar- stólpa Bandaríkjanna – hinni siðferðilegu ábyrgð. Vissulega er minnkandi ofbeldi fagnaðarefni og það má vel vera að fjölgun hermanna eigi sinn þátt í því. En hvergi annars staðar í heiminum þætti það góður dagur þegar aðeins 25 óbreyttir borgarar falla í valinn. Það liggur heldur ekki fyrir hvernig fjölgun hermanna hefur lægt ófriðarbálið. Aðrir þættir skipta líklega mun meira máli, til dæmis að Banda- ríkjaher greiddi andspyrnumönn- um úr röðum súnnía fyrir að slást í lið með sér gegn Al-Kaída. Það er áhættusöm stefna. Bandaríkin ættu að leggja sitt af mörkum til að hægt sé að mynda sterka ríkisstjórn samhentrar breiðfylk- ingaren ekki styrkja einstök herlið. Írösk stjórnvöld gera sér grein fyrir hættunni og er byrjuð að handtaka herforingja sem Bandaríkjamenn studdu. Horfur á stöðugleika eru ekki góðar. Og það er einmitt mergur málsins: fjölgun hermanna átti að skapa svigrúm fyrir pólitíska endurnýj- un, sem þarf til að tryggja stöðugleika til lengri tíma. Sú endurnýjun hefur ekki átt sér stað. Á sama tíma kemur hernaðar- legur og efnahagslegur kostnaður ófaranna sífellt betur í ljós. Jafnvel þótt Bandaríkjunum hefði tekist að koma á stöðugleika í Írak, hefði það ekki tryggt sigur í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Það hefur heldur ekki gengið vel í Afganistan, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og ástandið í Pakistan verður sífellt óstöðugra. Þá eru flestir sérfræðingar á einu máli um að Rússar hafi ráðist inn í Georgíu meðal annars vegna þess, að þeir þóttust vita að Bandaríkin væru bundin í báða skó á tveimur vígstöðvum og gæti þar af leiðandi lítið gert. Rússar reynd- ust hafa rétt fyrir sér. Íraksstríðið hefur alfarið verið fjármagnað með aukinni skuld- setningu. Það á sinn þátt í því að skuldir bandaríska þjóðarbúsins hafa aukist um tvo þriðju hluta á aðeins átta árum. Og enn syrtir í álinn: búist er við að fjárlagahall- inn árið 2009 verði yfir 500 milljarða dollara. Þá er ótalinn kostnaðurinn við björgunarað- gerðir á fjármálamarkaði. Stríðið og rekstur þess hefur snarminnk- að svigrúm Bandaríkjanna og næsta víst að það mun dýpka og lengja efnahagslægðina. Sú skoðun að fjölgun hermanna í Íraks hafi verið árangursrík er sérstaklega hættuleg í ljósi þess að stríðsreksturinn í Afganistan gengur illa. Evrópskir bandamenn Bandaríkjanna eru langþreyttir á stöðugum bardögum og mannfalli í fjöllunum. Fæstir leiðtogar í Evrópu eru jafn vel að sér í blekkingarbrögðum og Bush- stjórnin og eiga erfiðara með að leyna mannfallinu fyrir almenn- ingi. Bandaríkin munu auðvitað halda áfram að þrýsta á bandamenn sína, en lýðræðið setur slíkum þrýstingi skorður. Mexíkó og Chile létu til dæmis ekki undan þrýst- ingi Bandaríkjamanna um að styðja innrásina í Írak á þingi Sameinuðu þjóðanna vegna almennrar andstöðu heima fyrir. Tíminn hefur leitt í ljós að almenningur í þessum löndum hafði á réttu að standa. En í Bandaríkjunum gerir trúin á að fjölgun í herliðinu hafi „virkað“ í Írak það að verkum að æ fleiri vilja fjölga í herliðinu í Afganistan. Mistökin sem gerð voru í Írak höfðu hins vegar ekkert með styrk heraflans að gera heldur sjálfa bar- áttuaðferðina. Það er kominn tími til að Bandaríkin og Evrópa dragi af lærdóm af Íraksstríðinu – eða öllu heldur, læri upp á nýtt af mistök- um nærri allra þeirra ríkja sem hertaka önnur lönd og reyna að taka framtíð þeirra í sínar hendur. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjun- um. ©Project Syndicate. Lærum af Íraksstríðinu JOSEPH STIGLITZ Í DAG | UMRÆÐAN Einar K. Guðfinnsson skrifar um Evrópumál Þegar talsmaður Evrópusambandsins kveður svo afdráttarlaust upp úr um sjávarútvegsstefnu sambandsins sem gerðist nú á dögunum, þá eru það stórfrétt- ir. Reinhard Priebe, aðstoðarframkvæmda- stjóri sjávarútvegmála ESB, sagði í útvarpinu á þriðjudaginn var: „Ég tel ekki að innganga Íslendinga í ESB þýddi að allt sem lýtur að fiskveiðistefnunni breyttist. Ég býst frekar við að það kæmi fólki á óvart hve fátt þyrfti að breytast.“ Aðeins tvennt getur skýrt orð talsmanns ESB. Í fyrsta lagi að hann eigi við að ESB sé tilbúið að víkja til hliðar veigamiklum grundvallaratriðum í sjávarútvegsstefnu sinni í samningum við Íslend- inga, æskjum við inngöngu. Hér er til dæmis átt við atriði er lúta að ákvörðun um heildarafla. Þær ákvarðanir eru nú teknar af ráðherraráðinu, en ekki af einstökum þjóðríkjum. Það sjá allir – og um það hefur a.m.k. ekki verið ágreiningur hingað til − að við Íslendingar myndum ekki geta unað því að slíkar ákvarðanir um nýtingu okkar auðlindar yrðu teknar af öðrum þjóðum. Og við vitum að þó að reglan um hlutfallslegan stöðugleika gefi okkur skjól fyrsta kastið þá er hún býsna völt. Með öðrum orðum. Eins og sjávarútvegs- stefna ESB er í laginu, þá tryggir hún einstökum aðildarþjóðum ekki það forræði yfir fiskveiðiauðlindum sínum, sem við gerum kröfur um. Þess vegna, meðal annars, hafa nær allir talið að hún sé óaðgengileg fyrir okkur Íslendinga. Fyrir nú utan hitt að í sjávarútvegsstefn- unni eru ýmsir aðrir þættir sem við eigum örugglega erfitt með að kyngja. Ég nefni reglurnar um brottkast, eftirlitskerfið og fjárfestingar, sem er alveg andstætt okkar fyrirkomulagi. Hitt sem kann að skýra ummælin, sem vitnað er til, er að framundan séu mjög veigamiklar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. og að í þeim felist, að horfið verði frá yfirþjóðlegu valdi, af því tagi sem nefnt var hér fyrr í greininni. Það væru sannarlega tíðindi. Á vettvangi ESB hefur verið unnið að margs konar endurbótum á sjávarútvegsstefnunni. Til þess stendur meðal annars ríkur vilji innan fram- kvæmdastjórnarinnar, eins og fram hefur komið. En hver hefur sinn drösul að draga. Og það vitum við að jákvæður vilji er eitt, en hitt er erfiðara, að fá þann sundurleita hóp sem að sambandinu stendur, til að samþykkja slíkar breytingar. Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Stórtíðindi í vændum? EINAR K. GUÐFINNSSON Íraksstríðið Vertu velkomin(n) á opið hús í Flensborgarskólanum laugardaginn 27. september kl. 13:00 - 16:00. Við viljum bjóða þér að: - njóta tónlistar og myndlistar í skólanum - kynna þér það nám sem er í boði - skoða húsnæði skólans, endurnýjað, glænýtt og hátæknivætt. - fá leiðsögn um skólahúsið og skoða muni úr fjölbreyttu safni skólans tengt náttúrufræði og jarðfræði - skoða aðstöðu starfsbrautar, glæsilegt stúdíó, bókasafn og síðast en ekki síst gamlar myndir af útskriftarárgöngum. - hlusta á kór skólans syngja í Hamarssal kl. 14:00 og 15:00. - þiggja þjóðlegar veitingar í tilefni dagsins Þú gætir verið Flensborgari úr elsta húsinu, miðhúsinu eða því nýja. Hér er tækifærið til að koma í heimsókn og upplifa stórkostlegar breytingar á aðstöðu skólans. Þá bjóðum við foreldra núverandi ne- menda að koma, grunnskólakennara og ekki síst nemendur unglinga- deilda grunnskólanna ásamt foreldrum sínum velkomna. Þú færð ekki betra tilboð um helgina. Starfsfólk og nemendur Flensborgarskólans Kunna það Vinstri græn eiga ekki í vandræðum með að orða ályktanir sínar. Sú nýjasta er um gjaldskrárhækkun Orkuveitunnar. Segir þar að hækk- unin sé til komin vegna glórulausrar lántöku erlendis sem efnt sé til svo fyrirtækið geti fjármagnað „innrás á óspjölluð hverasvæði og virkjað fyrir erlendar stóriðjur“. Segir svo að stórfelldar hækkanir á gjaldskrá Orkuveitunnar séu ekkert minna en hnefahögg í andlit almennings. Orkuveitan reiknar út að hækkunin nemi um 300 krónum á mánuði á meðalhúsnæði. Ef það heitir hnefahögg, hvað heitir það þá þegar verð hækkar um hærri fjárhæðir? Hættið þessu Hvað sem ályktun VG og 300 krónunum líður er með ólíkindum að Orkuveita Reykjavíkur – fyrirtæki í almannaeigu – skuli voga sér að ráðast í hækkun verðskrár vegna fjárfestinga í nýrri hitaveitu. Hvers vegna var af stað farið? Megum við, sauðsvartur almúginn, vinsamlegast biðja um að fyrirtækið hendi öllum frekari virkjanaáformum út um gluggann á sjöttu hæðinni við Bæjar- hálsinn svo ekki þurfi að hækka heita vatnið meira í verði. Tvö nei, eitt já Illugi Gunnarsson sagði stuttlega frá Brusselför sinni á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Sagðist hann eiginlega bara hafa fengið nei-svör í ferðinni; sagt hafi verið nei við spurningum um evrupptöku á fjölda tungumála og svo hafi hann fengið nei þegar hann ætlaði að sækja farangurinn sinn í Leifsstöð. Taskan hafði orðið eftir í Kaupmannahöfn. Eitt já hefði hann þó fengið í Brussel, „...við kvefi,“ sagði Illugi og ræskti sig. bjorn@frettabladid.is F réttir af börnum sem hefur verið misþyrmt vekja jafnan ugg. Það er því ekki að undra að málefni barna sem beitt hafa verið ofbeldi veki umtal í samfélag- inu. Ofbeldismál sem snerta börn eru afar erfið og viðkvæm. Það er stórt skref að tilkynna um slík mál en um leið borgaraleg skylda hvers og eins. Mikilvægt er að leysa sem fyrst upp aðstæður barna sem búa við ofbeldi. Á sama tíma verður að stíga varlega til jarðar vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem það kann að hafa sé foreldri ranglega sakað um að beita barn sitt ofbeldi. Barnaverndarnefndum eða þeim nefndum sveitarfélaga sem hafa skyldur hennar með höndum eru ætluð mikil ábyrgð. Þær skulu lögum samkvæmt hafa „eftirlit með aðbúnaði, hátt- erni og uppeldisskilyrðum barna“. Þær eiga að „greina sem fyrst vanda þeirra sem búa við ófullnægjandi aðstæður, sæta illri meðferð eða eiga í félagslegum erfiðleikum“. Í stærri sveitarfélögum hafa þessar nefndir embættismenn á bak við sig, jafnvel heila stofnun eins og í Reykjavík. Staða barnaverndarnefnda í minni sveitarfélögum er erfiðari vegna þess að aðgangur að fagfólki hlýtur að vera minni. Ofan á það bætist að í fámennari samfélögum verða mál einnig persónu- legri. Líkur eru því á að þeir sem rannsaka mál og þeir sem sæta rannsókn séu jafnvel persónulega kunnugir, jafnvel þótt minni sveitarfélög nýti sér heimild til að fara sameiginlega með barnaverndarmál. Ekki er það dregið í efa að fulltrúar barnaverndarnefnda geri allt sem í þeirra valdi stendur til að rannsaka fljótt og vel og af fagmennsku þær ábendingar sem til þeirra berast, ekki heldur að hagsmunir barnsins séu ævinlega í fyrirrúmi. Hins vegar hljóta þessar nefndir að þurfa mikinn faglegan stuðning þegar þær hafa til meðferðar þung ofbeldismál á heimilum. Hafa verður í huga að foreldri sem beitir barn sitt ofbeldi er foreldri sem á í miklum vanda. Það er foreldri sem berst við vanlíðan, hugsanlega vegna ofbeldis sem það hefur sjálft orðið fyrir í æsku. Og það er foreldri sem horfist í augu við vanhæfni sína til að gegna því hlutverki sem mörgum þykir hið mesta sem hver einstaklingur glímir við, að ala upp barn, koma því til manns. Foreldri sem beitir barn sitt ofbeldi er því foreldri sem þarf á mikilli aðstoð að halda. Ljóst er að eftirlitshlutverk Barnaverndarstofu verður að styrkja og ekki síður leiðbeiningarhlutverk hennar. Boðleið- ir milli barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu verða að vera skilvirkar og hraðar. Það gengur ekki að börn þurfi að dvelja á heimili vikum og jafnvel mánuðum saman eftir að fullljóst er orðið öllum þeim sem til þekkja að aðstæður eru óviðunandi. Leita verður allra leiða til að koma í veg fyrir að slíkar sögur endurtaki sig. Ábyrgð barnaverndarnefnda er mikil. Hagsmunir barns gangi alltaf fyrir STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.